Ætlar verklýðshreyfinginn og ASÍ bara að horfa á verkafólk niðurlægt ?

Verkalýðshreyfingin gekk fram fyrir skjöldu eftir efnahagshrunið og samþykkti að fresta launahækkunum verkafólks meðan fyrirtæki kæmust upp úr erfiðleikum og kreppu.

En þá ákveða stjórnendur eins stærsta útgerðarfélags landsins að greiða sér arð upp á 150 miljónir króna.

Ég hef ekki séð eitt einasta orð um þessi mál frá ASÍ forustunni,Aðeins formaður verklýðsfélags Akranes hefur tjáð sig um þetta.

Stjórnarmenn hjá  HB Granda neita að tjá sig og Kristján Loftsson sem er einn stjórnarmanna bara skellti á fréttamann þegar hann var spurður út í þessar greiðslu,

En er ekki nýbúið að rétta þeim manni möguleika upp á hundruðir miljóna króna með hvalveiðum ?

Nei nú verða bara stóru fyrirtækin og þar með HB Grandi að hækka laun starfsfólks síns og standa við alla samninga.

Svo er hægt að skoða hvað fyrirtækið skuldar og  eftir að búið er að greiða skuldir og laun er hægt aðskoða hvort einhver ástæða er til arðgreiðslna.

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæl Sigurbjörg.

Það líst mér vel á.

Fleiri ættu að fara þína leið.

Það þarf ekki alltaf potta og pönnur.

Verkalýðshreyfingin er eitt magnaðsta afl sem til er sé það notað.

Þetta finnst mér.

Guðmundur Óli Scheving, 15.3.2009 kl. 00:50

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Þetta sýnir okkur hversu allsráðandi siðblindan er orðin, svo ekki sé minnst á hrokann og lítilsvirðinguna við verkafólkið sem í raun heldur öllu gangandi. Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 15.3.2009 kl. 18:46

3 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Þráinn.

Já og þetta bara versnar, í dag náðist í stjórnarformann HB Granda út í í Chíle og taldi hann um mjög hófsama arðgreiðslu að ræða.

UBS.. er ekki einmitt þín orð orðin að sannleik....um þessa menn.

Guðmundur Óli Scheving, 15.3.2009 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband