Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki greitt styrkina til baka !!!!

Hann kvað sér hljóðs formaður Sjálfstæðisflokksins og sagði digurbarkalega við greiðum þessa styrki til baka. Þetta er bara í anda þess sem hann hefur gerst sekur um síðan hann varð formaður Sjálfstæðisflokksins. Alskonar yfirlýsingar sem hann hefur síðan þurft að éta ofaní sig.

Ef sjálfstæðismenn  ætla sér að greiða FL group og Landsbanka til baka sömu fjárhæð og þeir fengu í styrki frá flokknum í árslok 2006 þurfa þeir að greiða í kringum sjötíu milljónir króna. Vegna þess að verðbólgan hefur verið það mikil frá því að hinir umdeildu styrkir voru veittir að verðbæturnar nema um fjórtán milljónum króna.

 Styrkirnir voru í upphafi 55 milljónir króna, 30 milljónir frá FL group og 25 milljónirfrá Landsbankanum. Neysluverðsvísitalan mælir verðbólgu, stóð í 266,2 í desember 2006.

Í síðasta mánuði var hún komin í 334,5. Flokkurinn þyrfti því að endurgreiða FL group 37,7 milljónir og Landsbankanum 31,4 milljónir króna ef  fyrirtækjin fengju sömu verðmæti til baka.

Í heildina yrði  þetta 69 miljónir ekki 55 miljónir.

Og nú er þetta þanning að þessir peningar eru ekki til, en senni lega er verið að leita eftir einhverju kúluláni til að fjármagna þetta aftur.

 En Bjarni Benediktsson talar í gátum vill ekki upplýsa hver gekk erinda Sjálfstæðisflokksins fyrir þessum styrkjum... en segir að Guðlaugur Þór eigi eftir að gera betri grein fyrir þessum hlutum.

Já nú er það bara spurning hverjir falla með Guðlaugi Þór sem hin nýji formaður er búinn að segja óbeint að þurfi að axla ábyrgð.

En var ekki fyrrverandi forsetaráðherrafrú í stjórn Fl- group 2006 ?

Og fleiri lykil menn í Fl-group innvílaðir í Sjálfstæðisflokkinn ?

Þetta er bara alltaf að verða betra og betra eftir því sem nær degur kosningum.

Þetta finnst mér.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Um spillinguna hefur maður vitað í mörg ár og því er alveg einstaklega ánægjulegt að hún komi svona glögglega upp á yfirborðið þannig að fólk fari að opna augun og sjá fyrir hvað SjálfstæðisFLokkurinn stendur.

Það verður að viðurkennast að ég hef gaman af óförum þeirra. 

Anna Einarsdóttir, 11.4.2009 kl. 10:49

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Meira fjör - meira fjör.

Arinbjörn Kúld, 11.4.2009 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband