Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Eru Íslenskar Köngulær hættulegar ?

Svar mitt er alltaf nei .

Marg oft hefur fólk skrifað mér og jafnvel hringt í mig vegna hræðslu við Köngulær og beðið mig að eitra fyrir þeim.

Ég er ekki mjög hrifinn af því en auðvitað verða allir að geta lifað lífinu án hræðslu og ef Köngulær hræða fólk þá er sjálfsagt að hjálpa fólkinu.

En ætli menn viti að það eru í kringum 80-90 tegundir af áttfætlum á Íslandi, jú margir vita það.

Já ég sagði áttfætlur en allar Köngulær hafa átta fætur og eru því ekki skordýr, því skordýr hafa bara sex fætur.

Þær verpa eggjum.

Tíðarfar hefur áhrif á viðkomu þessara dýra og gera þær mismunandi sýnilegar.

Köngulær mynda því einn flokk dýra í lífríkinu í heiminum.

Algenastar eru Krossköngulóin eða eins og hún var kölluð áður Fjallaköngulóin, Hagaköngulóin og Krabbaköngulóinn og þær setja svip sinn á þjóðlífið.

Krossköngulóinn er orðin fræg fyrir að vefa garðhúsgögn og garðaskraut sínum vefum og tekur bara hús trausta taki.

Hagaköngulóin er í þjóðsögutákn finnst mér, eins og bara þetta, ” Könguló, Könguló vísaðu mér á berjamó” og margir hafa farið með þessa tilvitnun og kennt börnum sínum.

Könglær eru rosalega fallegar og vefir þeirra algjör snild.

Margir vísenindamenn hafa sagt að Köngulóinn verði eitt af dýrunum sem lifi eyðingu jarðarinnar.

Köngulær spinna vefi til að veiða flugur og halda því oft húsum hreinum inni fyrir flugum.

En það er samt ógeðslegt að geta ekki setið áreitislaus út í garði í stólnum sínum án þess að könguló þurfi að lesa “Moggan” með manni.

En auðvitað verðum við að lifa við þetta og læra að lifa við þetta.

Þetta finnst mér,


Er hægt að grilla Ánamaðka ?

í  kreppuni kemur margt í ljós og fólk veltir ýmsu fyrir sér.

Um daginn fékk ég fyrirspurn á netfangið mitt um hvort hægt væri að grilla Ánamaðka ?

Já eða bara að nota köngulónar til matargerðar og tína þær af húsunum.Í staðin fyrir að eitra fyrir þeim.

Ég hélt fyrst að það væri eitthvað grín á ferðinni  en hringdi í viðkomandi þar sem símanúmer var uppgefið.

Svo var ekki, viðkomandi hafði lesið bókina mína sem ég gaf út 2004 og hafði áhuga á að kanna hvort einhver skordýr eða ormar væru æt á Íslandi.

Viðkomandi hafði búið í mörg á í annari heimsálfu þar, sem sjálfsagt var að borða orma og skordýr.

Meira segja sagði viðkomandi að á ákveðnum tíma hefði ein tegund af maurum fengið vængi um fengitíman og þá flykktist þusundir manna út að skógunum viða að, tilað ná þeim og stinga  þeim síðan ofani súkkulaði eða síróp og borða þá. Og þeir eru bara rosalega góðir sagði viðkomandi.

Ég sagði að það væri ekki hefð fyrir svona hlutum hérna en það kynni að breytast með breyttri menningu og þrengingum.

Þó taldi ég að það væru þá helst Mývetningar sem hefðu smakkað orma, því ég hafði heyrt um að þeir frystu Fiskiflugulifrur til að beitu á vetrarmánuðum í dorgi létu þá síðan þiðna upp í sér og einn og ein lifra slippi þá ofan í þá.

En auðvitað eru þetta bara sögur…..

Fólk getur auðvitað prófað þetta…..nei ég held varla.

Þetta finnst mér.


Af hverju eru Silfurskottur heima hjá þér ?

Silfurskottan er ein algengasta rakapaddan á Íslandi, hún finnst um allt land.

Hún þrífst best þar sem raki og hiti eru og þar leggur hún út egg sín.

Því gæti verið að byrja að leka hjá þér eða að lagnir séu illa einangraðar.

Þvi skordýrin eru alltaf að segja okkur eitthvað þegar þau birtast okkur.

Silfurskottan er ljósfælið dýr og eru því kjörstaðir hennar  undir gólflistum, í sökklum og í dimmum og rökum rýmum.

Silfurskottan er skordýr með 6 fætur og hreifir sig eins og fiskur og getur skotist afar hratt yfir gólf eða flöt.

Hún er ljósgrá, eða ljósgulleit og eins og hún sé hreistrug. Stundum er hún dökk.

Hún getur orðið 5 ára gömul og á lífsleiðinni við bestu skilyrði getur hún verpt 600 eggjum.

Talið er að hún verði kynþroska 3 ára. Eingöngu hafa fundist kvenndýr svo um meyfæðingu er að ræða hjá henni.

Þegar Silfurskottur finnast í fjölbýlishúsi þarf að eitra fyrir henni í þeim stigagangi sem hún finnst í og í sameign og geymslum.

Hún fer auðveldlega á milli hæða með leiðslum og bara með fólki.

Vandaðu val þitt á meindýraeyðinum, spurðu hann eftir meindýraeyðisleyfinu frá Umhverfistofnun og eiturefnaleyfinu frá Sýslumanni/Lögreglustjóra og hvort hann hafi starfsleyfi frá því sveitarfélagi sem þú ert í.

Ef hann getur ekki sýnt þér þessi leyfi er hann ekki með réttindi. Skoðaðu líka hvort leyfin séu í gildi.

Bara svona fróðleikur og viðvörunarorð til ykkar.

Þetta finnst mér.


Hey...manni viltu kaupa fyrir mig....?

Ég var staddur fyrir framan áfengisverslun, í dag, þegar ung stúlka stöðvaði mig með þessum orðum "Hey.. manni viltu kaupa fyrir mig". Og nokkrar ungar stulkur voru á sveimi á bílaplaninu gjóandi augunum til okkar.

Ahverju kaupir þú ekki sjálf spurði ég, bara gleymdi skírteininu heima, allt í lagi sagði ég hérna er 300 kall og farðu heim í strætó og náðu í skírteinið.

Rosalegur fýlusvipur kom á hana og hún strunsaði í burtu að leita að nýjum "manni" til að kaupa fyrir sig.

Vona bara að menn láti slíkt ekki henda sig að kaupa vín fyrir unglinga undir aldri .

Það er verslunarmannahelgi fram undan ekki satt.

Þetta finnst mér.


Ákvað að vera í Bloggfríi i dag !

Kæru vinir þakka ykkur fyrir góðar kveðjur og heillaóskir í skeytum, E-mail og símhringingum í dag.

Kveðja

Guðmundur Óli


Unglingar áreita börn kynferðislega...vaxandi vandamál !!

Í helgarblaði DV. er sagt frá vaxandi vandamáli sem af unglingum stafar. En tilkynningum til Barnaverndarstofu hefur fjölgað um tæp 70 % á undanförnum fimm árum.

Og er rætt við Braga Guðmundsson forstjóra Barnaverndarstofu.

Skýringu á þessu má meðal annars finna í því að fólk er meðvitarða um þetta en áður og mikil umræða um þesi mál hefur hjálpað til við að beina kastljósinu að þessum málum.

Vandamálið má sennilega rekja til klámefnis á netinu sem þessir unglingar leita í og fá því oftast brenglaða mynd af kynlífi.

En þriðjungur gerenda í kynferðibrotamálum gegn börnum eru sjálfir ólögráða og því börn í lagalegum skilningi.

Þarna er nú eitthvað meira en lítið að.  Samfélagsgerðin er að breytast.

Þetta finnst mér.


Jólin að klárast.....Jóla rest....

Já ef eitthvað hefur minnt mig á jól bernskunnar þá var það í gær, þegar snjókafald,þæfingur og vetrarríki veturskonungs  sýndi sig óumdeilanlega.

Þetta er búin að vera kærkomin hvíld og svona dagar eru bara jákvæðir.

Auðvitað  verður hver og einn að skapa sín jól og deila með öðrum jól eru ekki til nema hver og einn búi þau til.

Umgjörðin og bakgrunnurinn er til  og það er okkar að  njóta hans á okkar hátt.

Svo er vinnudagur á morgun og hinn og svo frí aftur og nýtt ár komið eftir það frí.

Ekkert venjulegt ár framundan jú hlaupár árið 2008 er hlaupár.

Þetta finnst mér.


Nýtt Borgarstjórnarsamstarf í uppsiglingu. Sjálfstæðisflokkurinn er fallinn með 4,9.

Það er alveg klárt eftir fund Borgarstjórnar í gær að nú eru Samfylkingin og Vinstri grænir og Frjálslyndiflokkurinn að undirbúa sig í að breyta samsetingu á Borgarstjórnarmeirihlutans.

Lítill fugl hvíslaði að mér í morgunsárið að bak við tjöldin í Borgarstjórn væri róið að því að breyta Borgarstjórnarmeirihluta Reykjavíkur. Uppi eru hugmyndir um að stjórnarandstöðuflokkar í Borgarstjórn ætla að mynda nýjan meirhluta með fulltrúa Framsóknarflokksins.

Það yrði þá að Dagur B Eggertsson yrði Borgarstjóri, Svandís Svavarsdóttir yrði forseti Borgarstjórnar, Björn Ingi Hrafnsson yrði Formaður Borgarráðs, héldi sínu starfi.

Það hriktir í undirstöðum flokkstarfs  Sjálfstæðimanna í Borgarstjórn og menn farnir að bera inn tóma kasssa til að setja persónulega muni í vegna flutnings úr vistarverum Borgarstjórnar.

Það er gaman að þessu. Það eru að verða söguleg þáttaskil í íslenskum stjórnmálum.

Þetta finnst mér.


Skuggar Verslunnarmannahelgar eru litlir .

Fyrirfram kviðu menn þessari helgi af fenginni reynslu, en samt sem áður hefur hún gengið bara okkuð vel. Það eru 11 fíknefnamál í Vestmannaeyjum  5 líkamsárásir en engin nauðgun hefur verið kærð ennþá en það voru um 10.000 manns á þessari útihátíð. Einhverjir smá pústrar,voru þó en ekki alvarlegir.

Fra öðrum stöðum er sama að segja en nokkuð mikil ölvun var á þessum stöðum, nema nátúrlega á unglingalandsmótinu á Höfn.

Þó varð banaslys á Laugavatnsvegi ,maður sem lögregla vara að elta,missti stjórn á bifreið sinni sem vallt og hann lést, sorglegt er það.

Vona enn og aftur að aðrir komist klakklaust heim.

Þetta finnst mér.


Brekkusöngurinn með hefðbundnum hætti.

Í Vestmannaeyjum hafa menn verið að velta fyrir sér hvort Árni Johnsen muni stýra brekkusöngnum, í kvöld, jú hann tilkynnti það í útvarpinu í fréttunum kl.18:00 .Mér finnst í raun að það megi alveg brjóta þetta upp og fá aðra til að stjórna fjöldasöng.

Tími Árna Johnsen er bara liðinn. Hann á að hvíla sig á þóðhátíðinni.

Það finnst mér.


Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 84478

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband