Siðleysi og græðgi Sægreifa og "Auðmanna" er bara lögreglumál !

Stjórnendur  HB  Granda telja sjálfsagt að úthluta sjálfum sér 184 miljónir króna í arð.

Frá þessu er sagt á visir.is

En fengu verkaðlýðsfélögin til að falla frá kauphækkun verkafólks til að koma á móti Atvinnurekendum vegna fjármálakreppunar og vanda fyrirtækja í sjávarútvegi.

Hver anskotinn er að gerast ,kunna menn ekki að skammast sín, þessir stjórnarmenn HB Granda eru ekki alveg á flæðiskeri staddir eins og Árni Vilhjálmsson, Kristján Loftsson og Ólafur Ólafsson.

Skammist ykkar og látið þessa ákvörðun ganga til baka og standið við kauphækkanir við starfsfólk ykkar.

En rifja má upp að HB Grandi er búinn að hirða meginhluta af öllum kvóta landsins til sín í gegnum árin.

Ég segi nú er nóg komið Steingrímur Sigfússon taktu allan kvóta úr ríkisbönkunum og af sægreifunum og ríkisvæðið allan kvótan og breytið lögum þannig að kvótanum verði úthlutað til byggðalagana.

Færið kvótan til þjóðarinnar aftur. Stoppum þessa spillingu og siðleysi.

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála þér

Óskar Þorkelsson, 13.3.2009 kl. 23:52

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ekki minnkar þessi atburður áhersluna á þá kröfu að allar veiðiheimildir liggji hjá ríkisvaldinu. Þ.e.a.s. hjá þjóðinni.

Stóri valdaflokkurinn vill auðvitað hafa þetta með þessum hætti.

Vert er að skoða það hvernig þessi fyrirtæki færa sig til, milli landshluta. Fyrirtækin kjósa að starfa þar sem verkalýðurinn stendur veikastur fyrir.

Kristbjörn Árnason, 14.3.2009 kl. 10:40

3 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Kristbjörn.

Þetta er bara rosalegt og frambjóðendur stóru flokkana þegja bara þunnu hljóði.

Guðmundur Óli Scheving, 14.3.2009 kl. 11:13

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er vert að skoða vel pistilinn sem Helgi Áss Skrifaði um veiðiheimildirnar í Fréttablaðið. Þar má sjá hversu nauðsynlegt aþð er að veiðiheimildirnar og aðrar auðlindir þjóðarinna séu örugglega á höndum þjóðfélagsins og hvers vegna stóri Blakkur vill engar breytingar á stjórnarskrá.

Kristbjörn Árnason, 14.3.2009 kl. 12:24

5 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll kristbjörn.

Þakka þér þessa ábendingu.

Guðmundur Óli Scheving, 14.3.2009 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 83917

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband