Geir Hilmar mígur upp í vindinn og stendur í vindáttinni !

Geir Hilmar Haarde telur upp á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins þau mistök sem hann og Sjálfstæðisflokkurinn gerðu í átján ára sjálftökugræðgi og einkavinavæðingu samflokksfélaga hans.

En auðvitað var meiri parturinn af þessari ógjæfu Sjálfstæðismanna, Framsóknarflokknum að kenna …

Halló Geir Hilmar Haarde hefur þú ekkert lært, ertu ekki í sama landi og við hin eða hvað ?

Hann bað Sjálfstæðismenn afsökunar á mistökum sínum og var þá klappað rosalega.

En það þarf ekki að biðja þjóðina afsökunar….nei hún skilur ekki svona flokksvinahjal.

Háværar raddir alstaðar úr þjóðfélaginu voru um að mynduð yrði þjóðstjórn en það var einmitt Geir Hilmar Haarde sem  sagði að slíkt kæmi ekki til greina.

Geir Hilmar Haarde stóð glaðbeittur að einkavinavæðingunni.

Ég axla mína ábyrgð segir hann en hvaða ábyrgð er hann að axla spyr ég hann er ekki að gera neitt nema tala.

Hann hættir í stjórnmálum einungis á sínum eigin forsentum og er bara að axla ábyrgð sina gagnvart fjölskyldunni.

Þessi landsfundarræða Geirs Hilmars Haarde var eitt mesta bull og þrugl sem maður hefur heyrt lengi og er bara svört fjöður í slóð Geirs Hilmars Haarde.

Þjóðin bíður enn eftir að Sjálfstæðisflokkurinn biðji þjóðina afsökunar á þessum málum sem búin eru að koma Íslandi í gjaldþrot.

Annars er þetta bara lögreglumál finnst mér.

Það er þess vegna mjög við hæfi að sýna Kardimommubæinn (Reykjavíkurbæinn) núna en Sjálfstæðisflokkurinn er einmitt einn af tákngerfingum þess bæjar sem einn af ræningjunum.

Þetta finnst mér.


mbl.is Mistök gerð við einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband