Vakna nú mín Þyrnirós......

Guðlaugur Þór Þórðarsson er alveg kominn á fulla ferð í sinni kosningabaráttu til formanns Sjálfstæðisflokksins og til Alþingis.

Hann skrökvar því náttúrlega að hann sé ekki búinn að ákveða sig í formannsslaginn eða kannski ekki vaknaður.

Af Þyrnirósarsvefninum sem Sjálfstæðismenn eru margir hverjir ennþá sofandi í.

En Guðlaugur Þór sagði á Bylgjunni síðdegis Sjálfstæðisflokkurinn ætti að biðja þjóðina afsökunar á því að hafa sofnað á verðinum. Og komið öllu í bál og brand.

ÚBS...Gleymdi Guðlaugur ekki að vekja Davíð Oddsson og Geir Hilmar áður en hann vegur svona að forustunni. Já hann talar um "mistök" og "við stóðum okkur ekki", "sofnuðum á verðinum"......

Er ekki nokkuð seint í rassinn gripið að fara að biðjast afsökunar á einhverjum misgjörðum eftir þyrnidrifna slóð Sjálfstæðisflokksins gegnum tíðina.

Ísland gjaldþrota. Bankarnir gjaldþrota. Heimilin gjaldþrota. Atvinnulífið gjaldþrota.Tugþúsundir atvinnulausir. Þúsundir manna á leið úr landi.

Hvers vegna sagði hann ekki af sér, sem ráðherra fyrst hann segist vera löngu vakaður af Þyrnirósar svefninum ?

Nei Guðlaugur Þór Þórðarsson er ekki vaknaður af Þyrnirósarsvefni Sjálfstæðisflokksins.

Þetta fynnst mér.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn boðar aðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sammála þér. Fullseint í rassin gripið og vonadi hafnar fólk þeim í næstu kosningum og sendir þá í langt frí!

Arinbjörn Kúld, 16.2.2009 kl. 22:50

2 Smámynd: Björn Birgisson

Mistök og klúður skipta engu máli hér á landi. Fólk biðst bara afsökunar, án þess að meina það, eða bara sleppir því, og heldur svo sínu striki. Sjáið bara Árna Johnsen!

Björn Birgisson, 17.2.2009 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 84001

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband