Stjórnendur HB Granda telja sjálfsagt að úthluta sjálfum sér 184 miljónir króna í arð.
Frá þessu er sagt á visir.is
En fengu verkaðlýðsfélögin til að falla frá kauphækkun verkafólks til að koma á móti Atvinnurekendum vegna fjármálakreppunar og vanda fyrirtækja í sjávarútvegi.
Hver anskotinn er að gerast ,kunna menn ekki að skammast sín, þessir stjórnarmenn HB Granda eru ekki alveg á flæðiskeri staddir eins og Árni Vilhjálmsson, Kristján Loftsson og Ólafur Ólafsson.
Skammist ykkar og látið þessa ákvörðun ganga til baka og standið við kauphækkanir við starfsfólk ykkar.
En rifja má upp að HB Grandi er búinn að hirða meginhluta af öllum kvóta landsins til sín í gegnum árin.
Ég segi nú er nóg komið Steingrímur Sigfússon taktu allan kvóta úr ríkisbönkunum og af sægreifunum og ríkisvæðið allan kvótan og breytið lögum þannig að kvótanum verði úthlutað til byggðalagana.
Færið kvótan til þjóðarinnar aftur. Stoppum þessa spillingu og siðleysi.
Þetta finnst mér.