Það stefnir í blóðbað, upplausn og mótmæli Íslendingar láta ekki nauðga sér meira !

Það voru gefin skýr skilaboð til síðustu ríkistjórnar, sem hrökklaðist frá að hún hefði klúðrað málunum.

Loforð þessarar ríkistjórnar voru meðal annars að hafa allt upp á yfirborðinu og gegnumsæi.

Afhverju er það ekki gert. Afhverju er leynd yfir öllu ?

Því var lofað að slá skjaldborg um heimilin, það gleymdist að segja að first verða það bankarnir sem verða varðir.

Og síðan þetta með einkavina fyrirtækin þar verða afskrifaðir skuldir fyrir miljarðar króna. Svo hægt sé að veita ný lán á nýjar kennitölur.

En almenningur það verður ekkert afskrifað hjá honum.

Nei þar verður bara lengt í lánnum og vextir hækkaðir. Hækkaðir vextir. Matarverð hækkað og flest gjöld sem fjölskyldur þurfa að nota í þjónustu hækkaðar.

Líf elli og oryrkja verður lagt endanlega í rúst. Lyfjaverð hækkað.

ICESAVE skal og verður að hafa forgang annars verður gengið milli bols og höuðs á Íslenskri þjóð.

Og þar sem þú nærð ekki aldri til að greiða ICESAVE lánið getur þú huggað þér við að lang-ömmu eða lang- Afa barnið þitt nær ekki heldur að greiða lánið þetta verða fimm eða sex kynslóða nauðgun.

Mestu mistök þessarar ríkistjótnar voru að setja ekki fagmenn eingögnu í samninganefndina fyrir ICESAVE.

Láta fólk eins og uppgjafa pólitíkus sem ekki hefur starfað á Íslandi áratugum saman leiða nefnd fólks sem hefur mjög litla menntun á sviði peningamarkaða, evrópurétti, viðskiptaígilda,Bankamála og alþjóðalaga til samninga við færustu lögfræðinga í Evrópu.

Það er eins og að míga upp í vindinn og fá allan óþverran á sig. En segja samt þetta er allt í lagi.

Þó kannski hafi verið möguleiki á að komast hjá mesta óþverranum.

Nei ég held að vina og kunningja hugtakið hafi verið notað í því leiðarljósi við ráningar í ICESAVE nefndina,Peningaráð Seðlabankans,Skilanefndir bankana,Hæstarétt,Fjármálaeftirlitið, Ráðuneytisstjóraana,Saksóknaraembættin.

Þetta heldur bara áfram. Það átti að hreinsa til en það er ekki gert. Þetta kemur nefnilega við svo marga háttsetta stjórnendur.

Það gætu svo margir orðið vanhæfir ef hreift er við stjórnendum í stjórnsýslunni sem er bara rotið fyrirbæri..

Spillingin nær bara að halda áfram.

Skrítið það treystir engin þessu fólki nú orðið.

Auðvitað ekki það hvílir svo rosaleg leynd yfir öllum hlutum. Og ekki staðið við eitt eða neitt.

Ekkert er gert í því að ná einhverju til baka  peningum og eignum af þessu fólki sem tók allt af Íslensku Þjóðinni.

Það eru fjöldi fasteigna til sölu núna skrásett á þetta fólk sem heldur bara áfram að braska.

Það eru minsta kosti  tvær fasteigir í London til sölu sem skráðar eru á útrásarvíkingana á 10 miljarða hvor og í New York er ein fasteign til sölu á 3- 4 miljarða náum í þessa peninga.

Vantar ekki að stoppa upp í 20 miljarða gat hjá ríkinu þarna eru 24 miljarðar eignasafn hjá þremur útrásarvíkingum.

Dótakassarnir þeirrra  sem eru faldir eru út um heiminn og taldir vera með tæki og tól, bíla, snekkjur, eyjar fyrirtæki,fasteignir að verðmætum allt að 600 - 800 miljörðum króna

ÞAÐ ÞARF AÐ SETJA Í FORGANG AÐ NÁ ÞESUM EIGNUM OG PENINGUM TIL BAKA.

Svo skulum við semja um ICESAVE.

Þetta finnst mér.


mbl.is Icesave: Útgönguákvæði ekki afdráttarlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleymum því aldrei hverjir það voru sem komu okkur í þessa stöðu. Gleymum því aldrei að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gáfu bankana í hendur fjárhættuspilurum og leyfðu þeim svo eftirlitslaust að veðsetja þjóðina. Gleymum aldrei hverjir það voru sem með heimsku sinni og barnslegri trú á frjálshyggju settu landið á hausinn.

Svo koma frammámenn úr þessum tveimur flokkum og láta mikinn, alveg eins og þeir hafi hvergi komið nálægt. þetta er kallað að kunna ekki að skammast sín. Það á reyndar við um bloggara líka sem fylgja þessum tveimur flokkum eins og um trúfélag væri að ræða. Það má velta því fyrir sér hverjir eru landráðamenn í þessu hruni öllu saman.

Valsól (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband