Færsluflokkur: Meindýravarnir

Ranabjöllur geta verið skaðvaldar í gróðri !

Ranabjöllur eru oft nefndar væflur . Yfir  20 tegundir af ranabjöllum hafa fundist á Íslandi.

Það er mjög gott ef fólk lætur greina ranabjöllurnar, sem mest hafa sig í framm og þekja veggi og gólf í híbýlum manna mörgum til milkils ama.

Ranabjöllur naga oftast rætur plantna og trjáa og verpa í rætur og stöngla.

Það er t.d. gott ráð að vökva pottaplöntur vel til að fá bjöllurnar upp á yfirborðið.

Þaðer hægt að eitra fyrir þessum garð - gesti og skal það gert á vorin.

Heimildir : Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og varnir  2004

Þetta finnst mér.


Er Kanínan meindýr ?

Kanínur eru af ættinni  Leporidae. Tala má um Kanínuna, sem húsdýr,gæludýr,nytjadýr,villtdýr og meindýr.

Kanínur er flestar taldar hafa komið frá viltum kanínum á Spáni og Frakklandi fyrr á öldum.

Allar ræktaðar Kanínur eru afkomendur Evrópsku Kanínunar.

Hér á landi lifa nokkrar tegundi og eru helstar feldkanínur(Castor rex) og loðkanínur( Angora) sem eru hreinræktaðar og nokkuð stórar eða 4-5 kg.

 Villikanínan (Oryctolagus cuniclus) er villt um allan heim og hefur maðurinn séð um að flytja hana á milli heimsálfa.

Hún hefur geysilega aðlögunarhæfni finnst jafnt á láglendi sem hálendi allt að 1200m hæð.

Hún hefur orðið að plágu sumstaðar þar sem ekki hafa verið rándýr til að halda stofninum í skefjm.

Hér á landi lifa Kanínur villtar í Öskjuhlíð í Reykjavík og hefur meindýraeyðir oft verið fenginn til að fækka þeim þar sem þær eyðileggja allan nýgróður í görðum  og í Kirkjugarðinum.

Þær eru komnar í flesta skóga fyrir sunnan og norðan en ekki á Austfjörðum.

Í Vestsmannaeyjum var meindýraeyðirinn fenginn til að fækka þeim þar ,sem þær voru að hrekja Lundan í burtu úr holum sínum.

Karlkynskanínur eru oft nefndar "Kanar"og kvenkynskanínan "Kænur" og kanínuungan "kjána",ekki eru allir sáttir við þessar nafngiftir.

Ég kalla Kalldýrið " Ýli "og kvenndýrið "Böru" og kanínuungan "Búra" sem er svona þægilega að muna finnst mér.

Kanínufeldur er notaður sem ódýrari kostur í pelsa og eftirlíkingar á pelsum.

Kanínur sem gæludýr geta orðið allt að 13 ára gamlar.

Villtarkanínur verða allt að 5 ára gamlar.

Nokkuð er um að fólk fari með kanínur í skógana og í Öskjuhlíðina,Heiðmörk, Kjarnaskóg,Þrastarlund og víða og víða og sleppa gæludýrum sínum.

Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur Um Meindýr og Varnir 2004

Þetta finnst mér.

 


Ertu með Flatlús ?

Flatlús (Phthirus pubis) er sníkjudýr sem er aðallega að finna í hárunum í kringum kynfærin, hún er því heilbrigðisvandamál og því ekki í á verksviði meindýraeyða að eyða.

Þessi færsla er vegna spurninga sem hafa borist mér á netfangið mitt, frá fólki í vanda .

Ef þið viljið eitthvað vita um um þetta dýr.

Skulið þið bara fara inn á google og spyrja um “Flatlúsina” þar er nóg af svörum.

Þetta finnst mér.


Skoffín og Skuggabaldur hafa hrætt marga !

Afkvæmi Kattar og Refs hafa verði kölluð Skoffín og Skuggabaldur. Móðir Skoffíns er Köttur en móðir Skuggabaldurs er Tófa.

Skuggabaldur er líka notað yfir illan anda,læðupoka, en Skoffín yfir kjána, stelputrippi og stundum gæluorð við börn.

 Mönnum bar saman um að ekki stafaði hætta af Skoffínum en öllu verra var með Skuggabaldur sem gerðist dýrbýtur og ekki var hægt að skjóta hann með venjulegir byssu.

 En þetta er auðvitað komið úr Íslenskum þjóðsögum.

Í þjóðsögum Jóns Árnassonar er m.a. sagt frá því að Húnvetningar hafi tekist að króa Skuggabaldur af og drepa hann. Áður en hann hlaut banastunguna mælti hann áhrínisorð.

Banamaðurinn hermdi orð Skuggabaldurins um kvöldið í baðstofu, stökk  þá gamall fressköttur á manninn og læsti klóm og kjafti í háls hans. Kötturinn  náðist ekki fyrr en höfuðið var stýft af honum en þá var maðurinn dauður.

Því má bæta við að af erfðafræðilegum ástæðum geta þessar dýrategundir ekki átt afkvæmi saman.

Heimildir: Upplýsingar og fráðleikur um Meindýr og Varnir   2004

Þetta finnst mér.


Íslenska Hagamúsin er stærsta skógarmús í heimi !

Talið er að Hagamúsin hafi borist til Íslands með landnámsmönnum.

Íslenska Hagamúsin er stærsta skógarmús sem þekkt er á jörðinni, Músin vegur 24-34 g og er 8-11 cm á lengd.

Hagamýs lifa í gróðurlendi um allt land og í sumum eyjum við landið.

Þær leggjast ekki í dvala um veturna heldur nýtir matraforða sinn sem hún hefur safnað yfir sumarið,eins og lúsamulningur,ber,kornsúrulaukar,fíflafræ og fl.

Hagamýs gera sér kúlulaga hreiður sem þær fóðra með laufi, sinu og jafnvel ull og fiðri ,pappír og ýmsu sem tilfellur.

 Meðgöngutíminn er 25 dagar og ungarnir, sem eru 4 til 9 í hverju goti,ungarnir verða sjálfbjarga á þremur vikum.

Hagamýs hafa 16 tennur.

Íslenskar Hagamýs njóta alfriðunar úti í náttúrunni.

Þegar harðnar á dalnum leitar Hagamúsin í hýbýli manna, morgum til mikilla ama.

Heimildir: Upplýsingar og fróðkleikur um Meindýr og varnir 2004

Þetta finnst mér.


Húsamúsin er í sókn !

Upphaflega er talið að Húsamúsin hafi komið frá Norður-Indlandi og hafi í tímans rás borist um allan heim með manninum. Talið er að undirtegundir í Evrópu séu tvær (M.m. Musculus sem er í Skandinavíu og Nyrst á Jótlandsskaga og um alla Austanverða Evrópu.

Hin tegundin (M.m. Domesticus)  er á Bretlandseyjum og víðar um Vestur- og Suður Evrópu og hún er sú tegund sem er á Íslandi.

Hún gengur með í 25 daga og gýtur 4 -13 ungum í einu.

Hún er kynþroska  eftir @  48 daga. Lífstími Húsamúsarinnar eru 6-8 mánuðir.

Talið er að Húsamúsin hafi borist til landsins með landnámsmönnunum.

Heimildir : Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og varnir  2004

Þetta finnst mér.


Húsamaurinn (Klóakmaurinn) er ákveðinn sendiboði !

Þegar Húsamaur ( Hypoponera punctatissima) í daglegu tali kallaður (klóakmaur)lætur sjá sig í híbýlum manna er hann segja fólki frá því að ekki sé allt í lagi með skólplagnir hússins.

Húsamaur er þekktur um allan heim og aðeins litarmunur og fjöldi augna skilur á milli tegunda.

Hann lifir í húsagrunnum við inntakslagnir í húsum við og undir skólplögnum í búum. Talið er að allt að 5000 dýr séu í hverju búi.

Hann sést oftastnær í kringum niðurföll  er þá í líki flugu en það er húsamaurs drotning sem kemst inn í skólprörið og kemur upp í gegnum niðurföll í baði eða vaski.

Húsamaurinn getur stungið þá mindast roði og fólki klæjar jafnvel í nokkra daga.

Húsamaur er vísbending um að eitthvað sé að skólplögnum og eina ráðið er þá ef hann greinist hjá ykkur er að mynda skólplagnirnar.

Það hefur lítið að segja að láta eitra inni hjá sér, því vandamálið er fyrir utan húsið. En það slær á þetta einhvern tíma ef eitrað er.

Ef ekkert er gert í málinu varðandi lagnir þá er ekki langt að bíða með að annar gestur reyni að heimsækja þig eða Rottan.

Húsamaurinn finnst líka í útihúsum og ámóta stöðum.

Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og varnir  2004

Þetta finnst mér.


Guli fatamölur er enn á ferðinni !

Hver man ekki eftir því að það voru settar mölkúlur í fatarskápa og í ferðatöskur þar sem föt voru geymd.

Mölflugan eða Guli fatamölur eru alltaf að láta sjá sig annað kastið þó svo sannarlega að tilfellum um Möl hafi fækkað gríaðrlega á síðustu árum. Trúlega má þakka því að ullarteppi á íbúðum hafa horfið að mestu leiti og betur er loftræst og upphitað húsnæði er fyrir hendi.

Fatarmölurinn (Tineola bisselliella) er kallaður Guli fatamölur. Fremri vængir eru gulir og glitrandi,afturvængir eru líkagulir en dekkri.Vænghafið er 10-16 mm.Lifra mölflugunar er hvít með mógult höfuð og um 10 mm löng.

Kvennflugan verpir allt að 500 eggjum um ævina. Þar sem mölur er til staðar má búast við að á einu ári þroskist fjórara kynslóðir.

Það þarf að finna uppeldisstöðina og uppræta hana og eitra síðan, stundum finnst ekki uppeldisstöðin en það hefur samt mikið að segja að eitra til að slá á fiðrildin sem eru komin að varpi.

Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og varnir 2004

Þetta finnst mér.


Svartrottan er bara í Vestmannaeyjum !

Svarttrottan (Rattus rattus) oft nefnd “skiparotta” hefur alveg tekið yfir Í nagdýrafánu Vestmannaeyja.

Áður fyrr var Brúnrottan (Rattus norvegicus) alsráðandi í Vestmannaeyjum en eftir gos breyttust aðstæður og Svarttrottan nam þar land og yfirtók og útrýmdi hinni sönnu Brúnrottu.

Í dag er að vísu mjög sjaldgjæft að Svarttrotta sýni sig en mikið er um afbrigði af svarttrotttum.

Hún lifir í húsagrunnum og í skólpræsinu. Henni fylgja snýkjudýr líkt og öðrum nagdýrum  eins og t. d. flær og bandormurinn (Hymenolepis nana) sem getur líka lifað á og í mönnum.

Það er mjög mikilviðkoma hjá rottuni ef hún lifir við kjörskilyrði líða 21-24 dagar milli gota. Og í hverju goti 5-10 ungar.

Svarttrottan er með mjög beittar klær og á afar gott með að klifra.

Í Bandaríkjunum er Svarttrottan kölluð þakrotta ( roof rat) hún lifir þar villt úti við.

En Svarttrottan er ekki svört heldur dökk grá.

Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og varnir  2004

Þetta finnst mér.


Hvað veist þú um Mannkláðamaurinn ?

Þetta litla dýr er aðeins 0,3mm að lengd og vart greinanlegur með berum augum. Hann tilheyrir áttfættlumaurum og lifir á mönnum. Ýmsar undirtegundir lifa á dýrum og geta borist á menn t.d af svínum.

Maurarnir grafa göng í yrsta lag húðarinnar og þar verpa kvenndýrin eggjum sínum. Eftir 3-5 daga klekjast út örsmáir ungar, líkir foreldrunum en eru þá aðeins með sex lappir. Eftir þrenn hamskipti eru maurarnir fullþroska og lifa aðeins í tvær eða þrjár vikur.

Maurunum fylgir mikill kláði og þegar menn rífa ofan af blöðrum geta menn fengið sýkingar.

Áður fyrr var Kláðamaurinn algengur hér á landi en nú hefur honum að mestu verið útrýmt

Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og varnir 2004

Þetta finnst mér.


Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 84478

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband