29.7.2009 | 23:25
Maður klappar ekki Geitungum !
Nú er tími Geitungana og margir garðeigendur óhressir með að þessi dýr hafi tekið garðinn þeirra trausta taki.
En hvað veist þu um Geitunga ?
Það eru fjórar tegundir Geitunga sem lifia á Íslandi.
Trjágeitungur ,sem er sýnilegastur á þessum tíma.
Holugeitungur er líka kominn af stað.
Húsageitungur er líka á ferðinni.
Roðageitungur en hann er er mjög sjaldgæfur.
Bú Geitunga eru hrein snild. Þau eru búin til úr trjákvoðu eða eins og við þekkjum hana eins og pappír.
Drotningin byrjar ein á vorin oft um og eftir 20 Apríl,hún býr til litla kúlu og inní kúlunni byrjar hún að búa til hólf fyrir væntanleg egg.
Hvert hólf er nákvæmlega sexstrent og eru nákvæmlega jafn stór.
Hólfin eru fest saman með kvoðu og mynda svona köku og þessi kaka er hringlaga eða nákvæmilega 360°
Búin er mjög fljót að stækka og framleiðir drotningin, varðflugur sem verja búið og eru stöðugt að laga búið utan frá. Og svara strax viðbrögðum sé búinu ógnað.
Og svo vinnukonur sem taka eggin frá drotningunni og setja í hólfin og eru líka úti að safna efni í búið.
Búin geta orðið mjög stór við fullkomnar aðstæður jafnvel eins stór og körfubolti og þá erum við að tala um nokkur þúsund dýr.
Seinni part ferlisins fer drotningin að framleiða karldýr, sem fara út og safna blómasafa og sjúga próteinið úr blaðlúsum meðal annars.
Og þá er komið að síðasta ferlinu hjá drotningunni það að framleiða nýjar drotningar og um leið og hún er byrjuð að verpa drotningum, þá koma karldýrin og skila þessum vetrarforða sem þeir eru búnir að safna fyrir drotningarnar og frjógva þær í leiðinni.
Nýju drotningarnar hverfa síðan úr búinu og finna sér einhvern stað til að fela sig á þar til næsta vor.
Búin drepast svo og eru aldrei notuð aftur.
Fólk ætti að fara varlega í kringum Geitungabú og ekki vera að taka einhverja sénsa með að eyða þeim sjálft til þess eru fagmennirir.
Þetta getur verið hættulegt ef fólk er með ofnæmi, þá getur stunga frá Geitung valdið bráðaofnæmi hjá fólki.
Og stungur í háls og munn geta verið lífshættulegar. En hér á Íslandi hefur enginn ennþá látið lífið vegna Geitunastungu, en það hefur gerst erlendis.
Því er mitt ráð til ykkar látið fagmenn um að eyða búunum.
Vona að þið séuð eitthvað fróðari um Geitunga en þetta var svona það helsta um þá.
Þetta finnst mér.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Meindýravarnir, Umræðan, Vefurinn | Facebook
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
- annaeinars
- arikuld
- arndishauks
- utvarpsaga
- reykur
- kaster
- birgitta
- gattin
- brylli
- dansige
- danth
- egvania
- finni
- gelin
- gudbjorng
- straumar
- hallkri
- heidistrand
- hlf
- heimssyn
- snjolfur
- don
- fridust
- jakobjonsson
- jenje
- jon-o-vilhjalmsson
- prakkarinn
- juliusbearsson
- larahanna
- veffari
- olinathorv
- omarragnarsson
- svarthamar
- skari60
- fullvalda
- nimbus
- sigurjonth
- tara
- vga
- thj41
- heilsa
- kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
flottar flugur sem gera engum mein að fyrra bragði :)
Óskar Þorkelsson, 29.7.2009 kl. 23:37
Takk fyrir þetta Guðmundur. Þetta var mjög fróðlegt
hilmar jónsson, 30.7.2009 kl. 00:04
Sæll Óskar .
Já mér finnst það líka en það verður samt að hjálpa fólki sem finnst þeim safa ógn af þeim það er bara svoleiðis.
Guðmundur Óli Scheving, 30.7.2009 kl. 21:07
Sæll Hilmar.
Þakka þér innlitið
Guðmundur Óli Scheving, 31.7.2009 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.