Jón Baldvin Hannibalsson ætlar að rústa Samfylkingunni !

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætlar að vera Formaður Samfylkingarinnar áfram þó svo hún hafi ekki neina heilsu til að standa í þessum stjórnmálum í dag.

Og nú hefur Jón Baldvin látið verða að því að standa við stóru orðin og ákveðið að bjóða sig fram móti sitjandi formanni Samfylkingarinnar.

Þetta er bara skandall og sýnir svo ekki verður um villst hvaða mann Jón Baldvin hefur að geyma hann er bara niðurrifsafl frá liðnum tíma.

 Hann er bara búinn að vera erlendis í Sendiherrapólitík. Sem er allt annar heimur en hin raunverulegi.

Og vill láta aðra axla ábyrgð, hann ætti að líta í eiginn barm hann hefur aldrei axlað ábyrgð, það hefur alltaf verið öðrum að kenna ef eitthvað hefur farið miður í hans stjórnmálasögu.

 Davíð Oddsson vinur hans skipaði hann í embætti svo Jón Baldvin þyrfti ekki að takast á við Davíð Oddsson í stjórnarandstöðu.

En samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var í dag held ég, munar örfáum % stigum á þeim Ingibjörgu.

Jón Baldvin er komin á fullt í smölun atkvæða fyrir Landsfundinn.

Það yrði nú Samfylkingarfólki til æverandi skammar ef fólk ætlar að láta Jón Baldvin Hanninbalsson ná kjöri í stjórn Samfylkingarinnar sem formann.

Þetta finnst mér.


mbl.is Jón Baldvin fer fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég veit ekki hvort er meiri skömm fyrir flokkinn.. JBH eða ISG.. þeirra tími er liðinn.

Óskar Þorkelsson, 28.2.2009 kl. 21:56

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þetta eru óþarfa áhyggjur.  Ingibjörg verður kjörin, ekki spurning.

Hins vegar mega raddir gamalla stjórnmálamanna alveg heyrast.  Ég er Jóni ekki sammála að rekja megi bankahrunið á einhvern hátt til Samfylkingarinnar. Ég skil hann bara alls ekki. En það má með sanni segja að Ingibjörg Sólrún hefði átta að taka öðru vísi á viðvörunum sem fóru að heyrast strax í mars þó þær kæmu ekki frá Davíð.  Hún má líka biðjast afsökunar á sjálfri sér og hvernig hún aktaði á Borgarafundinum.  En hún er og var veik svo kannski var dómgreind hennar ekki í lagi.  Þess vegna setur hún Jóhönnu í fyrsta sætið.

Ég er þakklát fyrir að hún skuli ætla að halda áfram, því hún er þræl öflug.

Jón Baldvin er öflugur liðsmaður líka, en hann verður aldrei formaður Samfylkingarinnar.  Hann mun draga framboð sitt til baka fyrir landsfund.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.2.2009 kl. 22:07

3 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Óskar.

Ég er á því líka að hún hefði átt að draga sig í hlé núna.

Guðmundur Óli Scheving, 28.2.2009 kl. 22:44

4 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæl Ingibjörg.

Það er nú bara svo að Ingibjörg Sólrún hefur bara misst mikið perónulegt fylgi.

Og ég heyrði það í dag að það væru bara örfá % stig á milli þeirra.

Það hefur ekkert að segja fyrir fólk þó hún seigi að fyrirgefið , hennar tími er að fjara út því miður.

Ég er líka viss um að Jón Baldvin dregur ekkert til baka.

Guðmundur Óli Scheving, 28.2.2009 kl. 22:51

5 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Þetta á eftir að versna þegar nær dregur kosningum og prófkjörum

Guðmundur Óli Scheving, 28.2.2009 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 83902

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband