Kúkarnir í bankalauginni !!

Í helgarblaði DV. og á Dv.is er sagt frá hvernig þetta bankastjóralið sleppur undan mörg hundruð miljónum króna skuldbindingum. Og fá að starfa áfram á ofurlaunum sem bankastjóri.

Eigendur fárfestingarbanka og fjárfestingafélaga flýja land og fela sig, einn í Noregi, nokkrir í London, í Rússlandi og einhverjir eru komnir með sitt til Kína.

Ég ætla að birta lítið dæmi úr DV. Ég skora á fólk að ná sér í helgarblað DV.

"Í lok mars árið 2007 var Kauphöllinni tilkynnt um viðskipti tveggja fruminnherja hjá Glitni sama dag. Helgi Anton Eiríksson, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs, og Birna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, höfðu nýtt sér kauprétti. Hafði Helgi keypt fyrir 211 milljónir en Birna fyrir 185 milljónir króna.

Eins og frægt er orðið urðu „tæknileg mistök“ til þess að kaup Melkorku ehf., félags Birnu, gengu aldrei eftir. Hins vegar gengu kaup félags Helga sem heitir Krem ehf. eftir. Samkvæmt ársreikningi Krems ehf. fyrir árið 2007 var tap félagsins þá 62,4 milljónir króna.

Samkvæmt ársreikningi Krems ehf. fyrir árið 2007 sést að skuldir eru skráðar 238 milljónir króna. Á þeim tíma sem lánið var tekið stóð gengisvísitalan í 120 stigum. Hún stendur nú í 225 stigum og því má áætla að skuldir Krems ehf. séu núna 445 milljónir króna."

Ef kaup Birnu hefðu gengið eftir má áætla að skuld hennar vegna þeirra hefði verið 208 milljónir í lok árs 2007. Miðað við núverandi gengi skuldaði Birna nú bankanum 390 milljónir króna.

Samkvæmt ársreikningi Melkorku ehf., sem var ekki skilað inn fyrr en í september 2008, er félag hennar skuldlaust. Skráð hlutafé er 500 þúsund krónur sem er lágmarksupphæð við stofnun einkahlutafélags. KPMG er endurskoðandi Melkorku ehf.

Í yfirlýsingu sem Birna sendi frá sér í lok október á síðasta ári sagði hún að Glitnir hefði boðið sér fimm ára kúlulán fyrir kaupunum. Það hefði átt að greiða með einni greiðslu árið 2012. Að sögn Birnu óskaði hún eftir atkvæðisrétti á aðalfundi Glitnis í febrúar 2008. Þá kom í ljós að engin hlutabréf voru skráð á félag Birnu. Þegar Birna óskaði eftir atkvæðisrétti á aðalfundi Glitnis höfðu bréf hennar sem hún keypti á 184 milljónir króna lækkað um tæp 30 prósent. Verðmæti þeirra hafði því rýrnað um 55 milljónir króna."

Af hverju er þetta fólk ekki sett í farbann eða bara lokað inni, af hverju er þetta fólk ekki látið sæta ábyrgð ?

Af hverju er ekki bankalaugin hreinsuð ?

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Afar góð færsla. Bloggið er dómstóll götunnar. Haltu áfram!

Björn Birgisson, 1.5.2009 kl. 00:28

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Björn.

Þakka þér.

Guðmundur Óli Scheving, 1.5.2009 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 83891

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband