Fylgið hrynur af Samfylkingunni !

Síðan hin baneitraða ræða hennar Ingibjargar Sólrúnar í Borgarnesi forðum daga leit dagsins ljós, bundu margir við vonir um breytingar í stjórnmálum þegar jafnaðarmenn fylktu sér um Ingibjörgu Sólrúnu í síðustu kosningum.

Þá var talað um að ekkert dyggði annað en  til að koma hlutunum í almennilegt horf annað en að félagshyggjustjórn tæki við og því var Kaffibandalagið sett á stofn fyrir kosningar.

Það var bara til að slá ryki í augu fólks Sjálfstæðisflokkurinn var alltaf það sem Ingibjörg Sólrún stefndi á samstarf við.

Þá var talað um nú skyldi Sjálfstæðisflokkurinn fá að súpa tevatnið, en núna lepur Ingibjörg Sólrún tevantnið með Geir Haarde og þykir gott .

Og loforðin og helstu stefnumál sem virtust gefa fólki áheit á breytingar og gerðu það að verkum að Smfylkingin varð stór.

En nú er bara komið pirrelsi í Ingibjörgu Sólrúnu þegar menn eru að minnast á að hún standi við kosningaloforðin.

Nú er hún farin að sætta sig við vinnubrögð Sjálfstæðisflokkins eins og að frysta mál í nefndum s.s Lífeyrisfrumvarpið, hótanir embættismanna um að stofnanir beiti eignarnámi til að halda áfram virkjanaframkvæmdum þvert á yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar.

Sjávarútvegurinn lagður niður að stórum hluta.  Og nú stendur hún að því að leggja Landbúnaðinn í rúst líka.

Álverin eru í burðarliðnum um allt land og Ingibjörg getur ekki stoppað neitt.

En hún fékk að hervæða landið aftur og nú verða herþotur frá ríkjum hinna staðföstu þjóða alltaf með viðveru á landinu.

Ásamt því að NATO verður með aðalheræfingar sína á Íslandi og í Íslenskri lögsögu.

Og hvað jú fylgið hrinur af Samfylkingunni og enginn er hissa nema Ingibjörg Sólrún og verður bara pirruð ef menn eru eitthvaðað spyrja hana út í loforðin og gengi flokksins

Þetta finnst mér.


mbl.is Bændur uggandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Góður pistill og skilmerkilegur.

ISG hefur svikið allt sem hún lofaði þjóðinni.

Verð samt að segja varðandi kjúklinginn að það eru hér eingöngu tveir menn sem annast alla kjúklingaframleiðslu í landinu. Af hverju eigum við öll að borga okurverð fyrir þessa vöru til að halda þessum tveimur mönnum í blómlegum viðskiptum.

Af hverju ekki fyrst að gefa þeim tækifæri til að lækka vöruna niður um 40%. Það þarf ekki annað en að líta til þessara manna til að sjá að það er hægt. Ef Danmörk getur selt á mun lægra verði þá hljótum við að geta það. Það ríkir fákeppi í framleiðslunni alveg eins og á matvörumarkaðinum. Þar liggur vandamálið.

Hér þarf að koma upp almennilegu samkeppnisráði en nú er það lamað og ber sjálfstæðisflokkurinn ábyrgð á því. Þeir hafa aldrei viljað efla nein eftirlitsráð hér á landi.  Hver heldur þú að álagning á innfluttri vörur sé hér í stórmörkuðum. Þá er ég að meina vöru sem er ekki matvara. Hún ætti að vera ca.30% en er um 100%. Berðu bara saman rúðusprey hér og t.d. í Bretlandi. Það munar meira en helming. Og af hverju? Þar eru ekki verndartollar eða vörugjöld. Nei, það er bara álagning. 

Orsök þess háa matarverðs liggur ekki bara í verndartollum og vörugjöldum heldur í álagningu vegna fákeppni. Fákepni sem þeir fáu gæta þess að halda.  Þeir sem nú stjórna á markaðinum koma í veg fyrir að nokkur annar komist þar inn. Þetta höfum við séð í gegn um tíðina.  

Halla Rut , 11.5.2008 kl. 11:51

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæl Halla Rut.

Þakka þér þitt innlegg.

Guðmundur Óli Scheving, 11.5.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband