Það er í lagi að skíta á gólfið af því að aðrir hafa gert það !

Óskar Bergsson skildi ekki eða vildi ekki skilja spurningu Þóru Arnósdóttur Kastljósspyrjanda í kvöld.

Þegar hún spurði hann um hvar siðferðimörk hans lægju eiginlega. Hann snéri bara upp á sig og sýndi þennan einstaka hoka og yfirgang, hann reyndi hvað eftir annað að taka stjórnina á þættunum yfir

Hvort honum findist eðlilegt að bjóða samflokksmönnum í Framsóknarflokknum til fundar og veislu á kosnað Reykvíkinga. það fannst honum greinilega í lagi.

Hann segir að Vinstrihreyfingin grænt framboð hafi haldið svipað boð árið 2004 þar sem 30-40 sveitarstjórnarmönnum flokksins hafi verið boðið í álíka boð. Hann hafi því talið sig vera í fullum rétti áður en hann hélt boðið og telur að svo sé enn.

Það er sem sagt í lagi að skíta á gólfið af því að aðrir hafa gert það.

Það er kannski við hæfi að minna á það að í Borgarstjórnarkosningum 2006 bauð Óskar Bergsson sig fram í 1-3 sæti í Reykjavík og lenti í þriðja sæti eftir að Anna Kristinsdóttir hafnaði öðru sætinu.

Ferill Óskars Bergssonar er frekar illa lyktandi finnst mér,árið 2002 réð Borgarfulltrúi Framsóknar Sigrún Magnúsdóttir, Óskar Bergsson í úttekt á einsetningu grunnskólans og síðar í eftirlitsverkefni hjá byggingardeild Reykjavíkurborgar án þess að þessi störf væru auglýst, hægt er að minnast að komu hans að málefnum Faxaflóahafna 2006 þar sem hann sat beggja vegna borðsins, kúvendingu í flugvallarmálinu eftir kosningar, hnífasettamálið innan Framsóknarflokksins 2008,  og fl.og fl. það er bara styklað á örfáum atriðum.

Það voru þeir félagar Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson og Gísli Martein Baldursson sem sammþykktu veisluhöld Óskars Bergssonar fyrir flokksfélaga sína í nóv 2008. Sem Reykvíkingar þurftu að borga 90.000 krónur veit ekki hvort það er satt, einhver sagði í dag á einhverjum miðlinum að þetta hefði kostað 300.000 kr.

Þetta fannst og finnst Óskari Bergssyni bara allt í lagi,

Þó efnagahgshrunið væri komið og umræðan í þjóðfélaginu kallaði á algjöran sparnað.

Svo er þessi maður búinn að bjóða sig fram, maður sem Reykvíkingar höfnuðu í síðustu kosningum.

Nei sumir skilja ekki að þeirra tími er liðinn og kemur ekki aftur.

Þetta finnst mér.


mbl.is Vill að Óskar Bergsson segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

algerlega sammála þér

Óskar Þorkelsson, 17.2.2009 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 84371

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband