Ábyrgðarlausir þingmenn eða hvað ?

Nýir þingmenn sem náðu kosningu í síðustu kosningum, ákváðu að yfirgefa þingfund í dag.

Annar þingmaðurinn er frá Vinstri Grænum og að eigin sögn var beittur þrýstingi frá flokksystkynum sínum í Evrópumálinu, bara lagður í einelti af flokksystkynum sínum af því að hann fór að sannfæringu sinni.

Samt neita allir flokksfélagarnir að svo hafi verið að hann hafi verið beittur þrýstingi. 

Það er því bara krafa að Ásmundur Einar Daðasson upplýsi hverjir hafa beitt hann þrýstingi, formaðurinn svór það af sér í fréttum í kvöld.

Og hann Ásmundur stóðst ekki álagið og flúði bara af vetfangi.

Annar þingmaður og  úr Sjálfstæðisflokki Ásbjörn Óttarsson ákvað líka að yfirgefa þingsalinn til stuðnings Ásmundi.

„Ég fór ekki inn á alþingi til að láta kúga mig, og hefði gert það nákvæmlega sama og Ásmundur í þessari stöðu,” segir Ásbjörn.

En hvað þetta er fallegt að sjá “bræðra kærleik” andstæðra skoðanabræðra koma svona fram á síðustu dögum þingsins fyrir sumarfrí.

Það hefði nú verið ábyrgðar meira  fyrir þessa þingmenn að gera grein fyrir atkvæði sínum og  segja bara  nei takk við atkvæðagreiðslu á þessu svo rosalega máli.

En sumir þurfa bara athygli og það tókst svo sannarlega.

En þeir eiga svo eftir að greiða þessu frumvarpi brautargengi þegar kemur að því sannið til.

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur Óli. þetta finnst þér já.

Ég er svo innilega sammála því að ef allt er í svikagraut í þessu málþófs-alþingi er bara miklu betra að leyfa hinum að hlaupa af sér hornin á meðan sumir eru virkilega að hugsa um að leysa einhver landsmál!

Mér finnst mjög undarlegt að allir sætti sig við matseðil forystunnar! Og það án þess að mótmæla!

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.7.2009 kl. 01:03

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta með hann Ásmund var bara trix af hans hálfu.. hann varð smá hetja í skamma stund en stakk svo af í heyskap sem er mikilvægara en að taka stórar ákvarðanir fyrir framtíð þjóðarinnar...

Óskar Þorkelsson, 11.7.2009 kl. 01:55

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þingmenn eiga ganga óhlutbundnir til kosninga. Það má segja að reyna að áhrif sé á mörkunum. Beita þrýsting er greinilega í ætti við stjórnarskrárbrot.

Júlíus Björnsson, 11.7.2009 kl. 11:00

4 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæl Anna Sigríður.

Það er allt í lagi að menn hlaupi af sér hornin, en þeir eiga að vera menn  til að standa í fæturnar í ræðustól Alþingis og þingflokki. Og mótmælaá þeim vetfangi finnst ,ér.

Þakka þér innlitið

Guðmundur Óli Scheving, 11.7.2009 kl. 16:53

5 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Óskar.

Já ég er sammála þér þetta var pólitíkst trix. En hann á eftir að samþykkja þetta allt.

Ég er vissum það....bara svona "dalalæða" á ferðinni

Þakka þér innlitið.

Guðmundur Óli Scheving, 11.7.2009 kl. 16:55

6 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Júlíus.

Eru þetta bara ekki pólitísk "barbabrella" hjá unglingi á uppreisnarskeiði ?

Þakka þér innlitið

Guðmundur Óli Scheving, 11.7.2009 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 83916

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband