Sömu aðgerðir og hjá Sjálfstæðismönnum og Framsókn !!!!

Vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur engar úrlausnir aðrar en þær sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa notað í gegnum tíðina sem aðgerðartæki í skattahækkunum og álögum á almenning.

Auðvitað vita allir að skattahækkanir eru nauðsynlegar að einhverju marki miðað við þær aðstæður sem í þjóðfélaginu eru.

En miðað við yfirlýsingar frá ríkistjórninni um að slá skjaldborg utan um heimilin, er það dálítið undarlegt að ætla að byrja á að hækka allar álögur á heimilin fyrst og slá síðan skjaldborg utan um þau.

Það er líka alvarlegt að ríkistjórnin skuli ekki hafa sett einhver tíma takmörk á skilanefndir bankana, með það að koma bankakerfinu í gang.

Það er líka rosalegt að ekki skuli vera búið að segja fólki frá því hvað Íslendingar skulda mikið.

Það er mjög alvarlegt að þeir sem mest virðast hafa spilað á þetta kerfi hafa horfið út í tómið með sennilega aurana okkar og orðsporið.

Maður hefur bara lúmskan grun um að svikamillurnar séu enn að virka.

 Það eru allir að reyna að bjarga sínu skinni, já líka skilanefndirnar.

Ég er mjög vosvikin með aðgerðir ríkistjórnarinnar, þær eru ekki í anda þess sem boðað var í síðustu kosningum.

Það er komið upp það nákvæmilega sama leyndarmakkið og hrossakaupin og hjá Sjálfstæðismönnum og Samfylkingunni og Farmsókn og núna inn á þingi  og voru áður, t.d. eins og nefndarkaupin sem fóru fram milli Borgarahreyfingarinnar og stjórnarflokkana við upphaf þings.

Það eru því geysileg vonbrigði að Ríkistjórn Vinstrimanna skuli ekki hafa getað byrjað á öðrum ráðum en þessum neysluverðhækkunum..

Hvar er t.d. peningmálastefnan, vaxtastefnan og velferðarstefna fyrir heimilin.

Jú mér finnst þessi mál vera í forgagnsröðun númer 500 og kemur ekki til framkvæmda fyrr en 2012.

Nema þessari ríkistjórn verði bara vellt úr sæti og sett verði þjóðstjórn.

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég er eiginlega sammála þér, þessi stjórn er að valda miklum vonbrigðum, er að gera illt verra með símum óráðum og þjónkun við AGS og ofuráherslu á ESB sem er ekki tímabært meðan ástandið er eins og það er.

Arinbjörn Kúld, 31.5.2009 kl. 14:58

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég mun senda gjaldþrota íslendingum baráttukveðjur í haust frá Noregi ;)

Óskar Þorkelsson, 31.5.2009 kl. 21:10

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ríkisstjórnin slær skjaldborg um bankana. Rísstjórnin slær skjaldborg um þá áætlun IMF að koma Íslandi á hnén svo auðlindirnar okkar verði ekki lengur fé án hirðis.

Árni Gunnarsson, 5.6.2009 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 83986

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband