Þar hefur þú það Sigmundur Davíð !

Reiknimeistarar Seðlabankans komast að þeirri niðurstöðu um 20 % niðurfellingu skulda sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Framsóknarflokkurinn laggði til, er ekki raunhæf tillaga vegna kosnaðar sem slíkt hefur í för með sér.

Þetta er alveg í anda þess sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði reiknað út og tjáð sig um fyrir stuttu.

Það virðist vera að þessar tillögur Sigmundar Davíðs og Framsóknarflokksins hafi verið búnar til í örvæntingu og hennt fram án þess að forsentur fyrir tillögunum hefðu einhverja innistæðu.

Það er ekki furða að fylgi við Framsóknarflokksins hrynji og er bara vel, þegar fram koma bullukollar og tilllögur í þeim anda sem við erum búin að sjá í fari Framsóknar í gegnum tíðina.

Og maragr hverjar hafa tillögur Framsóknarmann leitt okkur einmitt á þann stað sem við erum á í dag.

Ég segi ekki meiri framsókn takk.

Þetta finnst mér.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Guðmundur Óli,

ætla gömlu lýðskrumstaktar Framsóknarflokksins ekkert að virka í ár. Þessi hugmynd var sérsniðin fyrir stóreignamennina í ættinni. Mér sýnist að það sé að fæðast nýtileg hugmynd. Eihver blanda af Lilju Mós. og nýjar Seðlabankakúnstir.

Kristbjörn Árnason, 28.3.2009 kl. 15:50

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Kristbjörn.

Því miður vinur ,er sama Framsóknarfjósið og áður með sömu nautunum á básunum, þó reynt hafi verið að yngja upp í kvígu - og kálfahópnum.

Þá eru sömu fjósamenn og áður sem öllu ráða  og ekkert skilja.

Guðmundur Óli Scheving, 28.3.2009 kl. 17:27

3 Smámynd: Jón Finnbogason

Rétt hjá þér, skulum trúa Seðlabankanum og Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum í blindni. Enda hafa þeir alltaf rétt fyrir sér, er það ekki?

20% niðurfelling gæti hjálpað stóreignamönnum, en auðvelt er að setja hámark til að fyrirbyggja misnotkun ef við höfum tíma til að bíða. Það góða við þessa niðurfellingartillögu og allar hinar tillögur frá Framsóknarflokknum er nefnilega það að hægt er að vinna þær áfram í stað þess að setjast bara útí horn og væla.

Pólítík er að miklu leyti samræðan í kringum málefnin, en það hefur því miður snúist uppí andhverfu sína. Við skulum ekki vera partur af vandanum, fjöllum frekar um málefnin.

Jón Finnbogason, 28.3.2009 kl. 18:24

4 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Jón.

Það er að svo skrítið finnst þér ekki að enginn vill kaupa þetta hjá ykkur Framsóknarmönnum.

Heldur þú að það geti verið að menn séu fastir í einhverju sem menn sjá ekki .....núna

Guðmundur Óli Scheving, 28.3.2009 kl. 19:44

5 Smámynd: Jón Finnbogason

Þó mér finnist eðlilegt að fólk tortryggi flokkinn og hugmyndirnar, finnst mér ástæðurnar sem fólk gefur afar skringilegar.

Svo er eðlilegt að við sjáum ekki eitthvað sem ekki hefur gerst. Enginn hefur neina hugmynd um hvað muni gerast og sýna sig seinna, en það er hægt að ræða það fordómalaust.

Ég er fyrst og fremst að kalla á málefnalega umræðu, ef þú veist eitthvað sem ég veit ekki endilega segðu mér það. Í stað þess að tala undir rós eins og stjórnmálamaður.

Jón Finnbogason, 29.3.2009 kl. 12:02

6 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Jón.

Ég held bara að í raun sé málið að öflin innan Framsóknarflokksins eru að togast á og þess vegna eru alltaf annað kastið að koma fram alskonar hugmyndir.

Hefur ekki einmitt út af þessum flata niðurskurðar hugmyndum um 20% ,horfið á braut úr flokknum frábærir einstaklingar sem villja ekki leggja lag sitt við slíkan málflutning , eða ESB.

Þar sem flokkseigendafélagið er með undirtökinn í flokknum.

Þegar maður er að velta fyrir sér málefnum Framsóknarflokksins og talar um þau það er ekki hægt að gera það nema undir rós, þar sem maður veit eiginlega ekki stefnu þess flokks.

Það finnst mér.

Þakka þér innlitið

Guðmundur Óli Scheving, 29.3.2009 kl. 20:50

7 Smámynd: Jón Finnbogason

Það sér hver maður að flokkseigendafélagið og þeirra skósveinar hafa að mestu gengið úr flokknum, 20% tillagan notuð sem tylliástæða. Steingrímur Sævarr Ólafsson og Pétur Gunnarsson þar mest áberandi nýverið.

En þú vilt endilega tengja flokkseigendafélagið við nýja forystu, þó það eigi ekki við rök að styðjast.

Að sjálfssögðu koma nýjar hugmyndir með nýju fólki, menn eru að fóta sig í nýjum hlutverkum og kannski virðist stefnan vera hálf ósögð. Úr því þarf að bæta. Sjálfur sé ég svo ekki skarandi hugmyndir koma útúr flokknum, þú kannski ert með dæmi?

Jón Finnbogason, 29.3.2009 kl. 23:01

8 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Jón.

Flokkseigendafélagið er rosalega sterkt í Framsóknarflokknum og mikið til hægri, sjáðu bara hvernig hrossakaupin á vegum Framsóknar í Borgarstjórn Reykjavíkur, OR og  REI er að fara og hafa farið. 

Þar hrakti flokkseigendafélaið Önnu Kristinsdóttur í burtu. Og nú situr þar maður í anda stefnu Flokkseigendafélagsins.

Það er ekki rétt hjá þér fyrst þú ert að nafngreina menn að flokkseigendafélagið skipi  eingöngu tvo umrædda menn.

Það er sko fjöldi manns í þessu félagi.

Þar er fremstur í flokki bakvið tjöldinn t.d. Alfreð Þorsteinsson.

En ekki máttu gleyma því að flokkseigendafélagið tók yfir á mjög svo dramtískum fundi fyrir nokkru síðan og hrakti úr formennsku flokksins Guðna Ágústsson.

Þá fór Bjarni Harðarsson líka en hann hafði ekki möguleika á að sitja áfram þar sem hann ætlaði að reyna að klekkja á fulltrúa flokkseigendafélagsins, honum varð ekki vært.

Þá máttu ekki gleyma hvernig Flokkseigendafélagið með Halldór Ásgrímsson í fararbroddi, er búið að koma fram við Siv Friðleifsdóttur t.d. með því að taka væntanlegan erfðaprins Árna Magnússon framfyrir, prins sem síðan vildi ekkert með Framsóknarflokkinn hafa.

Ekki gleyma að nokkrir Framsóknarmenn sem hafa ætlað að bjóða sig fram fyrir flokkinn núna, hafa hætt við framboð og gengið til liðs við aðra flokka.

Nei Jón  ég sé ekki að Framsóknarflokkurinn hafi neitt nýtt til málana að leggja og mun trúlega bíða sögulegt afhroð í næstu kosningum.

Það er ekki nóg að setja fram nýjar strengjabrúður sem dansa í takkt við liðna tíð.

Þakka þér innlitið

Guðmundur Óli Scheving, 30.3.2009 kl. 09:50

9 Smámynd: Jón Finnbogason

Já:) Öll dæmin sem þú nefnir eru partur af fortíðinni og eiga strangt til tekið ekki við um það fólk sem er í framboði nú. En ég skil vel að þú sért reiður, við eigum að gera meiri kröfur til Framsóknarflokksins en annarra flokka. Ef þú skoðar málin fordómalaust sérðu samt að allt stefnir þetta í rétta átt hjá flokknum. Þrátt fyrir mikil skipbrot og mistök í fortíðinni.

Ég nefndi tvo menn sem dæmi, ég sagði ekki að þeir skipuðu heila klabbið, það eru þín orð. Skil reyndar ekki hvernig þú réttlætir þá tengingu.

Jón Finnbogason, 30.3.2009 kl. 10:52

10 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Jón.

Það þarf að klára fortíðina.

Við komumst sennilega ekki lengra með þetta, þú ert í svo bullandi afneitun, með fortíðina hjá Framsóknarflokknum, sem alstaðar annarstaðar er verið að gera upp.

Að ég get ekki  annað en byrjað að endurtaka allt sem ég hef verið að segja.

Hvernig væri að klára fortíðina og velta öllum steinunum við. Þar sem Framsóknarflokkurinn hefur komið að málunum  oft sem leiðandi afl eða hækja Sjálfstæðisflokksins.

Hver ber t.d. ábyrgð á kvótakerfisruglinu hver var kvótaráðherra þá ?

Hverjir bera ábyrgð á einkavinavæðingunni ?

Hverjir bera ábyrgð á Álveraskandalinum og virkjanabullinu ?

Hverjir bera ábyrgð á sölu Bankana til vina og vandamanna ?

Hvar eru peningarnir fyrir síman í hvað hafa þeir eiginlega farið ?

Hverjir bera ábyrgð á 90 % lána ruglinu í 'ibúðalanasjóði  á sínum tíma?

Hverjir gerðu Ísland að ríki hinna staðföstu þjóða, sem réðust síðan á annað ríki ?

Hverjir standa í vegi fyrir eðlilegri samkeppni á landbúnaðarvörum ?

Það er ekki hægt að skoða málin fordómalaust, það hefur ekkert verið leiðrétt ennþá af hálfu Framsóknarflokksins.

Heldur þú virkilega Jón að þið væruð ekki á rosalegu flugi en þið eruð það ekki fólk kaupir ekki þessa nýgræðingsstefnu ykkar, það sína bara skoðanakannanir.

Ég þarf ekki að réttlæta eitt eða neitt það er þitt að skoða ofan í ranninn á Framsóknarflokknum.

Kveðja

Guðmundur Óli

Guðmundur Óli Scheving, 30.3.2009 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband