Fengu fálkaorðuna eftir helmingaskiptareglunni !

Tveir af þessum "snjöllu viðskiptamönnum í Útrásinni" þeir Sigurður Einarsson og  Björgólfur Guðmundsson voru  sæmdir hinni íslensku fálkaorðu eða riddarakrossinum. Sem betur fer var aðeins farið á fyrsta stig orðunar. En hverjir eru í orðunefndinni sem ákveður hver fær og hver ekki ?

Jú það eru allt þekktir einstaklingar úr athafnalífi og pólitík.

Orðunefnd skipa eftirfarandi:

Ólafur G. Einarsson, fyrrv. ráðherra og fyrrv. forseti Alþingis, formaður orðunefndar
Jón Helgason, fyrrv. ráðherra
Rakel Olsen, framkvæmdastjóri
Ólafur Egilsson, fyrrv. sendiherra
Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður UNICEF
Örnólfur Thorsson, orðuritari

Þarna er bara Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sem skipa orðunefnd.

Og einstaklingarnir Sigurður Einarsson, fyrrverandi Stjórnarformaður Kaupþingsbanka (áður Búnaðarbanka) og Björgólfur Guðmundsson fyrrverandi Stjórnarformaður og eigandi Landsbankans. (sem alltaf hefur verið undir hæl Sjálfstæðismanna)

En til viðbótar verður Forsætisráðherran í þessu tilfelli (Geir Hilmar Haarde) ég birti hér 3. grein orðulaga

3. gr.

Nefnd sex manna ræður málefnum orðunnar. Eftir tillögu forsætisráðherra kveður forseti Íslands fimm einstaklinga, sem sæmdir eru og bera heiðursmerki orðunnar, til setu í nefndinni til sex ára í senn. Heimilt er að endurkveðja nefndarmenn til setu í nefndinni, þó ekki lengur en til þriggja ára til viðbótar, og tilnefnir forsætisráðherra formann nefndarinnar. Ráðherra má ekki eiga sæti í nefndinni. Forsetaritari er orðuritari og skipar sjötta sætið í nefndinni. Nefndarstarfið er heiðursstarf án launa.

Þá er einig hægt að taka orðuna til baka  eins og segir í 13. grein:

13. gr.

Stórmeistari getur, að ráði orðunefndar, svipt hvern þann, sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.

Og hvað hafa þessir menn ekki orðið uppvísir af en misferli. Þessir menn eiga ekkki að halda þessari viðurkenningu.

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Allan misskilning og ranglæti á að leiðrétta annað væri siðspilling í sjálfum sér.

Júlíus Björnsson, 10.7.2009 kl. 03:41

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Júlísu.

Sammála þér.

Guðmundur Óli Scheving, 11.7.2009 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband