Færsluflokkur: Dægurmál

Pólitískt bankaráð Seðlabankans aftur á ferðinni !

Var ekki verið að breyta Seðlabankalögum ?

Var ekki verið að reka pólitikstkjörnu Bankastjórana og pólitíska Bankaráðið ?

Var ekki talað um að setja ópólitísktfagráð  á laggirnar svo kallað peningastefnuráð ?

Var ekki krafan um að fagmenn, ekki stjórnmálamenn eða þingmenn yrðu fengnir til starfa í slíku ráði ?

Nú eftir helgina ætlar Alþingi að kjósa nýtt bankaráð Seðlabankans, þannig að við fáum að sjá nýjar pólitískar hækjur halda áfram þar sem frá var horfið.

Þetta er bara ekki í lagi.

Þetta heldur bara áfram sama leyndin sama spillingin sama "fokking fokk"  og þeir sem eru að rannsaka málin hafa ekki aðgang að upplýsingum nema í afar takmörkuðu magni.

Það eru pólitíkusar sem loka flestum leiðum eins og greinilega má sjá í yfirstöðnum prófkjörum þar sem sáralitlar breitingar hafa orðið svo litlar að þær skipta engu máli.

Þetta verður bara eins og áður á valdi flokkeigendafélagana.

Þetta finnst mér.


Ætlar verklýðshreyfinginn og ASÍ bara að horfa á verkafólk niðurlægt ?

Verkalýðshreyfingin gekk fram fyrir skjöldu eftir efnahagshrunið og samþykkti að fresta launahækkunum verkafólks meðan fyrirtæki kæmust upp úr erfiðleikum og kreppu.

En þá ákveða stjórnendur eins stærsta útgerðarfélags landsins að greiða sér arð upp á 150 miljónir króna.

Ég hef ekki séð eitt einasta orð um þessi mál frá ASÍ forustunni,Aðeins formaður verklýðsfélags Akranes hefur tjáð sig um þetta.

Stjórnarmenn hjá  HB Granda neita að tjá sig og Kristján Loftsson sem er einn stjórnarmanna bara skellti á fréttamann þegar hann var spurður út í þessar greiðslu,

En er ekki nýbúið að rétta þeim manni möguleika upp á hundruðir miljóna króna með hvalveiðum ?

Nei nú verða bara stóru fyrirtækin og þar með HB Grandi að hækka laun starfsfólks síns og standa við alla samninga.

Svo er hægt að skoða hvað fyrirtækið skuldar og  eftir að búið er að greiða skuldir og laun er hægt aðskoða hvort einhver ástæða er til arðgreiðslna.

Þetta finnst mér.


Fyrrverandi og sitjandi ráðherrar og þingmenn fá útreið !!!

Prófkjör eru nú um helgina hjá stjórnmálaflokkunum, fyrstu tölur hafa verið birtar eftir mjög ltla talningu.

En það er samt lagt út frá þeim.

Í Reykjavík kemst  Ásta Ragnheiður Jóhanesdóttir Félagsmálaráðherra ekki á blað og Mörður Árnasson varaþingmaður kost ekki heldur á blað fyrir Samfylkinguna.

Í Reykjavík hefur Illugi Gunnarsson forustu í fyrsta sæti með yfirburði yfir Guðlaug Þór.

Guðlaugur Þór sagði að þetta væri einn mesti kosningarsigur sinn ef þetta yrði niðurstaðan.

Ég segi bara þvílíkt rugl í manninum fyrrverandi ráðherra og því með bullandi forgjöf er í öðru sæti, hann er ekki vinsæll.

Bjarni Benediktsson er í efsta sætinu í Kraganum fyrir Sjálfstæðismenn og valtrar yfir Varaformann Sjálfstæðisflokksins og fyrrum ráðherra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sem ætti að öllu að hafa einhverja forgjöf.

Í kraganum er Árni Páll í efsta sæti og Katrín Júíusdóttir í öðru, en fyrrverandi ráðherra Þórunni Sveinbjarnardóttur  fyrrverandi Umhverfisráðherra er hafnað.

Já en ekki er búið að telja öll atkvæði. En þetta er spennandi.

Þetta finnst mér.


mbl.is Árni Páll sigraði í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi verður nú friður í Frjálslyndaflokknum !

Nú eru farnir úr forustusveit Frjálslydaflokksins niðurrifsmennirnir og öfgasinnar sem búnir eru að sundra frjálslyndaflokknum.

Einn er farinn til Sjálfstæðisflokks og verður að öllum líkindum ekki kosinn inn. En hann er í prófkjöri í dag.

Hinn er búinn að vera og hefur ekki stuðning innan Frjálslyndaflokksins.

Hann hefur tapað í prófkjöri og kjöri til formanns.

Einn af niðurrifsmönnunum gekk í Framsóknarflokkinn og þar var honum hafnað sem Frjálslyndumframsóknarmanni .

Þó hef ég heyrt að tveir af þessum mönnum ætla fram með sér framboð í sínum Kjördæmum .

Eða jafnvel í Reykjavík.

Ég óska Guðjóni Arnari til hamingju með formannskjörið.

Vonandi verður lífi blásið í þennan flokk að nýju, en flokkurinn hefur verið ákveðn rödd sem má ekki fjara út.

Vona bara að frjálslyndiflokkurinn taki fylgi frá fjórflokkunum.

Þetta finnst mér.


mbl.is Guðjón Arnar kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðleysi og græðgi Sægreifa og "Auðmanna" er bara lögreglumál !

Stjórnendur  HB  Granda telja sjálfsagt að úthluta sjálfum sér 184 miljónir króna í arð.

Frá þessu er sagt á visir.is

En fengu verkaðlýðsfélögin til að falla frá kauphækkun verkafólks til að koma á móti Atvinnurekendum vegna fjármálakreppunar og vanda fyrirtækja í sjávarútvegi.

Hver anskotinn er að gerast ,kunna menn ekki að skammast sín, þessir stjórnarmenn HB Granda eru ekki alveg á flæðiskeri staddir eins og Árni Vilhjálmsson, Kristján Loftsson og Ólafur Ólafsson.

Skammist ykkar og látið þessa ákvörðun ganga til baka og standið við kauphækkanir við starfsfólk ykkar.

En rifja má upp að HB Grandi er búinn að hirða meginhluta af öllum kvóta landsins til sín í gegnum árin.

Ég segi nú er nóg komið Steingrímur Sigfússon taktu allan kvóta úr ríkisbönkunum og af sægreifunum og ríkisvæðið allan kvótan og breytið lögum þannig að kvótanum verði úthlutað til byggðalagana.

Færið kvótan til þjóðarinnar aftur. Stoppum þessa spillingu og siðleysi.

Þetta finnst mér.


Stór hluti Framsóknarmanna vill verða hækja Sjálfstæðisflokksins !

Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 vill stór hluti Framsóknarmanna að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndi næstu ríkistjórn eftir kosningar nú í vor.

Sem þýðir raunar miðað við stærð flokkana að Framsókn verður hin eina sanna stuðningshækja Sjálfstæðisflokksins ef þeim tekst að mynda ríkistjórn eftir næstu kosningar.

Þessi könnun sannar það bara aftur og aftur að orð forustumanna Framsóknarflokksins um að það sé vinstri sveifla innan Framsóknarflokksins er bara bull.

Maður skilur ekki alveg að fólk skuli leggja lag sitt við þessa flokka sem bera helstu ábyrgð á bankahruninu, einkavinavæðingunni og frjálshyggjubullinu á undaförnum áratug.

Og nú vilja menn bara halda áfram og tjalda ölllu til að sameinast í þessi spillingaröfl á ný undir handleiðslu flokseigendafélagana í þessum flokkum.

Þetta er bara ótrúlegt. Mestu örlagavaldar í Islensku þjóðlífi eru verðlaunaðir í fylgiskönnunm meðal fólks.

Hvað er að fólki ?

Þetta finnst mér.


mbl.is Flestir vilja stjórn S og V
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur skipt um skoðun í flugvallarmálinu !!

Það er bara ánægjulegt að ráðherra Samfylkingarinnar skuli hafa komið vitinu fyrir Borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Flugvöllurinn verður kyrr.

Frá þessu er sagt á visir.is

Í burðarliðnum er samkomulag um nýja samgöngumiðstöð fyrir flug og aðrar samgöngur.

Í síðustu Borgarstkjórnarkosningum var hörðust og heitust umræðan um að flugvöllurinn færi burt og voru Sjálfstæðismenn harðastir  með því máli.

Nú er  það ekki til  lengur í dæminu. Búið að kúvenda.

Bara gott mál

Þetta finnst mér.


Skýr skilaboð til verkalýðsforingja og lífeyrissjóðsforstjóra !

Gunnar Páll Pálsson formaður VR var felldur í kosningu í dag.

En miklar óánægju hefur gætt vegna setu hans og ákvarðanatöku í stjórn Kaupþings.

Eins fyrir þá yfirgengdarlegu launastefnu sem hann sjálfur starfaði eftir og bílakost sem hann notaði.

Til hamingju VR félagar með að hafa tekið í taumana.

Stjórn VR ætti að segja af sér en hún hefur mært upp þessa meintu spillingu formannsins.

Ég held að það væri í lagi að skoða núna þessa verkalýðsforingjahjörð sem er að nálgast miljónina í tekjur á mánuði og þessa forstjóra lífeyrissjóðana, sem hafa ákveðið laun sín sjálfir í gegnum tíðina.

Í hvaða nefndum innan fjárfestingafélaga og bankana hafa þessir aðilar verkalýðsforustunar setið ?

Hverjir gáfu þeim leyfi til að fjárdfesta í áhættuskuldabréfumu og ágættufjárfestingum erlendis ?

Hvað er tap lífeyrissjóðana yfir höfuð mikið og hver ber á byrgð á því ?

Þarf ekki að taka í rassgatið á þessari hagfræðingahjörð, sem stjórnar núna verkalýðshreyfingunni ?

Þetta finnst mér.

 


mbl.is Kristinn kosinn formaður VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggvi Þór Herbertsson frambjóðandi fékk 150 miljóna kúlulán !!!!

Í DV í dag er sagt frá að Tryggvi Þór Herbertsson prófessor  og forstöðumaður Hagfræðideildar Háskólans í Reykjavík, fékk 150 miljóna kúlulán hjá Askar Capital þegar hann var forstjóri fjárfestingarbankans.

Hann seldi síðan einkahlutafélagið sitt sem hét Varnagli til Askar þegar hann hætti og slapp við að borga 70 miljónir þegar einkahlutafélagið var selt til Askar.

Það eru einmitt svona viðskiptahættir sem leiddu til bankahrunsins.

Og þessi maður var helsti ráðgjafi ríkistjórnarinnar fyrrverandi og er núna í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi.

Hefur þessi maður eitthvað að gera á Alþingi Íslendinga ? Ég segi nei.

Þetta finnst mér.


Nú þegir Geir Hilmar, var hann að ljúga að þjóðinni ?

Tryggvi Þór Herbertsson fyrrum efnahagsráðunautur, fyrri ríkistjórnar sagði á Stöð 2 fyrir nokkru síðan, að hann hefði sagt Geir Hilmari frá boði breska fjármálaeftirlitsins, um að taka Iscesave reikningana í Breska lögsögu.

Það vantaði 30 miljarða tryggingu frá Landsbankanum til að gera þetta.

En Seðlabankinn neitaði Landsbankanum um þetta og knúði á með að setja  hin frægu neyðarlög svo hægt væri að rústa fjármálakerfinu og taka yfir bankana og fjármálafyrirtækin yfir.

Þá svöruðu Bretar þannig að setja á Íslendinga Hryðjuverkalög, sem ekki einu sinni fyrrverandi Seðlabankastjóri, sem hefur þó lýst því yfir að hann viti allt um þetta hrun.

Hann sá  ekki fyrir þetta rosalega gjaldþrot og keðjuverkanir sem dunið hafa yfir.

Og Geir Hilmar sagði margoft að hann hefði ekki vitað af þessum ICESAVE reikningum fyrr en löngu seinna.

Hefði ekki verið ráð fyrir Geir Hilmar að hringja í BROWN og koma þessum ICESAVE reikningum í breska lögsögu og láta afnema hryðjuverkalögin.Þegar hann vissi loksins um þessa reikninga. Og liðka fyrir þessum málum.

En Geir Hilmar sagði marg oft, að þetta væri allt í ferli og það væri verið að skoða þessi mál.

En það var í raun ekkert verið að gera. Þeir voru saman í þessari fölsku upplýsingarmiðlun, Geir Hilmar, Árni Mathiesen, Björgvin Sigurðsson, Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnasson.

Þeir voru bara að hagræða sannleikanum og þegar fréttamenn vildu fá greinarbetri svör, voru þeir kallaðir dónar og annað verra eins og allir muna.

En það verst er að ,það er að koma æ betur í ljós  að Geir Hilmar sagði þinginu ekki satt um ICESAVE reikningana og skuldir þjóðarinnar.

Vonandi krefst þingið skýringa frá Geir Hilmari Haarde.

Þetta kemur vonandi í ljós við rannsókn málsins.

Hver eiginlega tekur mark á þessum Sjálfstæðismönnum í dag ?

Eru þetta ekki þeir sem ollu mesta skaðanum í öllu hruninu ?

Þetta finnst mér.


mbl.is Skuldir þjóðarbúsins meiri en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

 

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband