Veggjalúsin er að koma aftur. En henni var útrýmt hér á landi fyrir áratugum.
Lúsin er 4-5mm löng, hún er glær en verður rauð eftir að hafa sogið blóð úr fórnarlambi sínu. Hún er flöt, vængjalaus og búkurinn háralus. Lífsferill Veggjalúsar er egg,lifra og fullvaxið dýr.
Egg klekjast út á 6-17 dögum við 21-28 stiga hita. Kvenndýrið verpir 1-5 eggjum á dag.
Breittar aðstæður hafa gert það að verkum að nú er tilfellum á Veggjalús fjölgandi.
Hingað til lands komu tugþúsundir farandverkamanna frá ýmsum löndum og frá löndum þar sem Veggjalús er landlæg.
Nú er farandverkafólkið að fara úr landi og Íslendingar að flytja inn í íbúðirnar og þá kemur þessi ófögnuður í ljós.
Mjög erfitt getur reynst að ráða niðurlögum þessa dýrs. En það er hægt ef fólk fer eftir þeim fyrirmælum sem meindýraeyðirinn gefur.
Oftast er Lúsin bundin við einn hýsil en þegar þær fjölga sér þurfa þær meira og byrja að dreifa sér um húsið.
Því er afar mikilvægt að þegar fólk verður fyrir skordýrabiti heima hjá sér,að leita strax í rúmum sængum og í og á húsgögnum við svefnstaði.
Mjög mikilvægt er að ef Veggjalús greinist heima hjá fólki og kannski bara í einu herbergi er að færa ekkert úr sýkta herberginu yfir í önnur.
Lúsin skynjar hita og útstreymi frá fólki og fer þá á stjá til að fá sér að drekka. Hún kann sér ekki hófs og drekkur og drekkur þar til hún er orðin svo útþanin að hún bara dettur af hýslinum og þá skríður hún í felur, en skilur eftir sig blóðdropa eða blóðrák í rúminu.
Það er nær ómögulegt að eyða Lúsinni úr rúmum og húsgögnum, sem eru með lúsaskít og hreiðurstaði þau eru ónýt . Það verður að vagúmpakka rúmum og húsgögnum í palst áður en farið er með þau úr sýktum herbergjum.
Það má ekki henda sýktum rúmum í Sorpu, það verður að láta urða þau t.d. upp í Álsnesi eða láta brenna þetta dót þar sem það er gert.
Þetta er rosalegt tjón sem fólk getur orðið fyrir og eins gott að fólk fari að taka tryggingar fyrir þessum hlutum þegar það tryggir innbú sín.
Ég hef sent inn erindi til Sóttvarnalæknis með beiðni um að skilgreina þetta, sem heilbrigðisvandamál og gera svona tilfelli tilkynningarskyld, eins og með rottuna. Og er málið í ferli hjá embættinu.
Það er rosalega mikilvægt svo fólk sé ekki sjálft að henda hlutunum og dreifa því dýrinu með því.
Leitið ráða hjá fagmönnum.
Nokkur tilfelli af skordýrabiti valda ofnæmi og þarf þá fólk jafnvel að leita læknis.
Talið er að veggjalúsin hafi borist til landsins með Norskum hvalföngurum á seinnihluta 18 aldar.
Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og Varnir 2004
Þetta finnst mér.