Færsluflokkur: Umræðan
24.1.2009 | 10:07
Dagur nr: 6 í Mótmælum.....Nú fyllum við Austurvöll kl. 15:00 í dag.
Það er afar mikilvægt að sýna samstöðu á mótmælafundi á Austurvelli kl: 15:00 í dag.
Þær hugmyndir sem komnar eru fram af hálfu Sjálfstæðismanna eru bara hugmyndir og þær ná of skammt. Samfylkingin á svo eftir að samþykkja þær.
Þar er ekkert tekið á því að ráðherrar í ríkistjórn Geirs Hilmars sem svo sannarlega hafa brugðist séu látnir sæta ábyrgð og taka pokan sinn. Nei það er ekki gert.
Þá er embættismönnum sem svo sannarlega hafa klúðrað málunum frekar hyglað en hitt.
Ef þessir fárveiku foringjar mundu bara einu sinni hlusta á raddir fólksins og átta sig á að það er fólkið sem er að mótmæla.
Og skoða niður í eigin ranna persónugjörningin sem það stendur fyrir það á að stiga til hliðar strax.
Þjóðin á ekki að líða fyrir veikindi fólks, fólk á að stiga til hliðar og leita lækninga og láta sér batna.
Það kemur maður í manns stað. Það er enginn ómissandi.
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hrynja í skoðanakönnun sem birt er í dag, sýnr að þessir flokkar hafa ekki þjóðina á bakvið sig lengur.
Það á að slíta þessu stjórnasamstarfi strax.
Forsetinn á að mynda þjóðstjórn með sérfræðingum og gera nýja stjórnarskrá.
Það á að breyta kosningalögum svo hægt sé að kjósa fólk ekki flokka.
Það á að draga fólk til ábyrgðar.
Stofnun nýs Íslands með kosningum er það sem þjóðin vill.
Það hefur ekkert upp á sig að láta stjórnarandstöðuna koma inn í stöðuna í dag þeim er ekki heldur treystandi í þessu flokksræði sem við búum við.
Þetta finnst mér.
![]() |
Rólegt á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2009 | 00:42
Þegar fólk verður veikt fer fólk í veikindafrí......... Maður kemur í manns stað !!!
Maður skilur þetta ekki alveg, mjög alvarleg veikindi herja á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Utanríkisráðherra og Geir Hilmar Haarde Forsætisráðherra.
Sem er að fara í aðgerð um næstu mánaðarmót erlendis.
Og vonandi ná þau sér af þessum veikindum. En það getur tekið tíma enda ekki neitt smáræði að þessu fólki.
Og vegna aðstæðna í persónulegum ranni þessara stjórnmálamanna sem eru veikir þarf að
endurskipleggja allt. Þau þurfa að stíga til hliðar meðan þau eru að ná bata.
Og þau eru með fólk til að leysa sig af, Ágúst Ólafur Ágústsson, er varaformaður Samfylkingarinnar og ætti að stjórna Samfylkingunni í fjarveru Ingibjargar en hann er ekki á Þingi.
Svo það er eina lausnin að láta "svila sinn "vera í hlutverkinu að leysa sig af.
Og svo er hann Ágúst Ólafur ekki mikill leiðtogi, finnst mér.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hún ætlar að leysa Geir Hilmar af þegar hann fer í aðgerðina.
En hún Þorgerður Katrín er ekki mikil leiðtogi heldur. Hún hefði ekki átt að atyrða Davíð forðum.
Og hún hefur ekki mikinn möguleika á ESB aðeildinni ef Geir Hilmar verður ekki kominn til baka fyrir Landsfundinn.
Þetta er bara eitt alsherjar "kaos"
En á meðan er allt látið reka á reiðanum.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 17:26
Davíð Oddsson verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins !!!!
Sjálfstæðisflokkurinn er byrjaður að liðast í sundur og mikil átök eru boðuð undir rós af hinum ýmsu kandidötum í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins og þingmönnum sem hugsa sér gott til glóðarinnar.
Nokkrir þeirra kandidata sem horfa til formannssætisins eru búnir að vera í átökum við fólkið í landinu í langan tíma.
Það er alveg ljóst að það eru engin afgerandi foringjaefni á lausu hjá Sjálfstæðismönnum.
Ég treysti ekki þessu stuttbuxnaliði Sjálfstæðisflokksins sem nú vill meiri frama eins og Guðlaugur Þór, Bjarni Benediktsson, llluga Gunnarssyni, Sigurði Kára. Kristjáni Þór og fl.
Ekki er frekar foringjaefni í kvennahópi Sjálfstæðiskvenna. Ég tel að Þorgerður Katrín hafi ekki þetta sem vantar til að vera formaður Sjálfstæðisflokksins.
Það er því bara Davíð Oddsson sem er á lausu.
Davíð Oddsson mun bjóða sig fram til formann Sjálfstæðisflokkisins á Landsfundi og leiða flokkinn næsta kjörtímabili. Hann lætur ekki flokkinn fara í svaðið vegna foringjaleysis.
Þetta finnst mér.
![]() |
Veikindi Geirs mikið áfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2009 | 09:38
Dagur nr: 4 í Mótmælum...Geir og Ingibjörg ætla ekki að gera neitt !!!!
Mótmæli undanfarna daga hafa engin áhrif á Geir Hilmar Haarde eða Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Þau ætla ekki að breyta neinu og nú eru mótmælin að breytast í hljóðlaus og eftirtektar lítil mótmæli.
Ég er ekki að tala um ofbeldið það mátti hverfa ég er að tala um kraftinn í mótmælendunum mér finnst hann vera að dofna. Enda virðist ekkert hlustað á þjóðina núna.
Stjórnmálamenn virtust uggandi í gær og fyrradag en eru allir að færast í aukana aftur og við fáum að heyra aftur og aftur sama bullið í þeim.
Fólk merkt sem friðarsinnar stendur vaktina og fer fyrir mótmælum í dag. Það er allur kraftur farinn úr þessum mótmælum.
Þurfum við eitthvað að friðmælast við þetta fólk sem sýnir okkur bara puttan aftur og aftur.
Og talar ekkki við einn eða neinn og beytir bara Lögreglunni fyrir sig.
Ég hef komið niður á Austurvöll á hverjum degi eftir að mótmælin hófust ég skynja þessa breytingu.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir upplifir ekki nein mótmæli og telur bara að allt sé í lagi,það er ekki þjóðin sem er að mótmæla.
Hún heldur bara að það sé bara hægt að bíða og bíða eftir að hún nái heilsu einhverntíma á þessu ári. Þetta er bara ekki alveg í lagi.
Er ekki Samfylkingin með Varaformann sem ætti að leysa Ingibjörgu Sólrúnu af meðan hún getur ekki sinnt vinnu sinni og ábyrgð vegna veikinda.
Hún verður bara að átta sig á því eins og Geir Hilmar að þau eru ekki ómissandi.
Þetta finnst mér.
![]() |
Allt kemur til greina" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 00:26
Dagur nr: 4 í mótmælum....Mótmæli halda áfram nú vonandi í friðsemd !!!!
Mörg hundruð manns er á Austurvelli að mótmæla með lúðrablæstri, áslætti og hrópum.
Það hefur verið að bætast í hópinn jafnt og þétt í allt kvöld.
Mótmælin eru friðsöm þó einstaka eggjum og skyri hafi verið hennt.
Óeyrðalöglegla hefur dregið sig til hliðar en er á svæðinu.
Vonandi verða þetta friðsöm mótmæli í nótt.
Þora menn ekki lengur að bera rauða borða ?
Ég hélt að óranslitur stæði fyrir allt annað en frið.
Þetta finnst mér.
![]() |
Appelsínugul mótmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2009 | 21:26
Dagur nr 3 í mótmælum...Mótmælendur verða dregnir til ábyrgðar !!!
Mótmælendur hafa verið myndaðir og verða dregnir til ábyrgðar. Og mikið réttlætismál.
En ekki þeir sem ollu hruninu, atvinnuleysinu, og vonleysinu sem hefur skapast.
Það eru til myndir af þeim öllum.
Ekki þeir sem stálu sparifé fólks og fluttu það úr landi.
Það eru til myndir af þeim öllum.
Ekki ráðherrarnir og opinberir embættismenn í Seðlabanka, eða Fjármálaeftirliti, ekki útrásarvíkingarnir.
Það eru til myndir af þeim öllum.
Ekki ríkistjórnin sem tók fullan þátt í ósómanum með þotuliðinu.
Það eru til myndir af þeim öllum.
Nei mótmælendur skulu dregnir til ábyrgðar. Það er allt þeim að kenna að mótmæli fara úr böndunum.
Þó valdstjórnin hafi úðað piparúða, sprengt táragas og barið mótmælendur með kilfum af því að henni fannst sér ógnað ?
Dómsmálaráðherran er alltaf sjálfum sér líkur.
Þetta finnst mér.
![]() |
Munu hafa uppi á ofbeldismönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðan | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2009 | 06:55
Dagur nr. 3 í mótmælum... Tár og Gas
Atburðir næturinnar urðu dramatískir og fólk slasaðist í átökum.
þetta eru vissulega tímamót í Íslenskri opinberri mótmælasögu. Táragasi hefur ekki verið beitt á Íslandi í 60 ár.
Búist er við áframhaldandi mótmælum og menn eru uggandi að mótmælin fari í mun harðari farveg.
Ríkistjórn Íslands á að segja af sér.
Forsetinn á að grípa í taumana og setja á þjóðstjórn og boða til kosninga.
Til hvers er þessi stjórnarskrá ?
Vonandi segir Geir Hilmar af sér í dag.
Þetta finnst mér.
![]() |
Táragasi beitt á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2009 | 00:17
Dagur nr. 3 í mótmælum....Mótmælendum fjölgar vegna átaka !!
Rétt fyrir miðnætti skarst í odda með mótmælendum og lögreglu á Austurvelli.
Mikill hiti er í mönnum vegna handtöku lögreglu á mótmælenda.
Mótmælin munu standa langt fram á nótt með öllu tilheyrandi.
En Geir Hilmar Haarde sagði í kvöld að þetta væri bara fámennur hópur að mótmæla.
Hverskonar afneitun er þetta eiginlega.
Samfylkingin samþykkti stjórnarslit í stærsta flokksfélagi Samfylkingarinnar á landinu, hin fylgja eftir hvaða nánari skilaboð þurfa ráðherrar Samfylkingarinnar frá grasrótinni.
Þetta ráðherralið er bara gegnum spillt.
Þetta finnst mér.
![]() |
Lögregla beitti kylfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðan | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 20:54
Dagur 2 í mótmælum.... Geir Hilmar ætlar ekki að boða til kosninga !!!!!
Það getur enginn stjórnað Íslandi nema ég sagði Geir Hilmar Haarde í Kastljósi kvöldsins.
Hrokinn, afneitunin sama endalausa bullið um að allt sé á fullu í viðleitni Geirs Haarde og ríkistjórnarinnar með að leysa vandamál líðandi stundar, virkar á mig eins hjákátlegt mjálm í Norskum skógarketti.
Geir Hilmar skilur ekki að hann hefur ekki traust þjóðarinnar lengur, hann heldur bara að þessi mótmæli sem nú breiðast um landið, bara hjaðni ef hann geri nógu lítið úr mótmælum þjóðarinnar.
Það versta er að mótmælin eiga eftir að harðna og um helgina spái ég að mikill mannfjöldi komi til mótmæla.
Og það dragi til alvarlegra tíðinda vegna aukinar gremju og reiði fólksins sem er að mótmæla.
Ríkistjórnin er fallin bara spurnig hvenær Geir Hilmar Haarde skilur hvernig ástandið er og yfirgefur forsætisráðuneytið.
Í kvöld gerist það líka að Samfylkingin klofnar og ráðherrar Samfylkingarinnar verða víttir og rúnir trausti grasrótarinnar.
Ég held að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir komi ekki til baka í bráð. Vona samt að hún nái sér.
Samfylkingin er líka búin að vera sem eitthvað kjölfestuafl í Íslenskum stjórnmálum.
Þetta finnst mér.
![]() |
Ekkert mælir gegn því að kjósa næsta vetur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2009 | 00:30
Dagur nr. 2 í mótmælum.....Mótmælin halda áfram í alla nótt !!!
Það hefur fjölgað í mótmælendahópnum jafn og þétt í allt kvöld.
Og eru kröftug mótmæli ennþá með trommuslætti og bálkesti og hrópum við Alþingishúsið.
Mikið lið lögreglu er á staðnum og varalið í viðbragðsstöðu.
Þetta er það sem Geir Himar vill, hann vill að allt endi með ósköpum.
Ég er hræddastur um að það endi með því að þessir ráðherrar og þingmenn verði dregnir út úr sínum fílabeinsturnum á hárinu og hýddir opinberlega. En auðvitað er þetta bara óskhyggja.
Forsetinn á að setja þingið og ríkistjórnina af og setja þjóðstjórn sem setur nýja stjórnarskrá og undirbýr kosningar strax.
Það á að leysa upp sveitastjórnir og boða til kosninga jafnhliða sveitastjórnum og fólk á að fá að velja fólk af listum sem það treystir en ekki einhverjar flokksvélar.
Kjósa á nýjan forseta líka á sama tíma.
Það er bara alsherjar bylting í gangi og þessir 63 aular sem kosnir voru til ábyrgðar eiga ekki að fá tækifæri aftur þeirra tími er liðinn.
Þetta finnst mér.
![]() |
Jólatréð brennt á bálinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
-
annaeinars
-
arikuld
-
arndishauks
-
utvarpsaga
-
reykur
-
kaster
-
birgitta
-
gattin
-
brylli
-
dansige
-
danth
-
egvania
-
finni
-
gelin
-
gudbjorng
-
straumar
-
hallkri
-
heidistrand
-
hlf
-
heimssyn
-
snjolfur
-
don
-
fridust
-
jakobjonsson
-
jenje
-
jon-o-vilhjalmsson
-
prakkarinn
-
juliusbearsson
-
larahanna
-
veffari
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
svarthamar
-
skari60
-
fullvalda
-
nimbus
-
sigurjonth
-
tara
-
vga
-
thj41
-
heilsa
-
kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 85263
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar