Gunnar Birgisson og fjölskylda hafa krækt sér í tæpar 200 miljónir !

Frá því að Gunnar Birgissson settist í bæjarstjórn Kópavogs, fékk fyrrverandi fyrirtæki hans Klæðning og  fyrirtæki dóttur hans tæpar 200 miljónir króna.

Ekkert óeðlilegt við þetta segir Gunnar Birgisson, þó svo að það hafi komið í ljós, að af tugtugu og fiimm verkefnum sem Klæðning ehf  fékk hjá Kópavogsbæ voru bara tvö verkefni sett í útboð.

Það finnst Gunnari Birgisssyni eðlilegt.

Sama er upp á með fyrirtæki dóttur Gunnars en það fyrirtæki hefur unnið fyrir bæinn ýmis verkefni án útboða.

Það finnst Gunnari Birgissyni eðlilegt.

Síðan eru ýmis verkefni sem dóttirin vann fyrir LÍN þegar Gunnar Birgisson var þar einn af almönnunum hjá þeirri stofnun.

Ekkert útboð var gert þar.

Það finnst Gunnari Birgissyni eðlilegt.

Svo var haldinn fundur í einkavina Sjálfstæðisfélaginu í Kópavogi á dögunum og flokksskrípin féllu að fótum Gunnars Birgissonar  og hrópuðu...nornaveiðar...kommar.....Gunnar er bestur...Gunnar er bestur......

Og Framsóknarhækjan sem myndar meirihluta með Gunnari Birgissyni og félögum, treður pólitískan marvarða og getur ekki eða þorir ekki að slíta samstarfinu.

Nei valdagræðgin hjá Framsókn er sterkari en svo að siðleysi Bæjarstjórans ýti við einhverju siðferði hjá Framsókn.

Þetta er nú enn ein spillingarmyndin sem þessir tveir flokkar sýna af sér.

Finnst mönnum ástæða til að styðja svona rotin apparöt t. í næstu kosningum ?

Um þetta er fjallað á visir.is

Þetta finnst mér.

þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 83895

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband