Færsluflokkur: Meindýravarnir

Bananaflugan er fljót á vettvang !

Bananaflugan er fljót að láta sjá sig þegar eitthvað sætt hellist niður eða umbúiðir utan um sykraðar vöru rofnar. Bananaflugan er tvívængja. Hér á landi eru 360 tegundir tvívængja en 85 þusund í öllum heiminum.

Bananaflugan (Drosophila melanogaster) er sú flugutegund sem mest hefur verið rannsökuð undanfarin 90 ár og verið mikið notuð við erfðarannsóknir.( Ættli Kári viti um þetta ? )

Lífsferli flugunar eru 14 dagar við bestu skilyrði 25°C hita og 40-50% raka. Flugan finnur sér stað til að verpa á sem næg næring er til staðar t.d í mötuneytum og veitingarstöðum. Þar hefur flugan oft verpt í stúta djús- og gosvéla yfir helgar, þegar ekki verið að nota tækin. Möguleiki er á að ferlið fari af stað við slíkar aðstæður og hefur gert.

Bananaflugan makar sig á ákveðnum mökunarstöðum. Karlflugan er aðeins stærri en Kvennflugan. Karlflugan dansar í kringum Kvennfluguna á mjög flókinn hátt og besti dansarinn uppsker sitt, mjög sjaldgæft er að Karlflugan velji sér maka.

Bananaflugan berst hingað með ávöxtum og varningi.

Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og varnir  2004

Þetta finnst mér.


Er Kötturinn þinn meindýr ?

Kettir eru smitberar því á þeim lifa sníkjudýr, sem þeir bera inn á heimili manna. Hér má nefna  flær og maura og í saur Katta lifir algengasti þráðormurinn á Íslandi eða kattarspóluormurinn(Toxcara cati).

Elstu heimildir um Ketti eru 11 þúsund ára gamlar og þá var vitað um minnst þrjár tegundir Katta.

Skógarköttinn og Kött sem lifí á eyðimörkum Asíu og síðan Afríska villiköttinn.

Flestir heimilskettir eiga ættir sínar að rekja til Afríska villikattarins.

Á síðustu árum hefur tilfellum fjölgað mikið að meindýraeyðar þurfi að fanga Ketti sem augsýnilega eru orðnir villikettir.

Ýmsar skýringar eru á fjölgun villikatta, ómerktir kettii strjúka,kettir eru skilja ketti eftir þegar þeir flytja og svo margt annað.

Áttfættlumaurinn (Cheyleiella parasitovoarx) var nær óþekkt vandamál til skamms tíma eða til ársins 1986, þegar hann greindist í tveimur innfluttum köttum.

Síðan þá hefur maurinn breiðst út bæði í Köttum og Hundum.

Það ætti að láta ormahreinsa ketti minnst tvisvar á ári hjá dýralækni.

Meindýraeyðar fara afar varlega þegar þeir eru kallaðir til vegna katta.

Kettir bera fuglaflóna í garðinum inn í híbýli manna.

Flestir telja ketti mjög þrifalega og tilvalda sem gæludýr m.a. vegna þess félagsskapar sem kötturinn veitir.

Þessi ánægja er mest meðan kötturinn er kettlingur en vill hvarfa eða minka þegar kötturinn eldist og fer að koma með fugla og mýs heim til húsbóndans.

Ef fólk er bitið af skordýri og köttur er á heimilnu er ráð mitt að fara með köttinn til dýarlæknis og láta skoða  hann.

Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og varnir  2004

Þetta finnst mér.


Eru Kakkalakkar heima hjá þér ?

Margt er að breytast í skordýrafánuni á Íslandi en breytist samt hægt.

Einu sinni gengu þær sögur fjöllunum hærri, að allt væri morandi í Kakkalökkum á Keflavíkurflugvelli.

Þegar “Kaninn” fór gerði ég útekt fyrir staðarhaldarana á Keflavíkurflugvelli um stöðu mála í meindýrafánuni á vellinum.

Aðeins í einu tilfelli, af á annað þúsun sýnum sem voru tekin, alstaðar í”kanabænum” fannst Kakkalakki og hann var Þýskur.

Þeim Kakkalökkum var að sjálfsögðu eitt og svæðið hreinsað.

Ég hef oft spurt mig, trúði fólk virkilega þessu bulli í mönnum að Ameríkanar vildu lifa við slíkan viðbjóð ?

Hins vegar hafa hlutirir breyst nú eru að koma upp Kakkalakka tilfelli eitt til tvö í mánuði á höfuðborgarsvæðinu og víða á landinu.

Og enn sem fyrr eru það í íbúðum, sem erlent farandverkafólk er að skila af sér og Íslendingar eru að taka við.

Kakkalakkar eru alætur og miklir skaðvaldar í matvælum, naga pappír,gamlar bækur og fl.

Þeir eru daunillir og skilja eftir sig úrgang hvar sem þeir fara.

Ef þeir eru kramdir gýs upp fnykur eins og af terpetínu.

Kvenndýrin bera með sér 20-40 egg í hólfi í afturendanum í tvær vikur eða þar til eggin klekjast út.

Bakarí og veitingastaðir og heimili eru svona kjörstaðir fyrir þessi dýr.

Það hefur komið upp nokkrum sinnum að eitra hefur þurft heilu stigagangana út af Kakkalökkum.

Því þeir komast auðveldlega milli hæða í loftræstikerfinu og svo bara með leiðslum.

Það er ekki sama hvernig eitrað er fyrir þeim og hvaða eitur er notað.

Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og Varnir   2004

Þetta finnst mér.


Veggjatítlan étur innviði húsa !

Veggjatítla er vel þekkt á höfuðborgarsvæðinu og það hefur orðið vart við hana um allt land.

Það er hægt að segja að sumum húsum sé hættara við smitun en öðrum, eins og húsum þar sem einangrun hefur rýrnað og rakastig þar afleiðandi hækkað en Veggjatítla þarf kjöraðstæður til að lifa.

Kjöraðstæður eru 22-23 hiti 30% raki í viðnum. Þær þrífast ekki í hita yfir 28°C og 11% raka í við.

Fullorðnar bjöllur eru einlitar brúnar, staflaga og nokkuð breytilegar að stærð 2,8-4,8 mm. Þær verpa 20 - 60 eggjum í goti. Þær fljúga um fengitíman og leita þá oftast í birtu og finnast oft í gluggum.

Þær eru skammlífar lifa oft ekki nema tvær til þrjár vikur en ná að makast og verpa. Þær verpa í göt og sprungur í viðnum.

Eggin klekjast út á 3-4 vikum og lifrurnar éta sig inn í viðinn. Lifrurnar eru ljósir fótstuttir ormar, með harða dökka höfuðskel. Heimildum ber ekki saman um hve lengi lifrurnar eru að vaxa upp sumir segja 2-4 ár, aðrir segja ferlið vera 4-8 ár.

Bjöllurnar klekjast út á sumrin í lok maí og fyrri hluta júlímánaðar. Þær grafa sig út á yfirborðið og við það myndast  1-2 mm borgöt.

Hægt er að ráða niðulögum veggjatítlunar með ýmsum ráðum. Og setja upp forvarnir fyrir þær.

Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og Varnir  2004

Þetta finnst mér.


Húsflugan er meindýr !

Húsflugan er eitt af fjórum hættulegustu dýrum í heiminum samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðistofnunar.

Talið er að 1.4 miljónir manna hafi látist af hennar völdum í heiminum á síðasta ári.

Hún ber á milli bakteríur og sjúkdóma, þar má nefna mislinga,skarlatsótt,taugaveiki,berklaveiki,svartadauða, blóðkreppusótt,listeríu,campylobacter,salmonellu,cycospora,cryptospoidium,E.coli o.fl. 

Og er ástandið verst í löndum sem lítið hreinlæti er og mikil mannmergð þar einmitt grassera þessir sjúkdómar.

 Hér á landi eru til Stóra Húsfluga og Litla Húsfluga. Húsflugan telst til tvívængja 85 þúsund tegundir tvívængja eru til í heiminum og 360 hér á landi.

Og nokkrar tegundir skildar húsflugunni eru víða sjánlegar eins og í kirkjum og við sjávarsíðuna.

Húsflugan getur flogið allt að 20 km leið í einu.

Húsflugan verpir eggjum sínum í saur. Hún verpir 130-150 eggjum í goti.

Hún er með sograna sem hún notar við að sjúga efni af yfirborði því sem hún situr á. Og áður en hún flýgur af stað aftur skítur hún úrgangi frá síðasta viðveru stað.

Dæmi: Húsflugan situr á Kattarskítnum í Kattarkassanum inn í þvottahúsi hjá þér og flýgur síðan inn í eldhús þar, sem þú ert að borða brauðið þitt og hún sest á brauðið  og …ubs skítur á brauðið um leið og þú bentir hendinni að henni og fælir hana.

Það er afar mikilvægt að breiða alltaf yfir mat og matarafganga.

Mikið er til að búnaði til að eyða og fanga flugur og eru Flugnaljós einna áhrifamest í þeim tækjum, finnst mér.

En við þurfum í raun ekki að hafa áhyggjur af Húsflugunni hér á Íslandi er mikið hreinlæti , en mér finnst hún er bara ógeðslegt dýr.

Margir láta samt eitra fyrir henni í híbýlum sínum og á vinnustöðum.

Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og varnir 2004

Þetta finnst mér.


Eru Íslenskar Köngulær hættulegar ?

Svar mitt er alltaf nei .

Marg oft hefur fólk skrifað mér og jafnvel hringt í mig vegna hræðslu við Köngulær og beðið mig að eitra fyrir þeim.

Ég er ekki mjög hrifinn af því en auðvitað verða allir að geta lifað lífinu án hræðslu og ef Köngulær hræða fólk þá er sjálfsagt að hjálpa fólkinu.

En ætli menn viti að það eru í kringum 80-90 tegundir af áttfætlum á Íslandi, jú margir vita það.

Já ég sagði áttfætlur en allar Köngulær hafa átta fætur og eru því ekki skordýr, því skordýr hafa bara sex fætur.

Þær verpa eggjum.

Tíðarfar hefur áhrif á viðkomu þessara dýra og gera þær mismunandi sýnilegar.

Köngulær mynda því einn flokk dýra í lífríkinu í heiminum.

Algenastar eru Krossköngulóin eða eins og hún var kölluð áður Fjallaköngulóin, Hagaköngulóin og Krabbaköngulóinn og þær setja svip sinn á þjóðlífið.

Krossköngulóinn er orðin fræg fyrir að vefa garðhúsgögn og garðaskraut sínum vefum og tekur bara hús trausta taki.

Hagaköngulóin er í þjóðsögutákn finnst mér, eins og bara þetta, ” Könguló, Könguló vísaðu mér á berjamó” og margir hafa farið með þessa tilvitnun og kennt börnum sínum.

Könglær eru rosalega fallegar og vefir þeirra algjör snild.

Margir vísenindamenn hafa sagt að Köngulóinn verði eitt af dýrunum sem lifi eyðingu jarðarinnar.

Köngulær spinna vefi til að veiða flugur og halda því oft húsum hreinum inni fyrir flugum.

En það er samt ógeðslegt að geta ekki setið áreitislaus út í garði í stólnum sínum án þess að könguló þurfi að lesa “Moggan” með manni.

En auðvitað verðum við að lifa við þetta og læra að lifa við þetta.

Þetta finnst mér,


Af hverju eru Silfurskottur heima hjá þér ?

Silfurskottan er ein algengasta rakapaddan á Íslandi, hún finnst um allt land.

Hún þrífst best þar sem raki og hiti eru og þar leggur hún út egg sín.

Því gæti verið að byrja að leka hjá þér eða að lagnir séu illa einangraðar.

Þvi skordýrin eru alltaf að segja okkur eitthvað þegar þau birtast okkur.

Silfurskottan er ljósfælið dýr og eru því kjörstaðir hennar  undir gólflistum, í sökklum og í dimmum og rökum rýmum.

Silfurskottan er skordýr með 6 fætur og hreifir sig eins og fiskur og getur skotist afar hratt yfir gólf eða flöt.

Hún er ljósgrá, eða ljósgulleit og eins og hún sé hreistrug. Stundum er hún dökk.

Hún getur orðið 5 ára gömul og á lífsleiðinni við bestu skilyrði getur hún verpt 600 eggjum.

Talið er að hún verði kynþroska 3 ára. Eingöngu hafa fundist kvenndýr svo um meyfæðingu er að ræða hjá henni.

Þegar Silfurskottur finnast í fjölbýlishúsi þarf að eitra fyrir henni í þeim stigagangi sem hún finnst í og í sameign og geymslum.

Hún fer auðveldlega á milli hæða með leiðslum og bara með fólki.

Vandaðu val þitt á meindýraeyðinum, spurðu hann eftir meindýraeyðisleyfinu frá Umhverfistofnun og eiturefnaleyfinu frá Sýslumanni/Lögreglustjóra og hvort hann hafi starfsleyfi frá því sveitarfélagi sem þú ert í.

Ef hann getur ekki sýnt þér þessi leyfi er hann ekki með réttindi. Skoðaðu líka hvort leyfin séu í gildi.

Bara svona fróðleikur og viðvörunarorð til ykkar.

Þetta finnst mér.


Maður klappar ekki Geitungum !

Nú er tími Geitungana og margir garðeigendur óhressir með að þessi dýr hafi tekið garðinn þeirra trausta taki.

En hvað veist þu um Geitunga ?

Það eru fjórar tegundir Geitunga sem lifia á Íslandi.

Trjágeitungur ,sem er sýnilegastur á þessum tíma.

Holugeitungur er líka kominn af stað.

Húsageitungur er líka á ferðinni.

Roðageitungur en hann er er mjög sjaldgæfur.

Bú Geitunga eru hrein snild. Þau eru búin til úr trjákvoðu eða eins og við þekkjum hana eins og pappír.

Drotningin byrjar ein á vorin oft um og eftir 20 Apríl,hún býr til litla kúlu og inní kúlunni byrjar hún að búa til hólf fyrir væntanleg egg.

Hvert hólf er nákvæmlega sexstrent og eru nákvæmlega jafn stór.

Hólfin eru fest saman með kvoðu og mynda svona köku og þessi kaka er hringlaga eða nákvæmilega 360°

Búin er mjög fljót að stækka og framleiðir drotningin, varðflugur sem verja búið og eru stöðugt að laga búið utan frá. Og svara strax viðbrögðum sé búinu ógnað.

Og svo vinnukonur sem taka eggin frá drotningunni og setja í hólfin og eru líka úti að safna efni í búið.

Búin geta orðið mjög stór við fullkomnar aðstæður jafnvel eins stór og körfubolti og þá erum við að tala um nokkur þúsund dýr.

Seinni part ferlisins fer drotningin að framleiða karldýr, sem fara út og safna blómasafa  og sjúga próteinið úr blaðlúsum meðal annars.

Og þá er komið að síðasta ferlinu hjá drotningunni það að framleiða nýjar drotningar og um leið og hún er byrjuð að verpa drotningum, þá koma karldýrin og skila þessum vetrarforða sem þeir eru búnir að safna fyrir drotningarnar og frjógva þær í leiðinni.

Nýju drotningarnar hverfa síðan úr búinu og finna sér einhvern stað til að fela sig á þar til næsta vor.

Búin drepast svo og eru aldrei notuð aftur.

Fólk ætti að fara varlega í kringum Geitungabú og ekki vera að taka einhverja sénsa með að eyða þeim sjálft til þess eru fagmennirir.

Þetta getur verið hættulegt ef fólk er með ofnæmi, þá getur stunga frá Geitung valdið bráðaofnæmi hjá fólki.

Og stungur í háls og munn geta verið lífshættulegar. En hér á Íslandi hefur enginn ennþá látið lífið vegna Geitunastungu, en það hefur gerst erlendis.

Því er mitt ráð til ykkar látið fagmenn um að eyða búunum.

Vona að þið séuð eitthvað fróðari um Geitunga en þetta var svona það helsta um þá.

Þetta finnst mér.


+ 5 Rottuútköll á viku hjá Reykjavíkurborg !!!!!

Guðmundur Björnsson, meindýraeyðir Reykjavíkurborgar segir í Fréttablaðinu í dag að á síðasta ári hafi verið farið í 274 útköll vegna rottu og það sé mun sjaldgæfara að rottur sjáist í borginni ef við deilum þessum útköllum á 52 vikur eru þetta 5.2 rottuútköll á viku.

Það er nú allnokkuð finnst mér.

Þetta eru bara tölur frá Reykjavíkurborg. En heimildir frá Meindýraeyðum í Félagi Meindýraeyða sýna að rottuútköll sem þeir eru að sinna eru 2-3 á viku til viðbótar.

Þetta er í raun sama talan ár eftir ár sem Reykjavíkurborg er að sýna og þýðir í raun að einungis tekst að halda stofninum í horfinu.

Ekkert raunhæft er  gert til að útrýma þessu markvist úr holræsunum.

Eða fundin betri leið til að útrýma þessum vágest en gert er í dag, sem auðsýnilega er ekki að virka alveg.  En það er hægt að útrýma þessum vágest, sér í lagi í svona litlu skólpkerfum eins og er hér á landi.

Ég held að formaður umhverfisnefndar ætti að leggja peninga í útrýmingu á Rottum og bjóða þetta verkefni út til meindýraeyða, fyrst Reykjavíkurborg getur ekki annað en haldið Rottustofninum í sömu tölu ár eftir ár.

Nú er lag fyrst eins og Guðmundur Björnsson segir réttilega að það eru komnar sýur og skiljur sem Rottur komast ekki í gegn en halda sig þess vegna í skólplögnum.

Þetta finnst mér.


Veggjalúsin....Grein mín í 24 stundum 12.nóv 2007

 Hér birtist grein mín í heild sinni, sem birtist í 24 stundum 12.nóv 2007. En þar féllu niður heimildir.

Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir  Veggjalús (Cimex lectularius)  Sníkjudýraættin Cimicidae telur rúmlega 30 tegundir sem finnast um allan heim og lifa sem sníkjudýr og blóðsugur á spendýrum. Einna skæðust þeirra er veggjalúsin (Cimex Lectularius). Veggjalús er sníkjudýr sem lifir á blóði og tekur sér venjulega bólfestu í rúmum manna og nærist á blóði þeirra á nóttinni. Hún hefur hægt um sig á daginn en getur þó verið á ferðinni í dagsbirtu. Hún finnur hitann frá fólki sem leggst í rúmið sé felustaður hennar þar og getur því hæglega stungið fólk á daginn líka. Hún sést vel og fólk ætti að reyna að ná sýnishorni af henni og fá það staðfest hjá t.d. Náttúrufræðistofnun eða Náttúrufræðistofu Kópavogs að um veggjalús sé að ræða áður en kallað er á meindýraeyði. Verði menn fyrir skordýrabiti er best að koma fyrir skordýragildrum svo hægt sé að greina dýrið. Veggjalýs þurfa raka og hita til að geta lifað og dýr eða menn til að nærast á. Mjög gott ráð er að ná herbergishita niður í  10-11 gráður °C. Þá hægir á allri starfsemi veggjalúsarinnar. Talið er að lúsin hafi borist hingað til lands með norskum hvalföngurum á seinnihluta 18. aldar og breiðst síðan út um landið á næstu árum og áratugum. Hér á landi var henni útrýmt fyrir nokkrum áratugum en skýtur þó upp kollinum öðru hvoru. Ekki er ólíklegt að hún berist hingað með ferðamönnum og verði algengari  vegna aukningar á ferðamönnum til landsins en vart hefur orðið  greinilegrar aukningar á tilfellum undanfarin ár. Íslendingar sem ferðast til útlanda geta borið þessa gesti með sér til landsins en vegna hreinlætis og góðs húsakosts á Íslandi er ekki mikil hætta á að hún nái að dreifa sér að ráði á ný. Þegar veggjalús hefur greinst er alltaf um einangruð tilfelli að ræða. Veggjalúsin er 4-5 mm löng. Hún er glær, stundum brúnleit, og verður rauð eftir að hafa sogið blóð úr fórnarlambi. Hún er vængjalaus og flöt og búkurinn hárlaus. Veggjalúsin byrjar líf sitt sem egg sem breytist í lirfu sem verður að fullvöxnu dýri. Eggin eru hvít u.þ.b. 1 mm löng. Kvendýrið verpir 1-5 eggjum á dag en hún verpir u.þ.b. 200 eggjum á lífstíma sínum. Egg klekjast út á 6 -17 dögum við 21-28 stiga hita en eru lengur að klekjast út á svalari stöðum. Fórnarlömb veggjalúsarinnar eru dýr með heitt blóð. Veggjalúsin felur sig í áklæði stóla, á  bak við myndir, undir rúmum, í rúmdýnum og veggfóðri og undir dyra- og gluggapóstum. Hún getur verið án fæðu í allt að 12 mánuði. Ummerki eftir veggjalús eru auðséð en hún kann sér ekki hóf og sýgur blóð úr fórnarlambinu þar til hún er bara bókstaflega að springa. Þá drattast hún af stað og er þá alltaf blóðdropi eða blóðrák eftir hana í laki eða á dýnu. Ekki hefur tekist að sanna að hún beri sjúkdóma á milli fólks eða dýra. Nokkrar aðferðir eru til að losna við veggjalúsina og verða þær nefndar hér: Það er best að byrja á að setja nýjan ryksugupoka í öfluga ryksugu og ryksuga með fram öllum gólflistum, alla veggi, loft, ljós, gardínur, rúm, dýnur, húsgögn, bækur og föt. Þá er nauðsynlegt að taka gólflista frá og ryksuga listana sjálfa og undan þeim.  Þá er að er komið að því að úða eitri í rúm og rúmgrindur, með fram öllum veggjum, á loft og gluggakistur. Um 8 klst þurfa að líða áður en hægt er að sofa í herberginu. Þá þarf að ryksuga og eitra allt aftur og er þá trúlega búið að komast í veg fyrir veggjalúsina. Það getur stundum tekið nokkurn tíma að losna við veggjalús það fer auðvitað eftir aðstæðum og best er að láta fagmenn sjá um það. Ekki er óalgengt að eitra þurfi oftar en einu sinni í slæmum tilfellum. Áratugum saman hafa skordýravarnarefni verið notuð með góðum árangri  til að útrýma veggjalús. Til eru sérstök efni sem hafa eingöngu verið þróuð í baráttunni við veggjalýs og hafa efni sem menn nota  hér á landi í dag reynst vel. Þegar úðað er fyrir veggjalús þarf að úða veggi, gólf, loft, glugga, hurðir, húsgögn, rúmföt og undir rúm og rúmgafla þannig að í rýminu verði mettað ský varnarefnis.Það er nóg að þvo sængurföt og sængur sér í lagi ef í þeim eru fuglafiður. Það þarf að gegnbleyta dýnur, fjarlægja þær úr rúmum og úða rúmbotna. Rúmföt, gardínur og rúmteppi þarf að þvo eða hreinsa eftir að búið er að úða. Oftast nær þarf ekki að henda rúmum eða húsgögnum en það kemur fyrir að það þurfi að henda dýnum t.d. ef þær eru lokaðar og ekki hægt að úða inn í þær. Dýnur skal úða fínlega og viðra síðan á svölum eða úti í garði.  Úðunarefnin, sem duga á veggjalýs hafa meindýraeyðar einir yfir að ráða svo og kunnáttu til að til að nota þau.Úðunarefnið sem notað er eyðir ekki eggjum veggjalúsarinnar en grípur inn í ferlið þegar lúsin skríður af stað úr egginu. Því getur þetta ferli tekið nokkurn tíma en er mjög árangursríkt og drepur lúsina. Önnur aðferð sem hefur verið notuð hér á landi og sýnd m.a. nýlega í sjónvarpsþætti er hin svo kallaða sænska leið. Svíar leyfa ekki innflutning á skordýraeitri og hafa því verið að þróa aðra aðferð með kolsýru. Það er skýringin á því að rúmum, dýnum og húsgögnum er hent því ekki er hægt að frysta þessa hluti með tækinu sem notað er nema rétt yfirborðið. Svíar tala um að það sé um  60 – 70 % árangur með þessari aðferð. Þá er oft að sýkt búslóð er sett í frostgám eða klefa og höfð í frosti til að drepa dýrin og eggin. Þegar búslóðin er síðan tekin úr frostinu er hún úðuð með skordýraeitri til öryggis. Fólk sem fær sér rúm eða dýnur ætti að spyrja seljandann hvort þær séu notaðar en sum fyrirtæki hafa auglýst að fólk geti skilað rúmum eftir viku ef þeim líkar ekki rúmin. Þar gæti  því verið um smitleið milli heimila að ræða. Fólk sem þarf að fá meindýraeyði skal óska eftir að fá að sjá starfsskírteini gefið út af Umhverfisstofnun og athuga hvort meindýraeyðirinn hafi starfsleyfi frá viðkomandi sveitarfélagi. Það er nauðsynlegt að óska eftir nótu fyrir þjónustu meindýraeyða svo hægt sé að hafa samband við hann ef með þarf.Ef viðkomandi er félagi í Félagi Meindýraeyða  þá er fagmaður á ferð. 

Lesendum 24 stunda er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið hér að neðan:

gudmunduroli@simnet.is

  Heimildir:  Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og Varnir,  2004

                   

  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 83880

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband