Nú þegir Geir Hilmar, var hann að ljúga að þjóðinni ?

Tryggvi Þór Herbertsson fyrrum efnahagsráðunautur, fyrri ríkistjórnar sagði á Stöð 2 fyrir nokkru síðan, að hann hefði sagt Geir Hilmari frá boði breska fjármálaeftirlitsins, um að taka Iscesave reikningana í Breska lögsögu.

Það vantaði 30 miljarða tryggingu frá Landsbankanum til að gera þetta.

En Seðlabankinn neitaði Landsbankanum um þetta og knúði á með að setja  hin frægu neyðarlög svo hægt væri að rústa fjármálakerfinu og taka yfir bankana og fjármálafyrirtækin yfir.

Þá svöruðu Bretar þannig að setja á Íslendinga Hryðjuverkalög, sem ekki einu sinni fyrrverandi Seðlabankastjóri, sem hefur þó lýst því yfir að hann viti allt um þetta hrun.

Hann sá  ekki fyrir þetta rosalega gjaldþrot og keðjuverkanir sem dunið hafa yfir.

Og Geir Hilmar sagði margoft að hann hefði ekki vitað af þessum ICESAVE reikningum fyrr en löngu seinna.

Hefði ekki verið ráð fyrir Geir Hilmar að hringja í BROWN og koma þessum ICESAVE reikningum í breska lögsögu og láta afnema hryðjuverkalögin.Þegar hann vissi loksins um þessa reikninga. Og liðka fyrir þessum málum.

En Geir Hilmar sagði marg oft, að þetta væri allt í ferli og það væri verið að skoða þessi mál.

En það var í raun ekkert verið að gera. Þeir voru saman í þessari fölsku upplýsingarmiðlun, Geir Hilmar, Árni Mathiesen, Björgvin Sigurðsson, Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnasson.

Þeir voru bara að hagræða sannleikanum og þegar fréttamenn vildu fá greinarbetri svör, voru þeir kallaðir dónar og annað verra eins og allir muna.

En það verst er að ,það er að koma æ betur í ljós  að Geir Hilmar sagði þinginu ekki satt um ICESAVE reikningana og skuldir þjóðarinnar.

Vonandi krefst þingið skýringa frá Geir Hilmari Haarde.

Þetta kemur vonandi í ljós við rannsókn málsins.

Hver eiginlega tekur mark á þessum Sjálfstæðismönnum í dag ?

Eru þetta ekki þeir sem ollu mesta skaðanum í öllu hruninu ?

Þetta finnst mér.


mbl.is Skuldir þjóðarbúsins meiri en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Heiðar Eiríksson

Ekki gleyma því að Björgvin og Solla voru þarna líka og þau eru í Samfylkingunni enn ekki satt ??

Hilmar Heiðar Eiríksson, 10.3.2009 kl. 08:36

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Hilmar.

Já slitu þau ekki samstarfinu einmitt vegna þessa, ég held það.

Guðmundur Óli Scheving, 10.3.2009 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband