Færsluflokkur: Dægurmál
6.1.2009 | 08:02
Nýtt formannsefni Framsóknar ?
Pabbi og Afi voru formenn Framsóknarflokksins og nú er enginn, er ég ekki alveg eins góður og þessir sem þegar hafa boðið sig fram ?
Þetta finnst mér vera aðalsýn á brotthvarfi Guðmundar Steingrímssonar úr Samfylkingunni yfir í Framsóknarflokkinn.
Nú er möguleiki fyrir hann að komast eitthvað áfram í framapotinu.
Guðmundur Steingrímsson hefur verið mjög óánægður innan Samfylkingarinnar undanfarið eða sér í lagi eftir að framsóknarforustan sté til hliðar.
Það munu örugglega fleiri snúa baki við Samfylkingunni á næstunni það er alveg ljóst. Það logar allt í illdeilum þar núna eitthvað sem Samfylkingin þurfti svo sannarlega á að halda til að missa fylgi.
En hvort Guðmundur Steingrímsson geti breytt einhverju ferli í steindauðum Framsóknarflokki á bara eftir að koma í ljós.
Þetta finnst mér.
![]() |
Guðmundur í Framsóknarflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2009 | 21:54
Halda þessir menn virkilega að nokkur trúi þeim !
Bjarni Ármansson skreið úr felum í dag og skrifaði í Fréttablaðið og kom síðan í Kastljós til Sigmars.
Ég veit ekki eiginlega hvað Bjarni Ármannsson var að reyna segja eða framkvæma með þessum skrifum í Fréttablaðið eða Kastljósþættinum.
Hann er búinn að borga til baka 370 miljónir af hverju borgaði hann ekki til baka 50 miljarða ?
Hann hafði ekkert að segja véfengdi allar tölur sem Sigmar hafði og birtar hafa verið í fjölmiðlum undanfarin ár.
Og kenndi síðan öllum öðrum um vandræðin og hrunið, alveg sama og aðrir af þessum stuttbuxnadrengjum hafa gert þegar þeir hafa komið undan steinunum.
Nei ef Bjarni Ármannsson heldur að þetta sé að axla ábyrgð þá hefur siðblindan í honum sannað það að hann veit ekki hvað það er að axla ábyrgð.
Hann er búin að gleyma að hann ætlaði líka að stela frá okkur orkugeiranum, með hjálp Björns Inga og fleiri kóna í Borgarstjórn Reykjavíkur á þeim tíma. Sumir eru ennþá í Borgarstjórn. Og í OR.
Ég trúi ekki einu einasta orði sem Bjarni Ármannsson segir.
Þetta finnst mér.
![]() |
Endurgreiddi 370 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2009 | 23:09
Mið- Austurlönd bíða Barack Obama !
Miklar vonir eru bundnar við að Barack Obama verðandi forseti Bandaríkjana, komi á friði í þessum heimshluta. Þegar hann kemur til valda 20 januar n.k.
Vonandi verður þetta forgangsverkefni í Utanríkismálum hjá honum. Að koma á friði.
Þó er nú hætta á að hagsmunir U.S.A. í hernaðartólum og tækjum til ÍSRAEL vegi nokkuð þungt.
Palestínumenn hafa í áratugi barist fyrir sjálfstæði sínu og komið hafa fram hreyfingar manna eins og PLO og núna HAMAS sem beyta ekki diplómatískum samningaleiðum heldur halda að friðurinn komi úr byssuhlaupi út á götu.
Sama er að segja í ÍSRAEL þar hefur alist upp kynslóð sem heldur að þeir megi beita Helförinni á nágranana sína af því að þeir voru beittir henni af Nasistum.
Ég er hræddur um að ekki verði hægt að semja nokkurn frið á þessu svæði nema bara að varpað verði svona HÍROS'IMA sprengjum á þetta svæði og síðan bara mokað yfir.
Mér finnst þetta svo mikil mannvonska og tillitsleysi við allt og alla ,sem þarna ríkir að svona aðgerð væri réttlætanleg að mínu mati.
En auðvitað verður þetta aldrei gert. Vonandi ekki.
Þetta finnst mér.
![]() |
Æfðu innrásina í átján mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2009 | 21:27
VG munu selja utanríkistefnu sína fyrir ráðherrastóla !
Vinstri Grænir mælast enn og aftur stæsti stjórnmálaflokkur á Íslandi í skoðanakönnunum. Og nú er Formaðurinn og varaformaðurnin farin að renna hýru auga til ráðherrastólanna og farnir að gefa Samfylkingunni undir vinstrifótinn með froðusnakkstali um sameiginleg utanríkismál.
En hingað til hafa VG og Samfylkingin ekki náð saman um nein mál frekar en VG og Sjálfstæðisflokkurinn.
Menn verða bara að bera saman stefnurnar til að sjá þetta munstur sem ég sé.
Það eru því miklar líkur á því að VG verði að selja sig dýrt eða ódýrt til að komast í næstu ræikistjórn.
Stefna Samfylkingarinnar í utanríkismálum er svona:
Ísland og umheimurinn
Öflugt alþjóðasamstarf og viðskiptafrelsi eru grunnurinn að hagsæld Ísland. Í aukinni hnattvæðingu felast mikil tækifæri, en í henni býr líka hætta á aukinni misskiptingu og óréttlæti. Hnattvæðingin leggur því íslenskri þjóð þær skyldur á herðar að taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi, á grundvelli hugsjóna jafnaðarstefnunnar. Sá vandi sem felst í misskiptingu auðs, umhverfisvanda, flóttamannavanda og staðbundnum átökum, svo nokkur dæmi séu nefnd, verður ekki leystur nema með sameiginlegu átaki þjóða heims. Þar á Ísland að taka virkan þátt og leggja sitt af mörkum. Allt starf Íslands á alþjóðavettvangi á að byggja á virðingu fyrir meginreglum þjóðaréttar.
Samfylkingin vill:
1. Að utanríkisstefna þjóðarinnar sé mótuð í ljósi þjóðarhagsmuna, sé byggð á grundvallarreglum þjóðaréttar og sé sæmandi sjálfstæðri þjóð.
2. Taka Ísland af lista hinna vígfúsu þjóða og draga formlega til baka pólitískan stuðning Íslands við ólöglega innrás í Írak. Slíkar ákvarðanir verði í framtíðinni ávallt háðar samþykkis Alþingis.
3. Móta stefnu í öryggis- og varnarmálum út frá íslenskum hagsmunum. Í því felst að taka upp viðræður við Bandaríkin um endurskoðun nýgerðra viðauka við varnarsamninginn og efna til víðtæks samráðs við bandalagsríki innan Atlantshafsbandalagsins um framtíðarfyrirkomulag öryggismála á Norður-Atlantshafi.
4. Að Ísland taki áfram virkan þátt í nánu samstarfi Evrópuríkja um frið, öryggi og velferð, s.s. innan Norðurlandaráðs, ÖSE og Evrópuráðsins.
5. Að Ísland taki þátt í borgaralegri friðargæslu og leggi þar af mörkum í samræmi við reynslu, þekkingu og efnahagslega getu.
6. Verja 0,7% vergrar þjóðarframleiðslu til þróunarsamvinnu á næsta áratug og að Ísland leggi sérstaka áherslu á að bjóða fram aðstoð í uppbyggingu innviða þróunarríkja, heilsugæslu, menntun og mannréttindum kvenna.
7. Auka frelsi í milliríkjaviðskiptum og auðvelda aðgang fátækari ríkja að þróuðum mörkuðum. Ísland beiti sér fyrir félagslegum og menningarlegum réttindum og réttindum launafólks innan Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO).
8. Leggja áherslu á að alþjóðasamfélagið viðurkenni sjálfstætt ríki Palestínumanna og nýja þjóðstjórn Palestínu og leggist á eitt um að skapa varanlegar forsendur fyrir friði og lýðræði í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs.
9. Gæta faglegra sjónarmiða við ráðningar starfsmanna í utanríkisþjónustuna.
10. Ísland beiti sér fyrir víðtækri afvopnun, þar á meðal eyðingu allra kjarnorkuvopna og jarðsprengja.
Ýmisleg áhugavert sem jafnvel væri hægt að nota hjá VG ? Blóðgrænt ?
Stefna Vinstri grænna í Utanríksmálum er svona:
Sjálfstæð utanríkisstefna, félagsleg alþjóðahyggja
Vinstrihreyfingin - grænt framboð leggur áherslu á að móta sjálfstæða íslenska utanríkis- og friðarstefnu. Ísland á að standa utan hernaðarbandalaga og hafna aukinni vígvæðingu. Íslendingar eru best settir án hers, hvort sem hann er innlendur eða erlendur. Brýnt er að friðlýsa landið og lögsögu þess fyrir kjarnorku- sýkla- og efnavopnum og banna umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Beina verður aukinni athygli að umhverfisöryggi og vernda hafið fyrir úrgangi frá kjarnorkuverum og herstöðvum.
Við viljum efla starfsemi Sameinuðu þjóðanna og styrkja lýðræðislega starfshætti á vettvangi þeirra. Treysta ber stoðir þjóðaréttar í þágu friðar og mannréttinda og stuðla að aukinni þátttöku almennra félagasamtaka í stefnumörkun alþjóðamála. Íslensk stjórnvöld eiga að beita sér fyrir alþjóðlegum samningum um afvopnun og takmarkanir á vígbúnaði. Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill efla þátttöku Íslands í stofnunum Sameinuðu þjóðanna þar sem öll ríki eiga aðild, svo og í stofnunum eða samtökum eins og Noðurlandaráði, Evrópuráðinu og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu.
Ísland á að styðja eindregið markmið Sameinuðu þjóðanna og ákvæði mannréttindayfirlýsingarinnar með því að leggja sitt af mörkum til að útrýma fátækt og hungri, félagslegu ranglæti, misskiptingu auðs, kynþáttamismunun, mannréttindabrotum og hernaðarhyggju. Íslendingar eiga að stórauka framlög sín til þróunarstarfs og leggja fátækum þjóðum lið á alþjóðavettvangi. Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill efla samstarf allra þjóða heims á grundvelli jafnréttis og gagnkvæmrar virðingar fyrir ólíkum skoðunum og menningu. Nauðsynlegt er að réttur allra jarðarbúa til að njóta góðs af framförum í heilbrigðisvísindum verði viðurkenndur og virtur.
Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill tefla félagslegri hnattvæðingu fram gegn hinni kapítalísku hnattvæðingu samtímans og vinna að friðsamlegri sambúð þjóða, fullum mannréttindum, kvenfrelsi, velferð og jöfnuði allra jarðarbúa. Koma verður með sérstakri skattlagningu eða alþjóðlegum reglum í veg fyrir spákaupmennsku með fjármagn heimshorna á milli. Við teljum að öll ríki heims eigi að hafa óskoraðan rétt og tækifæri til að nýta auðlindir sínar á skynsamlegan hátt í því augnamiði að byggja upp velferðasamfélög sem standast kröfur um sjálfbæra þróun. Til þess að svo megi verða þarf að leysa hinar fátækari þjóðir af skuldaklafa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans, og endurskoða starfsemi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar frá grunni. Leikreglum heimsviðskipta þarf að gerbreyta til að tryggja félagslegt jafnrétti og virðingu fyrir öllu umhverfi.
Samskipti við Evrópusambandið ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu, m.a. á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of.
Vinstrihreyfingin - grænt framboð lýsir stuðningi við hvers kyns friðsamlega baráttu fyrir félagslegu réttlæti án landamæra og jafnframt vilja sínum til að taka þátt í þeirri baráttu hérlendis sem erlendis.
Hvar ætli verði slegið af ef þessir tveir flokkar setjast saman í ríkistjórn ?
En hvað með Framsóknarflokkinn ef hann næði sér á flug með nýjum formanni væri nokkur möguleiki að nota þann flokk sem hækju... hann er vanur ?
Stefna Framsóknarflokksins í Utanríkismálum er þessi:
Ísland í samfélagi þjóðanna
Meginmarkmið íslenskrar utanríkisstefnu er að gæta hagsmuna lands og þjóðar og veita öflugt fyrirsvar gagnvart öðrum ríkjum.
Við viljum:
Tryggja framtíðarhagsmuni þjóðarinnar í Evrópu, í samstarfi við Evrópusambandið innan EES og við EFTA-ríkin.
Að öryggis- og varnarmál landsins hvíli fyrst og fremst á eigin frumkvæði sem og tvíhliða varnarsamningum við
Bandaríkin, aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og auknu samstarfi við grannríki.
Hækka þróunaraðstoð í 0,35% af vergri landsframleiðslu eigi síðar en 2009 og í 0,7% árið 2015 í samræmi við
markmið Sameinuðu þjóðanna.
Að verkefni Íslensku friðargæslunnar verði einungis borgaralegs eðlis og til hennar veljist jafnt konur og karlar.
Auka áherslu á starf innan stofnana Sameinuðu þjóðanna, t.d. Barnahjálpar SÞ (UNICEF) og Þróunarsjóðs fyrir konur
(UNIFEM).
Að Ísland beiti sér áfram fyrir viðskiptafrelsi á alþjóðavettvangi.
Kannski hægt að nota eitthvað þarna VG ? Það er allavega grænt-grænt-blágrænt
Og svo er þetta alltaf möguleiki þó þið viljið ekki núna hugsa um það, það er Sjálfstæðisflokkurinn.
En stefna hans í Utanríkismálum er svona :
Utanríkismál
Það skyldi þó aldrei vera að það yrðu Sjalfstæðisflokkur og Vg sem mynda Rauðbláa Ríkistjórn eftir næstu kosningar... það skyldi þó ekki vera.
Þetta finnst mér.
![]() |
Kosningar óumflýjanlegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2009 | 20:13
Ein mestu gleðitíðindi fyrir sjómenn og fjölskyldur þeirra !
Til hamingju Skipstjórnarmenn, sjómenn og sjómannafjölskyldur til hamingju útgerðarmenn.
Enginn sjómaður lét lífið á árinu 2008, ekkert sjóslys varð.
Vissulega sögulegt ár hvað þessa hluti varðar. Hefur aldrei gerst áður.
Ég var sjálfur á sjó í 27 ár og lennti oft í því að vera þátttakandi í leit að skipum og mönnum á sjó í misjöfnum veðrum.
Með misjöfnum árangri því miður.
Þetta eru því ein bestu tíðindi sem ég hef fengið af árinu 2008.
Þetta finnst mér.
![]() |
Enginn lét lífið í sjóslysi árið 2008 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2009 | 16:49
Vorum við ekki að fá lán vegna gjaldþrots ?
Höfum við efni á að vera gefa 12 miljónir króna til þessara Araba " sem eru ekki Íslendingar".
Ingibjörg Sólrún hendir 12 miljónum í yfirlýst hryðjuverkasamtök HAMARS.
Jú rétt við erum hryðjuverkaþjóð samkvæmt skilgreiningu Breta.
Er ekki fullt af fólki sem gæti notað þessa peninga hér heima t.d. fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á hryðjuverkalögum Breta.
Var kanski eitt af skilyrðunum sem Alþjóðagjaldeyrirsjóðurinn setti Ingibjörgu og Geir Hilmari að styrkja hryðjuverkasamtök út í heimi.
Hverskonar rugl er þetta eiginlega.
Þetta finnst mér.
![]() |
Tólf milljónir til Gaza |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2009 | 18:24
Ætlar Ólafur Ragnar Grímsson að leiða næstu útrás ?
Ólafi Ragnari Grímssyni var tíðrætt um að allir ráðamenn ættu að sýna auðmýkt og hógværð, þetta sagði hann í sínu áramótaávarpi.
Þjóðþingið líka það ætti svo sannarlega að líta um öxl.
En svona áramótaávarp hjá einum helsta málsvara útrásarvíkingana Forseta Íslands, er bara froðusnakk í mínum eyrum.
Ef hann telur sig eiga þennan sess meðal útrásarvíkingana, hvers vegna segir hann þá ekki af sér. Tók hann ekki þátt í að blekkja þjóðhöfðingja og fjármálamenn erlendis eins og aðrir af þessu þotuliði.
Finnst honum nóg að segja ubs afsakið ég er líka útrásarvíkingur og ég er búinn að læra af mistökum mínum og nú verðum við að fara í nýja útrás hvað með Ólaf Ragnar í forsvari ?
Hverskonar þvæla er þetta eiginlega.
Þetta finnst mér.
![]() |
Þjóðarátak nýrrar sóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2009 | 13:33
Ég vissi það, hann hefði átt að sleppa áramótaávarpinu !
Forsætisráðherran hefði átt að sleppa áramótaávarpinu sínu. Þar kom ekkert fram sem ekki hafði komið fram áður enda skilur enginn hvað Geir Hilmar er að segja.
Áramótaskaupið var það besta í mörg ár og var bara hið eina sanna áramótaávarp, sem þjóðin þurfti.
En það hefði að vísu mátt vera nokkuð beittara.
Svo hefði alveg mátt sleppa Ólafi Ragnari líka við þurfum ekki á ráðleggingum eða væmnishjali frá þessu þotuliði.
Verkin þurfa að tala sagði það ekki einhver og það þarf að ráðast á vandan núna.
En það verður sennilega ekki gert fyrr en allt er fyrnt eða búið að eyðileggja öll mikilvæg gögn, því sama fólk er enn við völd.
Ekki byrjar nýtt ár öðruvísi en hið gamla endaði á skúrkarnir komast frá þessu án þaess að þurfa að gjalda neins eða taka út neinar refsingar.
Veður árið 2009 á vonbrigða mér heyrðist það á áramótaávörpum þessara þotuliða.
Þetta finnst mér.
![]() |
Brýnt að herða reglur um hegðan á fjármálamarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2008 | 17:24
GAS -GAS -GAS... Var Ingibjörg Sólrún nokkuð handtekin ?
Mikil mótmæli við Hótel Borg fóru að virðist aðeins úr böndunum og þá var það lögreglan sem beitti óeirðagasi og handtók fólk sem hafði sig í frammi.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í Kriddsíldarþættinum sem leystist síðar upp í pólitíska skítalykt, að þetta væri ekki þjóðin þetta væru sennilega Arabar .ubs einu sinni enn talar Ingibjörg Sólrún niður til þjóðarinnar.
Fyrst sagði hún á mótmælafundi í Háskólabío þar sem var fullt út úr dyrum að þetta fólk væri ekki þjóðin.
Nú í dag segir hún að þessir mótmælendur séu ekki þjóðin heldur einhverjir Arabar.
Þetta sannar bara það sem sagt er að Ingibjörg Sólrún er ekki í takt við þjóð sína.
Og svo bætti Forsætisráðherran grautfúll yfir því að hafa ekki komist í kriddsíldina ,í fréttum áðan að svona mótmæli hafi ekkert að segja, ríkistjórnin muni ekkert mark taka á svona .
Hrikalegur hroki er þetta.
Hann veit greinilega ekki að það er allt að springa.
Þetta finnst mér.
![]() |
Fólk slasað eftir mótmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2008 | 14:49
Þetta er ekki þjóðin...þetta eru Arabar.....
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir talar einu sinni enn niður til mótmælenda, fyrst sagði hún við tæplega tvöþusund manns í Háskólabío að þeir væru ekki þjóðin.
Núna segir hún í Kriddsíldinni að þessi hópur sé ekki þjóðin heldur einhverjir úr Arabaheiminum..
Það er alltaf betur og betur að koma í ljós að þetta fólk æi ræikistjórninni og á Alþingi er alveg komið úr sambandi við þjóðina og vill ekkert samband við hana.
Svona tala bara þeir sem eru með höfuðið ofan í sandinum.
Þetta finnst mér.
![]() |
Beitti piparúða á mótmælendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
-
annaeinars
-
arikuld
-
arndishauks
-
utvarpsaga
-
reykur
-
kaster
-
birgitta
-
gattin
-
brylli
-
dansige
-
danth
-
egvania
-
finni
-
gelin
-
gudbjorng
-
straumar
-
hallkri
-
heidistrand
-
hlf
-
heimssyn
-
snjolfur
-
don
-
fridust
-
jakobjonsson
-
jenje
-
jon-o-vilhjalmsson
-
prakkarinn
-
juliusbearsson
-
larahanna
-
veffari
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
svarthamar
-
skari60
-
fullvalda
-
nimbus
-
sigurjonth
-
tara
-
vga
-
thj41
-
heilsa
-
kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 85017
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar