Sjálfstæðismenn í Borgarstjórn eiga að efna til prófkjörs núna !!!

Sjálfstæðismenn í Borgarstjórn Reykjavíkur virðast ekki hafa aldur né þroska við að takast á við þau vandamál og verkefni sem blasa við og þeir hafa komið sér í.

Tildæmis málefni OR og REI þar er kominn í lykilstöðu maður sem ætlar ekki að fara eftir þverpólitískri niðurstöðu um lausn og framtíðarfyrirkomulag vegna vandamála þessara fyrirtækja.

Nei þar á engu að breyta.

Skipulagsmál eru komin út og suður, Krakkahópurinn þarna í Borgarstjórn brýtur hvern samninginn á fætur öðrum í svokölluðum málefnasamningi milli þeirra og Ólafs F. Magnússsonar.

Og alveg makalaust að heyra síðan Hönnu Birnu og Gísla Martein skýra út aftur og aftur hvað Ólafur F. Magnússon meini þegar hann kemur öllu í bál og brand með sínum frægu yfirlýsingum.

Málefni Barnaverndamála fóru líka út og suður á tímabili. Þegar ráðið var í stöðu formanns Barnavernarráðs án þess að tala við viðkomandi.

Málefni flugvallarinns í Vatnsmýrinni í upnámi þar sem ágreinigur Sjálfstæðismanna og Ólafs F. Magnússsonar er í algleymingi.

Sundabrautarmálið á byrjunarreit aftur og aftur.

Gatnamótin við Kringlumýrarbraut í endalausum uppákomum.

Menntastefna beið skipsbrot varðandi tilraunaverkefni með 5 ára börn, sem hefur tekist mjög vel til í öðrum löndum en ekki hér.

Fyrigreiðslupólitík í úthlutunarmálum byggingarlóða endalaust klúður Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, t.d úthlutunina á Lynghaga, í Örfyrirsey, Í Vatnsmýrinni svo eitthvað sé nefnt.

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík með alla vega þetta fólk í forustusveit sem treystir ekki hvort oðru alveg sama hvað það er að bulla um samstöðu í fjölmiðlum.

Þetta fólk er að berjast um völdinn innbirðis  og á meðan er ekki samstaða um forustu í borgarmálum.

Það sem þetta fólk ætti að gera núna er að segja af sér losa sig við þennan Borgarstjóra sem nú situr.

Pólitískum lífdögurm Ólafs. F Magnússonar er viðhaldið af Sjálfstæðisflokknum.

Sjálfstæðismenn í Reykjavík ættu að efna til prófkjörs til að fá úr því skorið hvaða einstaklingur Sjálfstæðismaður/ kona í Reykjavík sé foringi flokksins í Borgarmálum.

Skynsamlegast er bara að segja af sér núna og hverfa frá þessari vonlausri innbryrðis valdabaráttu og byggja flokkinn upp á nýtt með ótvíræðum foringja.

Þetta finnst mér.


mbl.is Ástandið veldur sjálfstæðismönnum áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 83916

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband