Þeir bara stálu peningunum okkar !

Þann 10. desember s.l. sendu stjórnendur Landsbankans og Landsvaka hf. bréf til hlutdeildarskírteinishafa í peningamarkaðssjóði Landsbankans ISK.

Í bréfinu er ekkert að sjá nema samantekna réttlætingu á 31,2% þjófnaði á peningum þeirra sem plataðir voru til að setja peningana sína í þetta svo kallaða öryggishólf hjá Landsbankanum.

Það eru minsta kosti í bréfinu, sem er heilar 7 blaðsíður, þrjár afsökunarbeiðnir með mismunandi blæbrigðum.

Og hver skrifar undir þetta bréf jú engin önnur en S. Elín Sigfúsdóttir núverandi bankastjóri Landsbankans, áður aðalráðgjafi og aðstoðamaður Sigurjóns Þ. Árnassonar fyrrverandi bankastjóra landsbankans.

Nú í dag er málið komið á það stig að NBI hf. og Landsvaki hf. hafa viðurkennt mistök sín í blekkingum til fólks.

Finnst bankastjóra Landsbankans það í lagi að sitja sem bankastjóri Landsbankans og ein af þeim sem stóð að þessum svo kölluðu mistökum að sitja áfram ?

Nú stendur fyrir dyrum að Fjármálaeftirlið mun senda málið til Ríkislögreglustjóra.

Finnst Viðskiptaráðherranum það eðlilegt að S. Elín Sigfúsdóttir sitji árfam sem bankastjóri Landsbankans, það finnst mér ekki.

Þetta finnst mér.

 


mbl.is NBI og Landsvaki viðurkenna mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvar eru "biblíuspekingarnir" að predika "ekki stela"!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.12.2008 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband