Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2.7.2009 | 21:48
Ríkisstjórnin hangir á bláþræði !!!
Það gæti munað einu atkvæði að ICESAVE samningarnir verði samþykktir á Alþingi Íslendinga á næstunni.
Tæplega 1800 manns hafa skráð sig á vefinn www.kjosa.is til að biðja Forsetan að samþykkja ekki lögin um ICESAVE ef þau verða samþykkt á Alþingi.
Tæplega 45.000 manns hefur sráð sig á andlitsbókina til að mótmæla ICESAVE samningunum þetta fólk ætti að skrá sig á www.kjosa.is .
Það eru komnir fram þingmenn í Stjórnarflokkunum em ætla ekki að greiða þessu ICESAVE frumvarpi brautargengi.
Það eru líka margir þingmenn VG búnir að bíta sig í tunguna vegna flokspóltísks þrýstings frá forustunni.
Sama er upp á hjá Samfylkingunni þar er róið öllum árum að koma þessu frumvarpi í gegnum þingið.
Svo kemur kúlulánadrottningin Þorgerður Katrín ,sem búinn er að sitja alstaðar við borðið þegar hún var í ríkistjórn og núna segir hún að það sé hægt að ná betri samningum.
Hvað er að svona fólki ?
Hún ætti nú bara að segja af sér og láta sig hverfa úr þessu umhverfi mér finnst eins og hún hafi misnotað aðstöðu sína.
Ég held að allt fari í bál og brand ef þetta ICESAVE frumvarp verður samþykkt.
Þetta finnst mér.
1.7.2009 | 20:50
Gullfiskaminnið er í lagi hjá landanum !
Þetta er uggvænlegt að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, örlagavaldarnir í Íslandssögunni, flokkarnir, sem stuðluðu að mesta arðráni sem Íslendingar hafa upplifað.
Eru byrjaðir að feta sig upp á við aftur í skoðanakönnunum.
"Vinsældir beggja ríkisstjórnarflokkanna dvína samkvæmt könnuninni sem Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið. Samfylkingin sem hefur síðustu mánuði notið stuðnings um 30% landsmanna, fengi 25% atkvæða ef kosið yrði nú. Vinstri græn mælast með 18 %, fengu 22% í kosningunum.
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 4% frá kosningum og mælist með 28%. Flokkurinn mælist því á ný stærsti flokkur landsins. 17% segjast mundu kjósa Framsóknarflokkinn nú. Flokkurinn hefur ekki mælst svo hár í Gallupkönnun síðan í ágúst 2003. Eins og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir bætir Borgarahreyfingin við sig, fengi nú 9% en fékk 7% í kosningunum. "
Rosalega erum við fljót að gleyma, rosalegar fréttir eru bara daglega af sukkinu og svínaríinu sem þessir stjórnmálaflokkar létu viðgangast.
Og því miður gera þessir stjórnarflokkar það sama láta bara ósóman halda áfram, hafa ekki lengur yfirsýn yfir herlegheitin og allt stefnir í sama skerjagarðinn og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur stýrðu þjóðarskútunni á sínum tíma.
Þetta er bara framlenging á úræðaleysinu sem áður var, bara annað orðalag yfir sömu hluti.
Þetta finnst mér.
Fylgi stjórnarflokkanna minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
1.7.2009 | 00:26
Froðusnakkið í Framsókn ætti að fá Grammy verðlaun !!!!
Sigmundur Davíð Gunnlagsson er nú loksins búinn að sanna sig, sanna hverskonar eiginhagsmuna seggur hann er í raun og veru. Hann virðir ekki einfalda kurteisi og hefðir um að grípa ekki framí fyrir fólki sem hefur orðið og stendur í pontu Alþingis.
Þessi sami Sigmundur Davíð varði minnihluta stjórn vinstrimanna og samþykkti stefnu hennar enda tók hann þátt í stefnumótun minnihlutastjórnarinnar.
Nú vill þessi sami Sigmundur Davíð komast í einhverja lykilstöðu aftur með að verja þessa ríkistjórn ef ICESAVE frumvarpið verður fellt á Alþingi.
Óskup er þetta aumkunarvert hjá framsókn, sagan er svona ef þetta verður fellt þá verður sett þjóðstjórn og þesir froðusnakkar á Alþingi verða sendir heim.
Þá verða sett neyðarlög sem taka öll önnur lög úr gildi.
Og tekið á þessum málum sem ekkert af þessum gegnum spiltu Alþingismönnum hefur þorað að taka á.
Já leikhúsið við Austurvöll ætti líka að fá Grammy-verðlaun fyrir aumingjaskapinn.
Þetta finnst mér.
30.6.2009 | 17:33
VG er alveg sama um næstu kynslóðir !!!!
Álfheiður Ingadóttir lýgur upp opið geðið á landsmönnum þegar hún heldur því fram að þjóðin hafi kosið um ICESAVE í síðustu kosningum. Um þetta er fjallað á visir.is
Og greinileg hræðsla við að þjóðin sé ekki sammála Álfheiði Ingadóttur og félögum hennar kemur svona fram í þessum eindæma þingmannshroka.
Það var ekki minnst á ICESAVE í einum einasta bækling frá þeim fyrir kosningar og þau færðust undan að tala um þessi mál þar, sem engar haldbærar upplýsingar lágu fyrir um skuldir Íslendinga erlendis og þær liggja ekki enn fyrir.
Ef henni finnst allt í lagi að hneppa börnin sín og barnabörnin og barnabarnabörnin í ánauð fyrir Breta og Hollendinga ætti hún að ganga strax í Sjálfstæðisflokkinne, en þar eru þá hennar líkar.
Þjóðin á heimtingu á að fá að kjósa um ICESAVE lögin.
Og ég skora á fólk að skrá sig í undirskriftasöfnun þar sem er skorað á Forseta Íslands að skrifa ekki undir þessi lög ef þau verði samþykkt á Alþingi slóðin er www.kjosa.is
Þetta finnst mér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2009 | 23:18
Ríkisstjórnin er eins og nærbuxur með bremsuförum í !
Í Iðnó var fullt út úr dyrum í kvöld og töluvert mikill hiti í fólki á borgarafundi um ICESAVE.
"Einar Már Guðmundsson rithöfundur steig í pontu og sagði meðal annars að nokkrir óknyttapiltar" hefðu komið íslensku þjóðinni í þá stöðu sem hún er í í dag. Hann sagði ríkisstjórnina ganga niður Bankastræti og hverfa ofan í Bankastræti 0, almenningssalernið, og kallaði á þjóðina til að þrífa."
Það var einmitt þá sem ég sá að ríkisstjórnin var eins og nærbuxur með bremsuförum í, sem þjóðin á að þrífa, já ríkisstjórnin hefur farið í nærbuxur fyrri ríksstjórna og nú eiga allir að lykta af þessum naríum.
Nei takk þessi ríkistjórn er ekki skapa traust það eru endalaus leyndarmál, engar upplýsingar og ekkert flæði milli ríkisstjórnar og almennings. Það er bara eins og alltaf þeir gleyma umbjóðendum sýnum.
Vonandi verður ICESAVE frumvarpið fellt, og bara sett þjóðstjórn.
Þessi fjórflokkar hafa ekkert lært það eru bara endalaus hrossakaup og pólitískar ráðningar í æðstu embætti.
Ríkisstjórnin verður að skipta um naríur og ná í þessa "óknyttapilta" til að þrífa eftir sig .
þetta finnst mér.
Vilja að forseti synji staðfestingu á ríkisábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2009 | 22:56
Brestir í ríkistjórninni út af ICESAVE !!!
Ríkisstjórnin er margsaga varðandi ICESAVE, sumir halda því fram að eignir LI dugi fyrir skuldum ICESAVE.
Aðrir halda því fram að eignir LI séu bara litlar sem engar, en blekkiningin í þessu fjármálabulli séu í raun að láta alla halda að þær séu miklar.
Þá er því haldið fram af ríkistjórninni og fylgisveinum hennar án þó að sjá nokkrar sannanir eða skriflegar yfirlýsingar frá erlendum kröfuhöfum um að það sé okkar að borga allt þetta bull í erlendum fjárfestum sem tóku þessa áhættu heima hjá sér..
Það er grátlegt að heyra í Kúlulánahöfðingjanum Tryggva Þór Herbertsson verja gjörning Sjálfstæðismanna með samkomulaginu sem þeir gerðu með ICESAVE ásamt Samfylkingunni. Væri ekki rétt að hann skilaði 170.000 000 miljónum sem hann hyrti úr bankahýtinni vegna misnotkunnar á aðstöðu sinni sem bankastjóri forðum daga og ráðgjafi ríkistjórnar Geirs Hilmars Haarde, það finnst mér eins og altalað er.
Það hefur komið fram hjá nokkrum ráðherrum og þingmönnum stjórnarinnar að það sé vafamál hvort þeir styðji frumvarp ríkistjórnarinnar um ICESAVE.
Stjórnarandstaðan Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur styðja frumvarpið ekki, Borgarahreyfingin er með og á móti eftir hvaðan vindurinn blæs.
Og síðan er það alveg orðið ljóst að meirihluti þjóðarinnar er á móti þessu ICESAVEmáli.
Og ef ríkisstjórnin kemur núna fram með einhverjum bolbroððum sem nota á til að koma því með hraði í gegnum þingið,
Þá verða bara átök í þjóðfélaginu og ég vara ríkistjórnina og þingmenn einu sinni enn að hlusta ekki á raddir fólksins.
Það verðu þá sennilega Ólafur Ragnar Grímsson sem stoppar þessi ólög.
Það segja margir að ef lögin verða feld, þá verða þessar heimsveldissinnuðu þjóðir Bretland og Holland að semja upp á nýtt.
Þá eru þær ekki í neinni stöðu til að þvínga Íslendinga til einhverja nauðungarsamninga sem þeirra gróðafíklar eru tóku áhættu með.
Það dregur til tíðinda í þessum málum á næstu dögum gæti trúað að ríkistjórnin ætti eftir að liðast í sundur á næstu vikum.
Þetta finnst mér.
Borgarafundur um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.6.2009 kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.6.2009 | 22:04
Of seint í rassinn gripið !!!!
Guðbjartur Hannesson formaður fjálaganefndar finnst að það eigi að koma í veg fyrir að fólk flytjist úr landi. Um þetta er fjallað á vísir.is.
Úbs..en honum finnst samt sjálfsagt að leggja eins miklar álögur á heimilin og hægt er, hækkun á sköttum, hækkun á matvöru, hækkun á rafmagni, hækkun á eldsneyti,hækkun á heilbrigðisþjónustu,hækkun á öllum vörum er telja í vístölurnar.
Og hvað er á döfinni frekar:
Draga úr fjölskyldubótum, lækka bætur til öryrkja,skerða lífeyrir ellilífeyrisþega, skerða fæðingarorlof, skerða atvinnuleysisbætur, hækka skólagjöld,hækka leikskólagjöld og fl. og fl.
Það eru sennilega 7000-9000 manns að fara eða farin úr landi. Vegna ástandsins.
Hversvegna er ekki tekið á vandamálunum á auðveldan hátt:
Hækkið rafmagnið á stóriðjufyrirtækin, fullvinnið allar vörur hérlendis og lokum framleiðslufyrirtækjum okkar erlendis, flytjum fyrirtækin heim, Lokum hermálastofnuninni, lokum öllum sendiráðum okkar og seljum húsnæðið, nema í London, New york, Köben. Peking.
Náið í peningana sem þetta fólk stal og faldi, fólk sem sökina á á þessu ástandi í dag.
Það eru stöðugar fréttir af því að þetta fólk er að selja fasteignir, tæki og tól úr földum dótakössum sínum.
Látum t.d. NATO borga fyrir öll afnot af Keflavík við borgum ekki neitt fyrir NATO. Við þurfum ekki að taka þátt í hernaðaræfingum NATO, herlaus þjóðin.
Drögum okkur úr þeim ráðum sem okkur koma lítið við og snerta ekki hagsmuni okkar.
Stækkum efnahaggslögsöguna í 500 mílur.
Afnemum biðlaunarétt hálaunastéttana, alþingismanna, ráðherra,bankastjóra,ráðuneytisstjóra, dómara, forstjóra stofnana og fl.og fl.
Ég sé að það er hægt að gera ennþá betur en bara þetta litla sem hér er nefnt . En þetta gæfi ríkissjóði til baka í kassan 8.000.000.000 biljarða.
Þessi Guðbjartur Hannesson og fleiri þingmenn Stjórnarflokkana ættu að byrja á því að stoppa þetta ríkisbruðl undanfarna áratuga og snúa þessu til baka.
En sennilega er bara of seint í rassinn gripið.
Þetta finnst mér
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.6.2009 kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.6.2009 | 08:43
Ætlar Ólafur Ragnar að verja Útrásarvíkingana ?
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingflokksformaður Vinstri Græna er ótrúverðurgur þingmaður ef hún gerir grein fyrir atkvæði sínu og styður síðan ICESAVE lögin sem kynnt hafa verið á Alþingi.
Það er ennþá alvarlega að Alþingismenn séu að gefa út yfirlýsingar sem eru til þess fallnar að vekja óróa og kvíða hjá fólki eins og Skila ekki auðu í svona máli, það er alveg á hreinu
Hvað á þingflokksformaðurinn við ?
Ætlar hún að styðja frumvarpið ?
Eða ætlar hún að fella það ?
Ætlar þetta Alþingisfólk ekki að taka tillit til þessa fólks, sem mótmælir á Austurvelli ?
Á ekki að taka tillit til tæplega 50.000 mans sem mótmælir á Andlitsbókinni ?
Ætla þessir flokkar að svíkja öll kosningaloforð og hugsjónir, sem var lofað í kosningabaráttu þeirra.
Ef Vinstri Græn samþykkja ICESAVE samningana þá verður bara borgarastyrjöld á Íslandi.
Því treysti ég á Forseta Íslands að hann samþykki ekki ICESAVE lögin heldur vísi þessu máli til þjóðarinnar.
Þetta finnst mér.
25.6.2009 | 19:37
Forsetinn getur stoppað ICESAVE-lögin !!!
Forseti Íslands getur neitað að skrifa undir Lögin um ISESAVE sem eru að koma fyrir þingið.
Og vísað málinu til þjóðarinnar.
Rúmlega 40 þúsund manns er búið að skrá sig á andlitsbókina til að mótmæla ICESAVE samkomulagi embættismanna milli embættismanna.
Ef þannig fer fyrir ICESAVE-lögunum að þeim verður hafnað.
Verður að rúfa þing og forsetinn verður að koma á þjóðstjórn.Það er búið að reyna báðar áttir.
Hann hefur komið í veg fyrir ólög áður.
Þetta finnst mér.
Kannað var hver gæti úrskurðað í Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2009 | 22:25
Annað hvort ertu þingmaður eða ekki !
Það er bara algjör lákúra og valdagræðgi hjá þeim þingmönnum ,sem ennþá sitja í bæjarstjórnum og á Alþingi og taka laun fyrir hvoru tveggja.
Störf Alþingismanna er fullt starf.
Það er enginn ómissandi eins og svo sannarlega nokkrir þingmenn halda en sex þingmenn eru ennþá í fullu starfi bæjarfulltrúa líka.
Hvers konar ósvífni er þetta hjá þessu fólki sem kosið var á þing, voru ekki kosnir varamenn í bæjar og sveitastjórnir fyrir þetta fólk.
Þetta sýnir bara að fólk ætlar ekki að læra neitt bara tuddast áfram og nuðga kjósendum á alla kanta.
Já þetta eru sannir tækifærissinnar, ná eins miklu út úr ríki og bæ fyrir eins litla vinnu og hægt er.
Þetta er eitt af þessu "FOKKING FOKK"
Reyna svo að halda sér vakandi þið sem eruð úti að aka hvort sem er.
Þetta finnst mér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
- annaeinars
- arikuld
- arndishauks
- utvarpsaga
- reykur
- kaster
- birgitta
- gattin
- brylli
- dansige
- danth
- egvania
- finni
- gelin
- gudbjorng
- straumar
- hallkri
- heidistrand
- hlf
- heimssyn
- snjolfur
- don
- fridust
- jakobjonsson
- jenje
- jon-o-vilhjalmsson
- prakkarinn
- juliusbearsson
- larahanna
- veffari
- olinathorv
- omarragnarsson
- svarthamar
- skari60
- fullvalda
- nimbus
- sigurjonth
- tara
- vga
- thj41
- heilsa
- kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 84478
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar