Ég fékk 850 miljónalán sem ég þarf ekki að borga..ha.ha..ha !!!!

Forsíða DV segir okkur í dag frá ævintýralegri siðspillingu Finns Sveinbjörnssonar bankastjóra, þegar hann segir það var annar taktur og hugsanaháttur þegar þetta gerðist. Og í dag stjórna ég banka ha. ha. ha.

Hann er að gera það sama aftur hann er að veita kúlulánafyrirtækjunum og þeim sem tóku kúlulánin endanlausar afskriftir.

Afhverju var ekki öllum boðin kúlulán Finnur ? Afhverju bara einhverjum útvöldum ?

"Eignarhaldsfélag í eigu Finns Sveinbjörnssonar, þáverandi bankastjóra Icebank og núverandi bankastjóra Kaupþings, fékk 850 milljóna króna kúlulán frá nokkrum bönkum til að kaupa hlutabréf í Icebank árið 2007. Finnur seldi félagið þegar honum var sagt upp störfum sem bankastjóra Icebank í árslok 2007. Tæplega 16 milljóna króna skuld vegna vaxtakostnaðar var skilin eftir inni í félaginu.

Finnur staðfestir þetta í samtali við DV. Kúlulánið fékk hann frá SPRON, BYR, Sparisjóðnum í Keflavík og Sparisjóð Mýrarsýslu, að sögn Finns. Hann segir að SPRON og BYR hafa verið stærstu lánveitendurna á bak við kúlulánið en sparisjóðirnir tveir seldu samtals rúmlega 45 prósent hlut sinn í bankanum þegar Finnur fékk kúlulánið. Hluti þessa eignarhluta var seldur til Finns og annarra lykilsstjórnenda í Icebank.

Aðspurður hvort Finnur myndi þiggja slíkt tilboð ef það stæði honum til boða í dag segir bankastjórinn að hafa megi margar skoðanir á slíkum viðskiptum. „Ég myndi sennilega hugsa mig vandlega um ef mér byðist að kaupa hlutabréf í fjármálafyrirtæki núna því það er svo mikil óvisa á fjármálamörkuðum,“ segir Finnur. Svo segir Finnur um lánið: „Við getum alveg verið hreinskilnir við hvor annan. Auðvitað hefur margt breyst í þjóðfélaginu: Stemningin, viðhorf og gildismat í samfélaginu er öðruvísi en áður. Ég held að við getum bara horft í eigin barm og viðurkennt hreinskilningslega að við hugsum öðruvísi og metum hlutina öðruvísi heldur en var,“ segir Finnur."

 Þetta er bara siðleysi og ekki í takt við það sem stefna ríkistjórnarinnar stendur fyrir.

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Djöfullinn sjálfur, ég hef oft fengið kúlu á hausinn og það án þess að biðja um það.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.3.2009 kl. 21:59

2 Smámynd: Benedikt Kaster Sigurðsson

Ég ætla að hringja í Finn á morgunn og biðja hann um kassalán.  Hverslags siðleysi er þetta?  Eru bara allir sem störfuðu í þessum bönkum og höfðu einhver völd spilltir??  Það er ljótt ef ég þarf að fara að stýra banka:)

Kveðja Benni

Benedikt Kaster Sigurðsson, 18.3.2009 kl. 23:50

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Gæti ég ekki fengið smá "niðurfellingu " á Íbjóðasjóðsláninu mínu?

Þráinn Jökull Elísson, 20.3.2009 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 84371

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband