Froðusnakkið í almenningi !

Það var boðað til mótmælafundar á Austurvelli kl. 15:00 í dag út af ICESAVE og svikum ríkistjórnarinnar við skjaldborgina um heimilin og lausnir fyrirtækjana.

Og þar sem fólk hefur á undanförnu verið að tjá sig með óánægju sína á hinum umdeildu ICESAVE samningum.

Hélt ég að það væri einhver meining á bak við þetta.

Og tugþúsundir manna hafa skrifað undir mótmæli á Face book vegna ICESAVE.

En aðeins mill 300-500 mans mættu á fundinn samkvæmt talningu opinbera aðila ef nokkuð er að marka þá..

Og nú er að koma í ljós að það er ekkert að marka þessi mótmæli fólk  á netinu í ræðu og riti ,það er sennilega bara að þykjast, það er í raun mjög ánægt með það sem ríkistjórnin er að gera.

Því ekki vill það mótmæla þessari skuldsetningu á okkur Íslendingum um nokkra mansaldra á samstöðufundi.

Þetta var lélegt fannst mér hjá þjóðinni að mæta ekki fleiri á fundinn.

En það verður annar mótmælafundur á næsta laugardag.

Þetta finnst mér.


mbl.is „Stemmningin var góð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sammála þér!

Ég vissi af þessum fundi hjá Herði en hélt einhvernvegin að hann yrði næsta laugardag og þá ætla ég mér að koma alla leið frá Reykjanesbæ! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 16:36

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

algerlega sammála.. ég var á þessum 500 manna fundi áðan.. merkilegt að fólk skuli ekki láta í sér heyra.. eða sjá !

Óskar Þorkelsson, 20.6.2009 kl. 16:50

3 identicon

Íslendingar eru grátlega sinnulausir hvað þeirra eigin framtíð varðar.

Þeir geta hópast niður í bæ til að fagna handboltalandsliði eða eurovisjón söngkonu en þegar framtíð barna þeirra er hinsvegar sitja þeir heima við og góna á sjónvarpið.

En sem betur fer er til fólk sem gefst ekki svo auðveldlega upp og mótmælin munu stigmagnast á næstu dögum því Icesave samningurinn er hrein og klár landráð.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 17:02

4 Smámynd: Arnmundur Kristinn Jónasson

Við skulum nú ekki örvænta alveg strax.

Kvennahlaupið hefur eflaust dregið verulega úr þátttökunni, en þar voru jú samankomnar helstu valkyrjurnar okkar.

Og ekki getum við borið þetta saman við fyrri mótmælabylgjuna, sem VG stal og yfirtók með húð og hári í þeim eina tilgangi að knýja fram ótímabærar kosningar. Láta kjósa í hvelli áður en fólk næði áttum og gerði sér grein fyrir afleiðingunum. Sem síðan hafa berlega komið í ljós, því framhaldið þekkjum við. Fjölskyldunum og fyrirtækjunum er látið blæða smám saman út og snaran hert um háls aldraðra og öryrkja. Hvílíkt göfuglyndi í nafni norrænnar velferðar.

Arnmundur Kristinn Jónasson, 20.6.2009 kl. 17:30

5 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll  Guðbjörn.

Já þetta getur allaf gerst að maður fari viku villt.

En það verður fundur á næsta laugardag.

Vonandi verður ekki búið að keyra þetta í gegnum þingið fyrir næstu helgi.

Þakka þér innlitið.

Guðmundur Óli Scheving, 20.6.2009 kl. 18:09

6 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæl Birta.

Þar sem þú hefur ekkert nafn á bak við þig og engar færslur verður ekkert birt eftir þig á þessari síðu.

Guðmundur Óli Scheving, 20.6.2009 kl. 18:12

7 Smámynd: Dúa

Held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegir þessir samningar eru. Og svo þarf ekki annað en nokkra rigingardropa og þá nennir meðaljóninn ekki út úr húsi. Er það ekki líka hugsunarhátturinn að láta aðra gera þetta? Þetta er ótrúlegt.

Dúa, 20.6.2009 kl. 18:15

8 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Viðar Helgi.

Auðvitað er það fjöldamótmæli sem gera gæfu munin, Þegar fór að fjölga í mótmælum í haust og vetur komust skilaboðin til skila.

Það er tekið á öllum lögbrotum og hefur alltaf verið gert gegn almenningi.

Fannst þér að það skilaði árangri hjá Frjálslyndum að hver höndin væri upp á móti hvor annari.

Nei samstaða fólks er eina vopnið gegn þessari kúgun.

Þakka þér innlitið

Guðmundur Óli Scheving, 20.6.2009 kl. 18:22

9 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Óskar.

Þakka þér innlitið.

Guðmundur Óli Scheving, 20.6.2009 kl. 18:23

10 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Eggert.

Þakka þér þitt innlegg.

Guðmundur Óli Scheving, 20.6.2009 kl. 18:24

11 Smámynd: Margrét Ingadóttir

Ég er viss um að allir sem hafa skrifað undir mótmæli á netinu eru ósáttir. enginn setur nafnið sitt undir eitthvað sem þeir eru ósammála. En það eru líka margir með vinnu sem þeir vilja ekki missa og taka sér því ekki frí frá henni til þess að mótmæla, enda hefur það líklega nóg af skuldum sem þarf að borga og hefur ekki efni á fríi. Og svo eru margir íslendingar sem búa EKKI í Reykjavík og geta ekki keyrt langa leið á bensíni sem kostar 180lr/ltr til þess að standa á fundi á austurvelli.

Margrét Ingadóttir, 20.6.2009 kl. 18:25

12 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Óskar.

Áttu ekki úlpu og húfu.

Ég held að flestir geti klætt sig eftir veðri,

Þakka þér þitt innlegg.

Guðmundur Óli Scheving, 20.6.2009 kl. 18:26

13 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Arnmundur.

Þessi fundur í dag var afarmikilvægur þar sem búið er að leggja ICESAVE samninginn fram á Alþingi og er ég hræddur um að hann verði keyrðu af mikilli hörku í gegnum þingið.

Það varð nú að lækka rostan í Sjálfstæðisflokknum. Þannig að ég er ósammála þér um að þetta hafi verið ótímabærar kosningar.

Hinsvegar eru kosningaloforðin horfin eins og hjá svo morgum öðrum ríkisstjórnum.

Guðmundur Óli Scheving, 20.6.2009 kl. 18:33

14 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæl Dúa.

Þakka þér þitt innleggþ

Guðmundur Óli Scheving, 20.6.2009 kl. 18:38

15 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæl Margrét.

Ég skil það að allir geti ekki komið en þetta er nú orðið að mér skilst yfir 40.000 undirskriftir og einhver hluti þessa fólks sem er á bak við nöfnin eru á Reykjavíkur svæðinu.

Þakka þér innleggið.

Guðmundur Óli Scheving, 20.6.2009 kl. 18:42

16 Smámynd: Arnmundur Kristinn Jónasson

Sæll Helgi!

Auðvitað varð að gera eitthvað.  En ég held að það hafi ekkert gert til að pústa aðeins áður en gengið var að kjörborðinu.  Þeim lá mikið á, til að þurfa ekki að gfera grein fyrir einu né neinu. Kjósa á meðan fólk enn var í sæluvímu út af engu. Hefðu kjósendur haft grun um að það stóð aldrei að til gera neitt fyrir almenning, heldur stimpla lántakendur sem óreiðufólk, þá er ég hræddur um að niðurstaða kosninganna hefði orðið á annan veg.

Arnmundur Kristinn Jónasson, 20.6.2009 kl. 18:50

17 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég mætti og ætla að mætta alla laugardaga framvegis ef ekki bar til að sýna Evrópu svínunum sem með fjárfestingu sinn fjármögnuðu græðgina hennar Jóhönnu að Íslenskir sannir víkingar láta ekki valta yfir sig og við erum ekki öll þjóðarskammir eins og flestir útrásarinnar. UM 2500 manns er minni hluti. Með tekjur 50.000 íslendinga á mánuði minnst. Nýlendurnar fornu eru meiri hluti alþjóðasamfélagsins Kanada og Bandaríkin t.d. og við stöndum saman gegn spillingu og kúgurum.

Íslendingar verða samt sem áður að moka skítnum út heima hjá sér áður en vinirnir koma okkur til hjálpar. ES:EU alþjóðasamfélagið með Rúmeníu er ekki nema um 8% af neytendum jarðarinnar.

Júlíus Björnsson, 21.6.2009 kl. 03:52

18 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Júlíus.

Þakka þér fyrir þitt innlegg

Guðmundur Óli Scheving, 21.6.2009 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 83927

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband