VG munu selja utanríkistefnu sína fyrir ráðherrastóla !

Vinstri Grænir mælast enn og aftur stæsti stjórnmálaflokkur á Íslandi í skoðanakönnunum. Og nú er Formaðurinn og varaformaðurnin  farin að renna hýru auga til ráðherrastólanna og farnir að gefa Samfylkingunni undir vinstrifótinn með froðusnakkstali um sameiginleg utanríkismál.

En hingað til hafa VG og Samfylkingin ekki náð saman um nein mál frekar en VG og Sjálfstæðisflokkurinn.

Menn verða bara að bera saman stefnurnar til að sjá þetta munstur sem ég sé.

Það eru því miklar líkur á því að VG verði að selja sig dýrt eða ódýrt til að komast í næstu ræikistjórn.

Stefna Samfylkingarinnar í utanríkismálum er svona:

 

 

Ísland og umheimurinn

 

Öflugt alþjóðasamstarf og viðskiptafrelsi eru grunnurinn að hagsæld Ísland. Í aukinni hnattvæðingu felast mikil tækifæri, en í henni býr líka hætta á aukinni misskiptingu og óréttlæti. Hnattvæðingin leggur því íslenskri þjóð þær skyldur á herðar að taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi, á grundvelli hugsjóna jafnaðarstefnunnar. Sá vandi sem felst í misskiptingu auðs, umhverfisvanda, flóttamannavanda og staðbundnum átökum, svo nokkur dæmi séu nefnd, verður ekki leystur nema með sameiginlegu átaki þjóða heims. Þar á Ísland að taka virkan þátt og leggja sitt af mörkum. Allt starf Íslands á alþjóðavettvangi á að byggja á virðingu fyrir meginreglum þjóðaréttar.

Samfylkingin vill:

1. Að utanríkisstefna þjóðarinnar sé mótuð í ljósi þjóðarhagsmuna, sé byggð á grundvallarreglum þjóðaréttar og sé sæmandi sjálfstæðri þjóð.

 

2. Taka Ísland af lista hinna vígfúsu þjóða og draga formlega til baka pólitískan stuðning Íslands við ólöglega innrás í Írak. Slíkar ákvarðanir verði í framtíðinni ávallt háðar samþykkis Alþingis.

 

3. Móta stefnu í öryggis- og varnarmálum út frá íslenskum hagsmunum. Í því felst að taka upp viðræður við Bandaríkin um endurskoðun nýgerðra viðauka við varnarsamninginn og efna til víðtæks samráðs við bandalagsríki innan Atlantshafsbandalagsins um framtíðarfyrirkomulag öryggismála á Norður-Atlantshafi.

 

4. Að Ísland taki áfram virkan þátt í nánu samstarfi Evrópuríkja um frið, öryggi og velferð, s.s. innan Norðurlandaráðs, ÖSE og Evrópuráðsins.

 

5. Að Ísland taki þátt í borgaralegri friðargæslu og leggi þar af mörkum í samræmi við reynslu, þekkingu og efnahagslega getu.

 

6. Verja 0,7% vergrar þjóðarframleiðslu til þróunarsamvinnu á næsta áratug og að Ísland leggi sérstaka áherslu á að bjóða fram aðstoð í uppbyggingu innviða þróunarríkja, heilsugæslu, menntun og mannréttindum kvenna.

 

7. Auka frelsi í milliríkjaviðskiptum og auðvelda aðgang fátækari ríkja að þróuðum mörkuðum. Ísland beiti sér fyrir félagslegum og menningarlegum réttindum og réttindum launafólks innan Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO).

 

8. Leggja áherslu á að alþjóðasamfélagið viðurkenni sjálfstætt ríki Palestínumanna og nýja þjóðstjórn Palestínu og leggist á eitt um að skapa varanlegar forsendur fyrir friði og lýðræði í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs.

 

9. Gæta faglegra sjónarmiða við ráðningar starfsmanna í utanríkisþjónustuna.

 

10. Ísland beiti sér fyrir víðtækri afvopnun, þar á meðal eyðingu allra kjarnorkuvopna og jarðsprengja.

 

Ýmisleg áhugavert sem jafnvel væri hægt að nota hjá VG ? Blóðgrænt ?

 

 

 

 

 

Stefna Vinstri grænna í Utanríksmálum er svona:

Sjálfstæð utanríkisstefna, félagsleg alþjóðahyggja

Vinstrihreyfingin - grænt framboð leggur áherslu á að móta sjálfstæða íslenska utanríkis- og friðarstefnu. Ísland á að standa utan hernaðarbandalaga og hafna aukinni vígvæðingu. Íslendingar eru best settir án hers, hvort sem hann er innlendur eða erlendur. Brýnt er að friðlýsa landið og lögsögu þess fyrir kjarnorku- sýkla- og efnavopnum og banna umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Beina verður aukinni athygli að umhverfisöryggi og vernda hafið fyrir úrgangi frá kjarnorkuverum og herstöðvum.

Við viljum efla starfsemi Sameinuðu þjóðanna og styrkja lýðræðislega starfshætti á vettvangi þeirra. Treysta ber stoðir þjóðaréttar í þágu friðar og mannréttinda og stuðla að aukinni þátttöku almennra félagasamtaka í stefnumörkun alþjóðamála. Íslensk stjórnvöld eiga að beita sér fyrir alþjóðlegum samningum um afvopnun og takmarkanir á vígbúnaði. Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill efla þátttöku Íslands í stofnunum Sameinuðu þjóðanna þar sem öll ríki eiga aðild, svo og í stofnunum eða samtökum eins og Noðurlandaráði, Evrópuráðinu og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu.

Ísland á að styðja eindregið markmið Sameinuðu þjóðanna og ákvæði mannréttindayfirlýsingarinnar með því að leggja sitt af mörkum til að útrýma fátækt og hungri, félagslegu ranglæti, misskiptingu auðs, kynþáttamismunun, mannréttindabrotum og hernaðarhyggju. Íslendingar eiga að stórauka framlög sín til þróunarstarfs og leggja fátækum þjóðum lið á alþjóðavettvangi. Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill efla samstarf allra þjóða heims á grundvelli jafnréttis og gagnkvæmrar virðingar fyrir ólíkum skoðunum og menningu. Nauðsynlegt er að réttur allra jarðarbúa til að njóta góðs af framförum í heilbrigðisvísindum verði viðurkenndur og virtur.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill tefla félagslegri hnattvæðingu fram gegn hinni kapítalísku hnattvæðingu samtímans og vinna að friðsamlegri sambúð þjóða, fullum mannréttindum, kvenfrelsi, velferð og jöfnuði allra jarðarbúa. Koma verður með sérstakri skattlagningu eða alþjóðlegum reglum í veg fyrir spákaupmennsku með fjármagn heimshorna á milli. Við teljum að öll ríki heims eigi að hafa óskoraðan rétt og tækifæri til að nýta auðlindir sínar á skynsamlegan hátt í því augnamiði að byggja upp velferðasamfélög sem standast kröfur um sjálfbæra þróun. Til þess að svo megi verða þarf að leysa hinar fátækari þjóðir af skuldaklafa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans, og endurskoða starfsemi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar frá grunni. Leikreglum heimsviðskipta þarf að gerbreyta til að tryggja félagslegt jafnrétti og virðingu fyrir öllu umhverfi.

Samskipti við Evrópusambandið ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu, m.a. á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð lýsir stuðningi við hvers kyns friðsamlega baráttu fyrir félagslegu réttlæti án landamæra og jafnframt vilja sínum til að taka þátt í þeirri baráttu hérlendis sem erlendis.

Hvar ætli verði slegið af ef þessir tveir flokkar setjast saman í ríkistjórn ?

En hvað með Framsóknarflokkinn ef hann næði sér á flug með nýjum formanni væri nokkur möguleiki að nota þann flokk sem hækju... hann er vanur ?

Stefna Framsóknarflokksins í Utanríkismálum er þessi:

 

Ísland í samfélagi þjóðanna

 

Meginmarkmið íslenskrar utanríkisstefnu er að gæta hagsmuna lands og þjóðar og veita öflugt fyrirsvar gagnvart öðrum ríkjum.

Við viljum:

• Tryggja framtíðarhagsmuni þjóðarinnar í Evrópu, í samstarfi við Evrópusambandið innan EES og við EFTA-ríkin.

• Að öryggis- og varnarmál landsins hvíli fyrst og fremst á eigin frumkvæði sem og tvíhliða varnarsamningum við

Bandaríkin, aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og auknu samstarfi við grannríki.

• Hækka þróunaraðstoð í 0,35% af vergri landsframleiðslu eigi síðar en 2009 og í 0,7% árið 2015 í samræmi við

markmið Sameinuðu þjóðanna.

• Að verkefni Íslensku friðargæslunnar verði einungis borgaralegs eðlis og til hennar veljist jafnt konur og karlar.

• Auka áherslu á starf innan stofnana Sameinuðu þjóðanna, t.d. Barnahjálpar SÞ (UNICEF) og Þróunarsjóðs fyrir konur

(UNIFEM).

• Að Ísland beiti sér áfram fyrir viðskiptafrelsi á alþjóðavettvangi.

 

 

 

 

 

Kannski hægt að nota eitthvað þarna VG ? Það er allavega grænt-grænt-blágrænt

Og svo er þetta alltaf möguleiki þó þið viljið ekki núna hugsa um það, það er Sjálfstæðisflokkurinn.

En stefna hans í Utanríkismálum er svona :

Utanríkismál

Stefna Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum miðar að því að hagsmuna Íslands sé gætt af festu á alþjóðavettvangi og að Ísland taki virkan þátt í samfélagi þjóðanna með gildi friðar, lýðræðis, mannréttinda og frelsis að leiðarljósi.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að varnir Íslands séu ávallt vel tryggðar. Varnarsamningurinn mun, ásamt aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO), verða áfram hornsteinn hervarna Íslands.
Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að efla samstarf við grannríki okkar, meðal annars innan Evrópusambandsins (ESB), um aðgerðir til að tryggja öryggi siglingaleiða, hamla hryðjuverkum og hindra alþjóðlega glæpastarfsemi. Ennfremur er nauðsynlegt að byggja upp og efla viðeigandi vettvang hér á landi til að afla með markvissum hætti þekkingar og upplýsinga um öryggis- og varnarmál, skilgreina varnarþörf landsins á hverjum tíma, meta varnarkosti og móta varnarstefnu.
Framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2009-2010 er til marks um vilja Íslendinga til að axla ábyrgð í alþjóðlegu samstarfi. Halda skal áfram markvissri kynningu á framboðinu, á grundvelli þeirra áherslna sem markaðar hafa verið, með hóflegum tilkostnaði.
Sjálfstæðisflokkurinn álítur það mikilvægan þátt í utanríkisstefnunni að standa vörð um almenn mannréttindi, stuðla að friði og afvopnun, og berjast gegn fátækt og fáfræði. Með réttu hefur verið mörkuð sú stefna að íslenska friðargæslan einbeiti sér að verkefnum á vegum alþjóðastofnana sem Íslendingar eru aðilar að, á sviðum þar sem reynsla þeirra og þekking nýtist best.
Sjálfstæðisflokkurinn telur að Íslendingar eigi að stefna að frekari aukningu framlaga til þróunaraðstoðar. Markviss forgangsröðun er mikilvæg til að tryggja að fjármunum sé sem best varið.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að íslensk stjórnvöld vinni áfram ötullega að auknu frelsi í heimsviðskiptum, bæði í þágu íslenskra hagsmuna og velferðar fólks um allan heim, enda er afnám viðskiptahafta eitt brýnasta hagsmunamál fátækra ríkja. Ber því að stuðla að frjálsari aðgangi þróunarríkja að mörkuðum og sanngjörnum viðskiptakjörum. Jafnframt skal stuðla að því að hnattvæðingu viðskipta fylgi siðræn ábyrgð fyrirtækja og neytenda.
Sjálfstæðisflokkurinn telur aðild að ESB ekki þjóna hagsmunum íslensku þjóðarinnar eins og málum er háttað. Mikilvægt er að sífellt sé í skoðun hvernig hagsmunum Íslands verði best borgið í samstarfi Evrópuríkja.Áfram skal unnið að gerð tvíhliða samninga um fríverslun við önnur ríki og rækt lögð við eflingu ábatasamra viðskiptatengsla um allan heim.
Sjálfstæðisflokkurinn vill standa vörð um ýtrustu landgrunnsréttindi Íslands á grundvelli hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna. Brýnt er að sporna við ólöglegum og eftirlitslausum fiskveiðum í höfunum umhverfis landið og efla samstarf við aðrar þjóðir í baráttunni gegn sjóræningjaveiðum.

 Það skyldi þó aldrei vera að það yrðu Sjalfstæðisflokkur og Vg sem mynda Rauðbláa Ríkistjórn eftir næstu kosningar... það skyldi þó ekki vera.

Þetta finnst mér.


mbl.is Kosningar óumflýjanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 83960

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband