Auðvitað brást ekki stefna Sjálfstæðisflokksins heldur stefnuleysi !

Mikið rosalega  er það neyðarlegt þegar samansafn af mönnum sem hafa sömu stjórnmálaskoðanir og eru heilaþvegnir af einum manni, koma fram og reyna að segja heillri þjóð að "bull sé ekki bull", að "rigning sé ekki blaut" að stefna sé ekki stefna".

Endureisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins hefur talað og niðurstaða nefndarinnar er að Sjálfstæðisflokkurinn hafi enga stefnu og því hafi stefnan ekki brugðist heldur fólk sem var að vinna í nafni Sjálfstæðisflokksins .

Hverjir eru svo þessir spekingar sem láta Sjálfstæðismenn heyra það jú það eru  lögfræðingar, frægur Hagfræðingur úr Seðlabankanum, verkfræðingur, frambjóðandi út á landi svo dæmi séu tekin.

Sjálfstæðisfólk sem var ekki að fylgja eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins brást og það sé nauðsynlegt að biðjast afsökunar á öllu sukkinu og svínaríinu sem mistök þessa Sjálfstæðisfólks hefur haft í för með sér.

En ekki er ástæða til að breyta neinu varðandi stefnuna í flokknum halda bara áfram þessu stefnuleysi sem dugað hefur svo vel hingað til.

Hverja á að biðjast afsökunar á að ekki sé búið gera neitt í málunum,  útrásarvikingana, ofurlauna bankastjórana, ríkstjórnina fyrrverandi og núverandi, Gordon Brown og Starling, hinar staðföstu þjóðir hverja spyr ég ?

Þetta virðist vera mjög erfitt en kannski ætti að taka í hendina á öllum, Já öllum þeim sem misstu ,sparnaðinn sinn, 15.000 manns án atvinnu, Heimilin sem eru að fara í þrot, Atvinnufyrirtækin sem eru að stöðvast, fólkinu sem er að flýja land.

Þetta er nú með endæmum menn skuli láta svona frá sér.

Og þó ekki maður sér svona hóp manna t.d. hjá Ingva Hrafni á INN á föstudögum, sem er bara ótrúlegt samansafn af Sjálfstæðismönnum þar hvernig menn níða skóinn af hinum og þessum í þjóðfélaginu sem ekki hafa sömu skoðun og þeir.

Þeir telja eins og nefndarmennirnir að allt sem gerst hefur sé öðrum að kenna en Sjálfstæðisflokknum.

Það sé fólkinu um að kenna.

Þetta finnst mér.

 


mbl.is „Heiðarlegt uppgjör“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

Er með bloggsíðu : http://blogg.visir.is/gudmunduroli

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband