17.2.2009 | 21:42
Það er í lagi að skíta á gólfið af því að aðrir hafa gert það !
Óskar Bergsson skildi ekki eða vildi ekki skilja spurningu Þóru Arnósdóttur Kastljósspyrjanda í kvöld.
Þegar hún spurði hann um hvar siðferðimörk hans lægju eiginlega. Hann snéri bara upp á sig og sýndi þennan einstaka hoka og yfirgang, hann reyndi hvað eftir annað að taka stjórnina á þættunum yfir
Hvort honum findist eðlilegt að bjóða samflokksmönnum í Framsóknarflokknum til fundar og veislu á kosnað Reykvíkinga. það fannst honum greinilega í lagi.
Hann segir að Vinstrihreyfingin grænt framboð hafi haldið svipað boð árið 2004 þar sem 30-40 sveitarstjórnarmönnum flokksins hafi verið boðið í álíka boð. Hann hafi því talið sig vera í fullum rétti áður en hann hélt boðið og telur að svo sé enn.
Það er sem sagt í lagi að skíta á gólfið af því að aðrir hafa gert það.
Það er kannski við hæfi að minna á það að í Borgarstjórnarkosningum 2006 bauð Óskar Bergsson sig fram í 1-3 sæti í Reykjavík og lenti í þriðja sæti eftir að Anna Kristinsdóttir hafnaði öðru sætinu.
Ferill Óskars Bergssonar er frekar illa lyktandi finnst mér,árið 2002 réð Borgarfulltrúi Framsóknar Sigrún Magnúsdóttir, Óskar Bergsson í úttekt á einsetningu grunnskólans og síðar í eftirlitsverkefni hjá byggingardeild Reykjavíkurborgar án þess að þessi störf væru auglýst, hægt er að minnast að komu hans að málefnum Faxaflóahafna 2006 þar sem hann sat beggja vegna borðsins, kúvendingu í flugvallarmálinu eftir kosningar, hnífasettamálið innan Framsóknarflokksins 2008, og fl.og fl. það er bara styklað á örfáum atriðum.
Það voru þeir félagar Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson og Gísli Martein Baldursson sem sammþykktu veisluhöld Óskars Bergssonar fyrir flokksfélaga sína í nóv 2008. Sem Reykvíkingar þurftu að borga 90.000 krónur veit ekki hvort það er satt, einhver sagði í dag á einhverjum miðlinum að þetta hefði kostað 300.000 kr.
Þetta fannst og finnst Óskari Bergssyni bara allt í lagi,
Þó efnagahgshrunið væri komið og umræðan í þjóðfélaginu kallaði á algjöran sparnað.
Svo er þessi maður búinn að bjóða sig fram, maður sem Reykvíkingar höfnuðu í síðustu kosningum.
Nei sumir skilja ekki að þeirra tími er liðinn og kemur ekki aftur.
Þetta finnst mér.
![]() |
Vill að Óskar Bergsson segi af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Umræðan, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 21:51 | Facebook
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
-
annaeinars
-
arikuld
-
arndishauks
-
utvarpsaga
-
reykur
-
kaster
-
birgitta
-
gattin
-
brylli
-
dansige
-
danth
-
egvania
-
finni
-
gelin
-
gudbjorng
-
straumar
-
hallkri
-
heidistrand
-
hlf
-
heimssyn
-
snjolfur
-
don
-
fridust
-
jakobjonsson
-
jenje
-
jon-o-vilhjalmsson
-
prakkarinn
-
juliusbearsson
-
larahanna
-
veffari
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
svarthamar
-
skari60
-
fullvalda
-
nimbus
-
sigurjonth
-
tara
-
vga
-
thj41
-
heilsa
-
kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
algerlega sammála þér
Óskar Þorkelsson, 17.2.2009 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.