Færsluflokkur: Dægurmál

Haustið er góður tími !

Já laufin eru farin að gulna og falla til jarðar.

Fyrsta almennilega haustlægðin búin að láta sjá sig.

Reyniberin, Sólberin, Rifsberin á réttum tíma og veisla hjá garðfuglunm.

Holugeitungurinn að klára sitt ferli og mikið um drotningar á ferðinni í leit að dvalarstað fyrir veturinn.

Farfuglar farnir og sumir enn að hópa sig í flugið langa.

Skólarnir að byrja og sumir byrjaðir.

Haustslátrun að hefjast hvort sem slátrað verður á Íslandi eða í Noregi

Gæsaveiðimenn að gera sig klára og sumir tilbúnir og byrjaðir.

Fiskveiðiárið að byrja nokkuð sem margir eru búnir að bíða eftir.

Já haustið er bara yndislegt það finnst mér. Litirnir í gróðrinum ,ber og sveppir í breiðum í náttúruinni og uppskeran í garðinum tilbúin til notkunar.

Nýjar kartöflur rófur, slátur og berjasaft eru svo sannarlega á matseðli haustsins hjá mér.

Haustkvöldin eru oft svo ægifögur tær og hreinn himininn og stjörnubjartur og þegar nær dregur vetrahvörfum má oft sjá undraveröld norðurljósana hlaupa eftir himnafestingunni.

Ekki að það skemmi að sitja út á veröndinni í haustgolunni með rauðvínsglas og kertaljós og hlusta á heiminn í kringum sig kveðja sumarið.

Og það styttist í veturinn sem mér finnst líka yndislegur en fyrsti vetrardagur er 25. Október n.k..

Njótum haustsins.

Svona upplifi ég haustið en ég horfði á Skógarþröst út í garði hjá mér gæða sér á Reyniberi og  ég hélt bara að hann hefði það ekki af að kyngja berinu, en honum tókst það og flaug síðan bara í burtu.

Þetta finnst mér. 


Kveðja

Ég mun  nú hvíla mig á þessum vef í ákveðinn tíma.

Þakka öllum þeim fjölmörgu sem hafa heimsótt mig á undanförnum mánuðum.

Hef hugsað mér að færa mig um set.

 Kveðja

Guðmundur Óli


Nýr stríðsherra í Hvíta Húsið !!!!

 Á visir.is er sagt frá áformum forsetaframbjóðandans.

Barack Obama forsetaframbjóðndi í U.S.A. kom til Kabúl í dag. Hann lýsti því yfir að ef hann næði kjöri mundi hann fjölga hermönnum um 10.000 menn.

"Bandaríkin hafa nú 36 þúsund hermenn í Afganistan, rúmlega 17 þúsund eru hluti af liðsafla Atlantshafsbandalagsins, en í honum eru um 53 þúsund hermenn. Stuðningsmönnum Talibana hefur vaxið ásmegin undanfarið í Afganistan."

Samkvæmt skoðanakönnunum þá  treysta Bandaríkjamenn John McCain frambjóðanda Republikana betur fyrir þessum málaflokkum.

Ég hef fjallað um þetta áður í pistlum mínum og ég held að Barack Obama verði ekki næsti forseti Bandaríkjana.

Ég held að Bandaríkjamenn séu ekki tilbúnir fyrir svartan forseta.

Þetta er svo mikið "KLAN" samfélag ennþá.

Þetta finnst mér.


Ella Dís Laurens fékk ranga sjúkdómsgreiningu !

Í Helgarblaði DV. er mjög ítarlegt viðtal við Rögnu Einarsdóttur móður Ellu Dísar.

Viðtal sem allir ættu að lesa.

Þetta eru læknamistök.

Ég fjallaði um frétt í DV fyrir stuttu síðan um barn af erlendu bergi brotnu sem fékk líka ranga sjúdómsgreiningu en það barn lést.

Hvernig á að taka á svona læknamistökum ?

Þetta finnst mér.


Fólk er farið að stíga í mannaskít við náttúruperlurnar !!!

Fólk sem er á ferðalögum og er að heimsækja náttúruperlur eins og  Dettifoss, Eldgjá og fleiri staði um landið kemur að læstum salernum þar og einig á öðrum stöðum.

Sumstaðar eru ummerki eftir að fólk hefur gert þarfir sínar á stöðunum,

Og klósetpappír og mannaskítur út um allt í kringum staðina.

Er ekki hægt að laga þetta ?

 Er þetta ferðamannaauglýsingin sem fólk vil hafa að ekki sé hægt að gera þarfir sínar á svona náttúruperlum nema útí nátrtúrunni?

Þetta er bara til skammar.

Og allir benda á alla vegna lagfæringa .

Ég held t.d. að þeir sem vilja fá gjald t.d við Kerið ættu að setja upp WC og vaska við þann áningarstað.

Þetta finnst mér.


mbl.is Sögðust ekki rukka fyrir Kerið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Paul Rames að blekkja stjórnvöld ?

 Á visir.is er frétt um Paul Rames sem vísað var úr landi.

Það er mjög einkennilegt að fram á sjónarsviðið kemur frændi Paul Rames, Robert Sewe og fullyrðir að Paul Rames fari með rangt mál um að líf hans sé í hættu ef hann snúi til Kenýa.

Þetta er bara eitt málið enn í þeim geira að “skoða mál betur en vanalega” alþekkt er að börn séu notuð til að fá samúð með fólki.

Svona mál eru oftast fyrir fram planlögð.

Mín skoðun er sú að þessi Paul Ramses og fjölskylda eigi ekki að fá landvistarleyfi á Íslandi fyrr en sannað er að líf hans sé ekki í hættu í Kenýa.

Þetta virðast allt svo borðleggjandi svik og prettir sem einkenna þetta Paul Ramses mál að hálfa er nóg.

Hvað græðir t.d. frændi Pauls Rames á því að segja ósatt.

Fólk fer úr límingunum og alskonar orð og yfirlýsingar hafa litið dagsins ljós.

Mér finnst að það eigi að skoða þetta mál sérstaklega alveg niður í kjölinn.

Þetta finnst mér.


Eru Olíufélögin að hækka verð á gömlu eldsneyti ?

Í DV í dag segir “Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakana að eðlilegt sé  að samkeppnisyfirvöld skoði hvort olíufélögin hafi rétt við þegar kemur að eldsneytisverði.”

En ég held að það eldsneyti sem verið er að selja í dag sé keypt inn á verði fyrir mörgum mánuðum síðan. En það eru alltaf til ákveðið mikið magn af eldsneyti í landinu.

Olíufélögin lækkuðu ekki eldsneytisverð í samræmi við lækkandi heimsmarkaðsverð í byrjun mánaðarins.

Þá hefur FÍB ítrekað bent á að álagning olíufélagana hefur bara hækkað og hækkað.

Olíufélögin virðast ekki ætla að taka þátt í þjóðarsátt sem verið er að reyna að koma á.

Er nokkuð víst að olíufélögin hafi verslað einhverja olíu í gær erlendis ?

Þetta þarf að rannsaka af yfirvöldum.

Kannski væri réttast að innleysa olíufélögin til ríkisins aftur, þessum stjórnendum og eigendum olíufélagana virðist erfitt að treysta.

Þetta finnst mér.


mbl.is Eldsneytisverð snarhækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur vitneskja Guðmundar Þóroddssonar um OR og REI afhjúpað spillingu “Valdakvartetsins” !!

www.visir.is Kjartan fékk lögfræðing í mál Guðmundar

Forkólfar Sjálfstæðisflokksins Hanna Birna Kristjánsdóttir og Kjartan Magnússon og  einn Valdaræningi Íslandshreifingarinar Ásta Þorleifsdóttir ásamt, Forstjóra OR Hjörleifi Kvaran, sem sjálfur hefur átt þátt í flestum ef ekki öllum samningum sem Guðmundur Þóroddsson hefur komið að á undanförnum misserum.

Fóru úr límingunum bara vegna þess að upp gæti komið um aðeild þeirra að hinum ýmsu uppákomum sem gerðar hafa verið í nafni OR og REI.

Þau hafa haft í hótunum við Guðmund Þóroddsson vegna gagna sem hann hefur haft hjá sér undanfarið.

Nú hefur hann skilað gögnunum en neitar að skila jeppanum sem hann segir að sé hluti af starfslokasamningi sínum.

Hvers vegna er ekki starfslokasamnigurinn við Guðmund Þóroddsson gerður opinberlegur?

Hvaða blekkingarleikur er þetta endalaust?

Gæti verið að Kjartan Magnússon hafi ekki sagt allt satt varðandi verkefnið í Afríku, sem Alþjóðabankinn er nú kominn með puttana í ?

Hvað er raunverulega að gerast í OR pg REI ?

Allir helstu lykil menn í OR og REI sem komu nálægt verkefninu í Afríku eru hættir ?

Gerir ekkert til segja Kjartan, Ásta, Hjörleifur og Hanna Birna.

Er þetta fólk ekki að blekkja Reykvíkinga einu sinni enn ?

Þetta finnst mér.


Verður Þórunni, Össuri eða Björgvin skipt út ?

Miklar deilur eru innan Samfylkingarinnar og augsýnilegur klofningur.

Grasrótin í Samfylkingunni er mjög ósátt að búið er að breyta áherslum í stóriðjumálum og í raun eru það sitjandi ráðherrar sem eru farnir að fara út og suður í framkvæmd stóriðjumála.

Þórunn Sveinbjarnardóttir er með skæting við fréttamenn sem vilja vita hvað er á seiði og fer undan í flæmingi.

Hún er kannski komin á dónalegastigið eins og Geir H. Haarde er á en hann kallar fréttamenn dóna ef þeir eru að spyrja óþægilega spurninga ?

Hversvegna hún kallaði t.d. saman aukafund með þingflokknum ?

Háværar raddir eru í þingflokknum og í hinum almenna kjósenda að skipt verði um í ráðherraliði Samfylkingarinnar í haust um leið og skipt verður hjá Sjálfstæðismönnum.

 Þeir sem sitja þar núna eru ekki að framkvæma stóryðjustefnu Samfylkingarinnar m.a.

Þetta eru mjög spennandi tímar framundan.

Þetta finnst mér.


Þriggja ára gamalt barn fékk ranga greiningu og lést !!!

 Í DV í dag er sagt frá því að foreldrar 3ja ára gamals barns hafi fengið tvær rangar greiningar á sjúkdómseinkennum barnsins og verið send heim með barnið.

En var sagt endilega koma aftur ef barninu mundi versna.

Farið var til heimilislæknis og læknis á bráðamóttöku en í hvorgugt skiptið uppgötaðist að bottlanginn væri sprunginn.

Það var síðan nágrani fólksins sem uppgötvaði að barnið væri í lífshættu, þegar foreldrarnir voru orðnir ráðþrota og hringdi á sjúkrabíl.

Barnið dó í sjúkrabílnum.

Þetta er mikil sorg.

Ég vil votta aðstandendum samúð mína.

Þetta finnst mér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

 

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband