Gullfiskaminnið er í lagi hjá landanum !

Þetta er uggvænlegt að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, örlagavaldarnir í Íslandssögunni, flokkarnir, sem stuðluðu að mesta arðráni sem Íslendingar hafa upplifað.

Eru byrjaðir að feta sig upp á við aftur í skoðanakönnunum.

"Vinsældir beggja ríkisstjórnarflokkanna dvína samkvæmt könnuninni sem Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið. Samfylkingin sem hefur síðustu mánuði notið stuðnings um 30% landsmanna, fengi 25% atkvæða ef kosið yrði nú. Vinstri græn mælast með 18 %, fengu 22% í kosningunum.

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 4% frá kosningum og mælist með 28%. Flokkurinn mælist því á ný stærsti flokkur landsins. 17% segjast mundu kjósa Framsóknarflokkinn nú. Flokkurinn hefur ekki mælst svo hár í Gallupkönnun síðan í ágúst 2003. Eins og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir bætir Borgarahreyfingin við sig, fengi nú 9% en fékk 7% í kosningunum. "

Rosalega erum við fljót að gleyma, rosalegar fréttir eru bara daglega af sukkinu og svínaríinu sem þessir stjórnmálaflokkar létu viðgangast.

Og því miður gera þessir stjórnarflokkar það sama láta bara ósóman halda áfram, hafa ekki lengur yfirsýn yfir herlegheitin og allt stefnir í sama skerjagarðinn og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur stýrðu þjóðarskútunni á sínum tíma.

Þetta er bara framlenging á úræðaleysinu sem áður var, bara annað orðalag yfir sömu hluti.

Þetta finnst mér.


mbl.is Fylgi stjórnarflokkanna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það sem er kaldhæðnast er að Steingrímur J er svo sannarlega að bregðast við með réttum hætti. Það þarf að skera niður og hækka skatta því annars komust við ekki í gegnum núverandi ástand og vegna þess að það lendir á honum en ekki hægri stjórninni er það vatn á millu þeirra. 


Sorglegt en satt 

Brynjar Jóhannsson, 1.7.2009 kl. 21:13

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Brynjar.

Alveg sammála þér.

Þakka þér innlitið

Guðmundur Óli Scheving, 1.7.2009 kl. 21:58

3 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sodoma

Þar sem þú hefur ekkert nafn á bakvið þig verður ekkert birt eftir þig á þessari síðu

Guðmundur Óli Scheving, 1.7.2009 kl. 22:00

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Hárrétt hjá þér. Sjálfstæðisflokkurinn er landráðahreyfing í eðli sínu og á það eitt skilið að deyja sem stjórnmálahreyfing.

Annars, eins og ég sagði hér annarsstaðar, þá sýnir þetta að 28% Íslendinga vill frekar myrða lækninn fyrir að eiga í erfiðleikum með að lækna krabbameinið en að koma í veg fyrir að krabbameinið dreifi sér, taki sig upp aftur o.s.fr.v.

M.ö.o. rúmur fjórðihluti þjóðarinnar er fáviti. Ég skammast mín fyrir þetta lið.

Rúnar Þór Þórarinsson, 1.7.2009 kl. 23:53

5 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Rúnar þór.

Já þetta er dapurlegt.

Þakka þér fyrir innlitið.

Guðmundur Óli Scheving, 2.7.2009 kl. 00:06

6 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Skattahækkanir eru aldrei vel liðnar sama hvað. Eins og gengur þá skýrist þetta af brotnum loforðum stjórnvalda, skattahækkunum og svo IceSave málinu. Hvert lendir þá % hlutfallið sem þau missa? Á stjórnarandstöðunni í flestum tilvikum. Það er hinsvegar spurning hvað gerist í alvöru kosningum.

Ég vissi alltaf að það þyrfti að hækka skatta. Hinsvegar sé ég lítið gang í því að hækka skatta á fólk og sérstaklega fyrirtæki þegar í raun ætti að um leið að gefa þeim aðstoð við að skapa störf og koma fólki í vinnu. Á meðan áformin eru svona mun ég ekki styðja þessa stjórn. Frekar kýs ég Sjálfstæðisflokkinn þar sem þau hafa allavega betri hugmyndir að færa atvinnulífinu og einstaklingum en bara að mjólka þjóðina.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 2.7.2009 kl. 00:41

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég sé þetta þannig að þegar allir flokkar í stjórn eru ósannfærandi og virðast ljúga þá hlýtur það endurspeglast í skoðanakönnunum. Það þarf ekki að hafa hér fjármálakerfi sem hentar 500.000000 manna markaðskerfi skortandi ES:EU. Það það þarf gæða samkeppni frekar en með ofurgróða samkeppni í gjaldeyrisútflutning. Semja við alþjóða samfélagið um biðlund meðan komið er höndum yfir helst glæpamennanna: ágirndin fór sannanlega úr böndunum. Lítið nett fjármálakerfi og viðskipafræðingar í margar litlar verslanir og smáframleiðslu fyrirtæki. Þá getur IMF farið heim. Skattbreytingar gætu svo hækkað bætur og styrkt velferðakerfið. Burt með Senghen og óhagsstæða EU aðild. Als ekki innlimast við erum búin að fá nóg af því sem við höfum kynnst af óbeinni aðild.

Við lifum ekki á innfluttningi og lánum. Afætur eiga að fá minnst útborgað og helst að vera brottrækar. 

Það er sami rassinn undir þeim öllum.

Júlíus Björnsson, 2.7.2009 kl. 04:27

8 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Daníel.

Þetta er alveg hárrétt hjá þér það vissu allir um skattana og óvisælar aðgerðir sem þessi ríkisstjórn þurfti að gera. En eins og þú segir komu ICESAVE samningarnir sem Sjálfstæðisflokkurinn var búinn að njörva niður í haust sem leið öllum í opna skjöldu.

Brotin kosningaloforð eins og allt up á borðið og gegnsæi hafa að mestu farið fyrir bí. En að styðja Sjálfstð'isflokkinn og kúlulánahöfðingjana á þeim bæ. Nei takk

Þakka þér innlitið.

Guðmundur Óli Scheving, 2.7.2009 kl. 06:06

9 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Júlíus.

Ég er alveg sammála þér.

Þakka þér þitt innlegg

Guðmundur Óli Scheving, 2.7.2009 kl. 06:08

10 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Daníel... "Frekar kýs ég Sjálfstæðisflokkinn þar sem þau hafa allavega betri hugmyndir að færa atvinnulífinu og einstaklingum en bara að mjólka þjóðina."

Er þetta ekki alveg týpískt... í guðanna bænum maður. Hugmyndir sjálfstæðisflokksins, hugsjónir, stefna og yfirleitt allt sem þeir hafa gert eru búnir að útrýma atvinnulífinu, möguleikum einstaklinga og svo gersamlega búnir að þurrmjólka þjóðina að mella með tveggja áratuga reynslu gæti ekki sogið úr henni einn einasta dropa. Enda enginn færari en Davíðsdeildin í því - Löngu búnir með allt saman og nú eru þeir hættir, enda getur engin borgað þeirri gómorrumellu lengur. Og hafi þeir það!

Rúnar Þór Þórarinsson, 3.7.2009 kl. 04:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 83945

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband