Ég hélt að Ólína Þorvarðardóttir hefði verið að boða nýja tíma !

Þvílík vonbrigði það eru að Ólíina Þorvarðardóttir sem hefur verið einn harðasti gagnrínandi á ríkistjórn Samfylkingar og Sjálfstæðismanna og safnaði  rúmlega 7000 undirskriftum manna og kvenna, ásamt hópi annara manna í Nýju Lýðveldi að undanförnu.

Skuli nú ákveða að beina kröftum sínum að  einum fjórflokknum sem haldið hefur um taum spillingarinnar undanfarin misseri.

Þessi flokkur sem alls ekki vill kynjajafnrétti í prófkörum Samfylkingarinnar.

Virðist heilla Ólínu Þorvarðardóttur

Og nú er bara  að gefa Nýtt Ísland upp á bátinn. Því ekki getur hún setið við öll borð.

 En á vefsíðu Nýtt Ísland  segir m.a. um okkur:

Að þessari undirskriftasöfnun stendur hópur Íslendinga sem telur brýnt að hefjast nú þegar handa við að endurreisa traust í þjóðfélaginu og efla virðingu fyrir reglum lýðræðis og grundvallarstofnunum samfélagsins.

Fólkið í landinu þráir nýtt upphaf og nýjar leikreglur ásamt endurreisn þeirra gilda sem þjóðin hefur um aldir lagt rækt við, gilda á borð við heiðarleika, samvinnu, ábyrgð og jöfnuð.Við viljum með þessu framtaki mynda þverpólitíska breiðfylkingu um þau markmið sem koma fram í áskoruninni til forseta og Alþingis. Hópurinn er óháður öllum stjórnmálaframboðum og hagsmunaöflum.  Njörður P. Njarðvík,Ólína Þorvarðardóttir,Tryggvi Gíslason,Birgir Björgvinsson,

Kári Magnússon.

Þetta að vera óháður öllum stjórnmálaframboðum og hagsmunaaðilimu finnst mér hafa skolast eitthvað til hjá Ólínu

Ég stóð í þeirri meiningu að þetta afl ,Nýtt Lýðveldi ætlaði að standa fyrir utan hina fefðbundu stjórnmálaflokka og koma hinum fersku hugmyndum áfram í gegnum væntanlegt Stjórnlagaþing.

Nú hefur Ólína Þorvarðardóttir kosið að sameinast kosningavél Samfylkingarinnar, þannig að Nýtt Lýðveldi hefur í raun ekkert að gera með svona tækifærisinna á sínum snærum.

En auðvitað var þetta kannski fyrirsjáanlegt. Framapotarar eru margir æði slungnir.

Þetta finnst mér.

 


mbl.is Ólína ætlar í prófkjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Mér finnst einmitt æskilegt að fulltrúar Nýja Íslands komi sér inn í flokkakerfið til að geta gert byltingu á alþingi. Ég vona svo sannarlega að Ólína muni halda baráttuni áfram.

Offari, 18.2.2009 kl. 21:37

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já, hún kom mér á óvart en eins og offari bendir á þá er þetta ein leiðin eða þannig!

Arinbjörn Kúld, 18.2.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 83974

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband