Verða Dagur B Eggertsson eða Stefán Jón Hafstein næstu formenn Samfylkingarinnar ?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er hætt afskiptum af stjórnmálum frá og með landsfundi Samfylkingarinnar núna í mars. 

Hún dregur sig í hlé vegna veikinda.

Dagur B Eggertsson ætlar ekki í dag að gefa út yfirlýsingu vegna formanskjörs en hann mun  gera það á næstu dögum.

Þó er rétt að geta þess að lítill fugl hvíslaði að mér í kvöld að  Stefán Jón Hafstein sé að undir búa heimkomu og skellir sér sennilega beint í formansslaginn rétt fyrir landsfundinn.

Vegna breytra aðstæðna í Samfylkingunni.

Það þarf ekki að hafa áhyggjur af gamalmenninu Jóni Baldvini Hannibalssyni hann á enga möguleika og á náttúrulega að draga sig í hlé komi fram ný framboð og hann á eftir að gera það.

Þá er ekki gott að segja hvernig fer ef fleiri vilja bjóða sig fram.

Þetta er bara að verða spennandi.

Þetta finnst mér.


mbl.is Rökrétt að Jóhanna taki við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hættið að tala um "gamalmennið" Jón Baldvin Hannibalsson, sjötugan unglinginn að snerpu og skýrri hugsun auk reynslu og menntunar.

Churchill tók við völdum í síðara skiptið 76 ára og þegar Adenauer dró sig í hlé 87 ára tók hinn "ungi" Ludvig Erhard við og var ekki nema skugginn af þem gamla. ("Der Alte" var hann reyndar kallaður.)

Ómar Ragnarsson, 8.3.2009 kl. 23:25

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Ómar.

Já þetta er rétt hjá þér auðvitað er þetta til skammar að tala svona . En hann er samt vandræðaunglingur

Guðmundur Óli Scheving, 9.3.2009 kl. 00:14

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það er einfaldlega ekki borin nógu mikil virðing fyrir fólki á þeirri einföldu forsendu að allir eiga inni skilyrðislausa virðingu óháð aldri, stöðu, kynþætti, trú, kyni eða eignum. Fólk verður frekar að vinna sér inn óvirðingu en virðingu. Ég sé ekki betur en að Jón Baldvin sé afbragðs kandídat, enda hefur hann ómetanlega þekkingu, skýra hugsun og er laginn við að sjá hlutina fyrir sér frá mörgum sjónarhornum samtímis - það þarf fólk eins og hann, með afbragðs gagnrýna hugsun - sem hefur meiri áhuga á almannaheill en þeim hópum sem hann tilheyrir.

Hrannar Baldursson, 9.3.2009 kl. 00:37

4 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Hrannar.

Ég er ekki sammála þér að við þurfum á aðstoð Jóns Baldvins að halda núna á þessum tímapunti, hann hefur nú ekki hingað til vandað forustunni kveðjuna.

Hann hefur sjálfur manna mest stuðlað að klofningi jafnaðarmanna í gegnuim tíðina t.d. þegar Bandalag Jafnaðarmanna og Þjóðvaki fóru í sér framboð.

Skil bara ekki hvað þú ert að reyna legga út af setningu minni um "gamalmennið "

Þakka þér innlitið

Guðmundur Óli Scheving, 9.3.2009 kl. 09:07

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sæll Guðmundur Óli: Þetta var meiri almenn pæling um hvernig ég upplifi samfélagið, en ekki dómur um það sem þú varst að segja. Það má vel vera að Jón Baldvin valdi deilum, en hann gerir það þó af heilindum.

Hrannar Baldursson, 9.3.2009 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 83914

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband