Skilanefndirnar mjólka ríkisspenan rosalega !

Það eru 15 sérfræðingar í gömlu skilanefndunum sem eru að rukka okkur ríkið um 260 miljónir króna fyrir vinnu sína.

Sem er hver spyr ég ?

það virðist ekkert vera að gerast í þessari skipulagningu nema yfirtökur í fyrirtækjum vinsamlegar og líka fjandsamlegar.

Nú hafa eigendur stórfyrirtækis sett lögbann á fjandsamlega yfirtöku skilanefndar að mati eiganda fyrirtækisins og leitað til dómstólatil að fá úrskurð.

Ég hef marg oft skrifað um að það eigi að leysa upp skilanefndir Sjálfstæðisflokksins í bönkunum, það er nú að koma í ljós að þessar skilanefndir draga lappinar í allri skipulagningu og eru bara að  sanka að sér fyrirtækjum allavega stöddum og virðast hafa það að markmiði rústa þjóðfélaginu enn þá betur .

Mér finnst þeir vera að grafa undan möguleika ríkistjórnarinnar, Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins  að ná þeim árangri sem þessir aðilar vinna að.

Bara að sjá framkomu Sjálfstæðismanna á Alþingi undanfarið er bara sama skógfarið og hjá skilanefndunum.

Svo á eftir að koma reikningur til okkar fyrir alla þá fjölmörgu sem vinna fyrir skilanefndirnar hérlendis og erlendis. Sem ekki eru inn í þessum 260 miljónum.

Þetta er bara ekki í lagi á öllum þessum tíma sem liðin er veit engin af þessum sérfræðingum hvað við skuldum, engin veit hvað eignirnar erlendis eru miklar.

Engin veit eitt eða neitt. En eru samt sérfræðingar.

Ég er líka sérfræðingur ég eyði meindýrum en það er nú allt annað mál.....og ekkert skylt þessu.

Og ekki hef ég 3,5 miljónir á mánuði frá ríkinu í laun.

Var ekki um það talað að hálaunastefna yrði afnumin og hæstu laun opinberrastarfsmann yrðu aldrei hærri en laun Forsætisráðherrans.

Eitthvað er þetta ekki samkæmt því sem lofað var í kosningabaráttuni.

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það eru mikil uppgrip hjá þessum aðilum og þeir virðast hugsa um það eitt að græða sem mest sjálfir áður en allir aurar verða búnir.

Arinbjörn Kúld, 26.5.2009 kl. 23:38

2 identicon

Heilir og sælir, piltar !

Arinbjörn minn !

Það eru nú einmitt; vonarpeningar þínir, í hinni svonefndu ''Borgara hreyfingu'', hverjir lufsast hafa, til fylgilags, við þau Jóhönnu og Steingrím, (og þar með áhangendur þessa úrelta þjóðskipu lags, fyrir hverju þau fara), sem stuðla að áframhaldi þessa þáttar óskapnaðrins, hér á Fróni, ágæti drengur.

Snú; frá þinni vondu villu, óðara, og sendu þeim Þór - Birgittu - Þráni og Margréti þann tón, sem duga mætti til, að turna þeim; mögulega, frá þessu andskotans foraði, spjallvinur kær.

Góð var; þessi orðræða Guðmundar Óla - sem aðrar fyrri !

Með; hinum beztu kveðjum / norður í Eyfirðinga hérað - sem víðar um /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 01:02

3 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Arinbjörn.

Já en það eru nú ekki mikil upp grip hjá þessu fólki sem er að borga þessu liði....

Guðmundur Óli Scheving, 27.5.2009 kl. 21:09

4 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Óskar Helgi.

Í raun má segja að þau  Borgarahreyfingaröflsem á þing eru komin hafi verið annsi snögg að komast á lagið með að fljóta bara með.... sér í lagi með ríkistjórninni og verða svona óænt hækjan sem ríkistjórnina vantaði.

En ríkistjórnin þorði ekki að taka framsókn inn í kerfið hjá sér.

Það er bara svoleiðis.

Guðmundur Óli Scheving, 27.5.2009 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 84371

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband