Færsluflokkur: Dægurmál

Vona bara að Geir Hilmar Haarde sleppi áramótaávarpinu núna !

Ég vona bara að Geir Hilmar Haarde sleppi því að tala einu sinni enn niður til þjóðarinnar.

En auðvitað má búast við því í hefðbundu áramótaávarpi hans.

Það eru þúsundir manna sem trúa ekki einu einasta orði sem Geir Hilmar segir í dag.

Þetta finnst mér bara liggja í augum uppi miðað við þá blaðamannafundi og viðtöl sem hann hefur átt við þjóðina í gegnum fjölmiðla hingað til.

Hann hefur ekkert sagt og ef hann hefur sagt eitthvað þá er það ekki satt

Nú er það nýjasta að hann ætlar ekki að höfða mál á hendur Bretum. Frétt er um það á visir.is

Nei þrælaþjóðin mun bara fá að borga þetta sukk.

Þetta er bara ekki í lagi.

Þetta finnst mér.


mbl.is Umsókn í þjóðaratkvæði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þarf að innsigla Fjármálaeftirlitið !

 Á visir.is er sagt frá því að Fjármálaeftirlitð fékk ábendingar um mjög mikilar peningatilfærslur frá Íslandi og til Luxemburgar í gegnum Kaupþing, en gerðu ekkert í málinu.

Þarf ekki að innsigla fjármálaeftirlitið og setja starfsfólk og stjórn í einagrun ?

Þeir fá vísbendingar um hrikalegt fjármálasvindl fyrir mörgum mánuðum en gera ekkert í málinu.

Nú þarf að fá til landsins Interpool lögregluna til að rannsaka aðkomu eftirlitsins að hruni bankana og klúðri og eftilitsleysi stofnuninar á bönkunum áður en allt hrundi.

Þarf ekki að setja Ríkistjórnina, seðlabankastjórana,seðlabankastjórnina í einangrun ?

 Meðan Interpool skoðar þeirra þátt í  valdnýðslunni,ráðningu nýrra stjórnenda í bankana og áherslur, ákvarðanatökur, lagasetningar og ígrip þessara aðila í bankamálin þegar allt hrundi og eftir hrunið.

Mín skoðun er sú að Íslenskir aðilar geti ekki skoðað þessi mál, Ísland er svo lítið að það kemur alltaf einhverstaðar að skyldleika, frændleika,vinskap, eða öðrum tengslum.

Það var sagt að allt ætti að vera upp á borðinu og nú er að renna út umsóknarfrestur sérstaks dómara í málinu. En ekki fæst samt upp gefið hverjir sóttu um dómara starfið.

Skrítið þetta gegnsægi sem talað er um.

Það er eitthvað sem ríkistjórnin hefur miskilið eða túlkar eftir sínu höfði.

Þetta finnst mér.


40 - 50% hækkun á flugeldum !

Ég held að ummæli Jóns Magnússonar Alþingismanns, skipti engu máli varðandi flugeldakaup.

Það er peningabudda landsmanna sem ákveður hvort hægt sé að kaupa flugelda og sprengiefni.

Það eru 10.000 manns atvinnulaust og trúlega eyðir það ekki atvinnuleysisbótum sínum með því að kveikja í þeim.

Og verðlagning flugeldasölunar hefur hækkað 40 - 50 % milli ára.

Ég segi bara þeir sem ætla að kaupa flugelda kaupð þá hjá Hjálparsveitum, þeir einu eiga það skilið að versla með þessa hluti og eina fjáröflunarleiðin sem skilar þeim einhverju til rekstar hjálpasveitana.

Einkaaðilar eiga bara að skammast sín að ráðast inn á þennan markað.

 Íþróttafélög fá sínar tekjur í gegnum lottó og getraunir allt árið og ættu að láta þar við sitja.

Ég held að þetta verði mjög lélegt flugeldaár.

Gott fyrir öll gæludýrin sem sum hver sturlast á þessum tímum ef minna er um sprengingar.

Þetta finnst mér.


mbl.is Flugeldasalan hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að ráðast á velferðarkerfið !

Já Geir Hilmar Haarde telur að það sé sjálfsagt að skattleggja velferðakerfið og sjúga út úr því  einhverja aura og sér í lagi þarf að hækka gjöld á þeim sem verða veikir, eru veikir, eða þurfa nauðsynlega að fara í aðgerðir til að halda lífi.

"Flestir geta staðið undir þessum hækkunum" segir Geir Hilmar og brosir eins froskur framan í myndavélina, en hvað um þá sem ekki geta tekið á sig þessa hækkanir Geir Hilmar ?

Hvað með þá ?

"Tekjutapið er t.d. vegna aukina atvinnuleysisbóta."

Einmitt vegna beinna aðgerða ríkistjórnar Geirs Hilmars Haarde í atvinnumálum. Þá fá sjúklingar og veikir að kenna á því.

Hvað með hátekjuliðið hvervegna ertu að vernda það ?

Hvar ætlar þú að skera niður næst ?

Loka deildum langveikrabarna eða hjá krabbameinsveikum börnum?

Það er verið að loka geðdeildum fyrir börn og unglinga.

Afhverju hækkar þú ekki skatta og gjöld af kosnaði við langveik börn ?

Og þetta samþykkir Samfylkingarhækjan án þess að depla auga.

Af hverju segir þú ekki af þér Geir Hilmar áður en þú ferð niður í vökina sem er að myndast í kringum þig ?

Þetta finnst mér.


mbl.is Standa undir gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rosalegt gjafmildi eða hitt þó heldur !

Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingarmálaráðherra er ein af þeim fáu ráðherrum í ríkistjórninni sem er niður á jörðinni.

Og er vinur litla mannsins í raun.

Hún er sú sem alltaf er að reyna að bæta úr hlutunum finnst mér.

Nú hefur hún náð að kreista fram 5 miljónir til styrktar,félags - og hjálparsamtaka.

Það er bara hrein skömm 5 miljónir eru svipuð upphæð og ráðherrar ríkistjórnarinnar eyddu í frægar einkaþotuflugferðir á síðasta ári.

Bara ein ferð kostaði rúmar 5 miljónir, en það voru farnar nokkrar.

En auðvitað er það allt annað mál.

Hefði ekki verið í lagi að vera dálítið rausnarlegri og hafa þetta í mælikvarða t.d. þeirrar risnu og ferðalaga sem ráðherrar notuðu til ferðalaga og skemmtana t.d á OL og víðar.

Nei ég segi bara svona. Styngur mann dálítið svona nánasarframlög.

Þetta finnst mér.


mbl.is 5 milljónir til styrktar félaga- og hjálparsamtaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg Jól siðblinda ríkistjórn !

Siðblinda ríkistjórn Gleðileg jól vonandi komist þið vaggandi frá jólaborðinu.

Meðan þúsundir Íslendinga kemst varla að borðinu án hjálpar frá Jóhannesi i Bónus eða Björgólfi Guðmundssyni sem gefa hjálpastofnunum og hjálparsamtökum tugi og hudruðir miljóna króna í gegnum fyrirtæki sem þeir eiga í peningagjöfum og matargjöfum.

Þá er ríkistjórn íslands að herða álögur á fólk skattalega, eins og öryrkja,sjúklinga og ellilífeyrisþega.

Þessar hækkanir á atvinnuleysisbótum " Jóhanna mín "eru bara eitt besta kosningabragð Samfylkingar um árabil. Sem sagt bara kostnaður sem ekki er innistæða fyrir.

Það fara senn kosningar í hönd.  Ekki satt ? Gott útspil Jóhanna !

Ríkistjórn Íslands  er einhuga um að koma atvinnulífinu í kalda kol, ríkistjórn Íslands er einhuga um að hér verði mesta atvinnuleysi og örbyrgð í framtíðinni.

Ríkistjórn Íslands finnst allt í lagi að 5000 - 6000 manns eigi ekki fyrir jólunum.

Ríkistjórn Íslands finnst allt í lagi þó 10.000 manns sé atvinnulaust.

Ríkistjórn Íslands finnst allt í lagi þó 5000 - 6000 þusund manns fari úr landi eftir áramót.

Þið skulið hugsa um þetta.

Jólin eru bara hátíð þeirra sem efni hafa á því að halda jól nú orðið.

Hjálparstofnanir ráða ekki lengur við þetta vandamál á Íslandi.

Þessir ráðamenn segja bara það er engin þörf á breytingum.

Við höfum okkar miljónir i laun á mánuði.

Bíðið bara róleg þið borgið þetta hvort sem er.

Þetta finnst mér harðasta jólakveðja til almenning fyrr og síðar.

Vildi bara vekja athygil ykkar á þvi að sumir Íslendingar eiga bara í verulegum erfiðleikum nú um jólin.

Þetta finnst mér.


mbl.is Flýta hækkun atvinnuleysisbóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg Jól

Kæru vinir.

Bestu óskir með Gleðileg jól til ykkar allra.

Hinir fá engar kveðjur að þessu sinni en það hefur verið mælst til að menn spari og hjá mér verða þeir sem telja þann hóp sem ekki eru vinir mínir að vera án jólakveðja frá mér í sparnaðarskini.

Þetta finnst mér.


Geir Hilmar og Ingibjörg Sólrún í atgerfi Jólakattarins !

Núna í nóvember og  desember voru Ingibjörg Sólrún og Geir Hilmar spurð að því hvort einhverjar breytingar yrðu á ráðherraliði í ríkistjórninni.

En mjög háværar raddir úti í þjóðfélaginu hafa kallað eftir breytingum á Ríkistjórninni, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu.

Báðir þessir leiðtogar hafa gefið það mjög sterkt til kynna að breytingar yrðu gerðar fyrir áramót.

Bara ein lygin enn.

Þá var því haldið fram áður en lánið frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var afgreitt ,að búið væri að semja um ICESAVE og það hafi verið forsenta fyrir láninu.

Það er lygi líka.

Þau eru því bæði í táknmynd jólakattarins sem er bara neikvæð ímynd þessara leiðtoga sem lifa og hrærast í spillingar og lyga myndum jólahrunsins.

Eftir jólin og áramótin er of seint fyrir þau að fara að veita upplýsingar  og segja satt ég er alveg viss um þessi ríkistjórn lyga og undirferlis verður hrakin frá völdum með látum.

Þetta finnst mér.

 

 


mbl.is Engu breytt fyrir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hanna Birna er snjöll !

Hönnu Birnu vantar ekkert annað en geislabaug á hausin svo hú hefði mögulegka á að vera  líka tilnefnd sem dýrlingur ársins.

Það að hækka ekki útsvar í eða setja á hátekjuútsvar er bara bull. Það verður að bregðast við þessu ástandi.

Búa t.d.ekki flestir útrásarvíkingarnir í Reykjavík ?.

Hvernig ætlar hún eiginlega að brúa tapið hjá OR ?

Hvernig ætlar hún að brúa bilð á tapinu hjá REI ?

Hvernig ætlar hún að brúa bilið vegna kosnaðar á tónlistarhúsinu ?

Hvernig ætlar hún að koma 6000 störfum atvinnulausra í höfn ?

Jú mig grunar það að alskonar nefskattar og gjöld verði tekin úr velferðarkerfinu .

Mig grunar að öll þjónusta við öryrkja, aldraða og fatlaða verði gjaldtekin í auknu mæli.

Mig grunar að hækkun á fargjaldi Strætó verði að raunveruleika fljótlega .

Hækkun á sundlaugarverði og afslættir feldir niður hjá ellilífeyrisþegum, öryrkjum og fl.

Nei Hanna Birna er klár hún sér að ríkistjórnin mun liðast í sundur eftir Landsfund Sjálfstæðismanna og þá sjá menn áberandi foringja á stalli í Reykjavík.

Skýringar verða gerðar síðar ?

Já Hanna Birna er bara að hugsa um eigið skinn ekki satt ?

Þetta finnst mér.


mbl.is Segja meirihlutann í borgarstjórn „ótengdan veruleikanum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir bara stálu peningunum okkar !

Þann 10. desember s.l. sendu stjórnendur Landsbankans og Landsvaka hf. bréf til hlutdeildarskírteinishafa í peningamarkaðssjóði Landsbankans ISK.

Í bréfinu er ekkert að sjá nema samantekna réttlætingu á 31,2% þjófnaði á peningum þeirra sem plataðir voru til að setja peningana sína í þetta svo kallaða öryggishólf hjá Landsbankanum.

Það eru minsta kosti í bréfinu, sem er heilar 7 blaðsíður, þrjár afsökunarbeiðnir með mismunandi blæbrigðum.

Og hver skrifar undir þetta bréf jú engin önnur en S. Elín Sigfúsdóttir núverandi bankastjóri Landsbankans, áður aðalráðgjafi og aðstoðamaður Sigurjóns Þ. Árnassonar fyrrverandi bankastjóra landsbankans.

Nú í dag er málið komið á það stig að NBI hf. og Landsvaki hf. hafa viðurkennt mistök sín í blekkingum til fólks.

Finnst bankastjóra Landsbankans það í lagi að sitja sem bankastjóri Landsbankans og ein af þeim sem stóð að þessum svo kölluðu mistökum að sitja áfram ?

Nú stendur fyrir dyrum að Fjármálaeftirlið mun senda málið til Ríkislögreglustjóra.

Finnst Viðskiptaráðherranum það eðlilegt að S. Elín Sigfúsdóttir sitji árfam sem bankastjóri Landsbankans, það finnst mér ekki.

Þetta finnst mér.

 


mbl.is NBI og Landsvaki viðurkenna mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

 

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband