Veggjatítlan étur innviði húsa !

Veggjatítla er vel þekkt á höfuðborgarsvæðinu og það hefur orðið vart við hana um allt land.

Það er hægt að segja að sumum húsum sé hættara við smitun en öðrum, eins og húsum þar sem einangrun hefur rýrnað og rakastig þar afleiðandi hækkað en Veggjatítla þarf kjöraðstæður til að lifa.

Kjöraðstæður eru 22-23 hiti 30% raki í viðnum. Þær þrífast ekki í hita yfir 28°C og 11% raka í við.

Fullorðnar bjöllur eru einlitar brúnar, staflaga og nokkuð breytilegar að stærð 2,8-4,8 mm. Þær verpa 20 - 60 eggjum í goti. Þær fljúga um fengitíman og leita þá oftast í birtu og finnast oft í gluggum.

Þær eru skammlífar lifa oft ekki nema tvær til þrjár vikur en ná að makast og verpa. Þær verpa í göt og sprungur í viðnum.

Eggin klekjast út á 3-4 vikum og lifrurnar éta sig inn í viðinn. Lifrurnar eru ljósir fótstuttir ormar, með harða dökka höfuðskel. Heimildum ber ekki saman um hve lengi lifrurnar eru að vaxa upp sumir segja 2-4 ár, aðrir segja ferlið vera 4-8 ár.

Bjöllurnar klekjast út á sumrin í lok maí og fyrri hluta júlímánaðar. Þær grafa sig út á yfirborðið og við það myndast  1-2 mm borgöt.

Hægt er að ráða niðulögum veggjatítlunar með ýmsum ráðum. Og setja upp forvarnir fyrir þær.

Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og Varnir  2004

Þetta finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 83890

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband