Færsluflokkur: Dægurmál
9.3.2009 | 12:13
Nei ég er ekki Íslendingur !
Aukin andúð er á Íslendingum erlendis, kunningjar mínir voru á ferðinni í Skandinavíu og Evrópu og í Englandi í síðustu viku.
Þeir upplifðu að verða fyrir aðkasti, fyrir það að vera Íslendingar og fannst þeir jafnvel vera í hættu.
En það var hrækt á þá og stuggað við þeim á veitingastað í London.
Eftir það sögðu þeir þeim sem spurðu hvaðan þeir væru, að þeir væru frá Svíþjóð.
Og gátu því klárað viðskiptaferð sína áfallalaust.
Ekki á þetta eftir að lagast eftir fréttir dagsins með Burðarás-Straum fjárfestingabanka litu dagsins ljós.
Eitthvað þarf nú að breyta lögum og reglugerðum um ábyrgðarskyldu Íslenska Ríkisins vegna fjárfestinga fjárglæframanna á erlendi grundu.
Hvað bætast næu mörg hundruð miljarðar við skuldabirgðina.
Nei nú þarf að taka alvarlega á þessum útrásarskussum og finna eignir þeirrra og peninga sem faldir eru um allan heim eins og svo marg oft hefur verið haldið fram í fjölmiðlum.
Og færa þá heim til Íslands.
Þetta finnst mér.
![]() |
Á annað hundrað missa vinnuna í Bretlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er hætt afskiptum af stjórnmálum frá og með landsfundi Samfylkingarinnar núna í mars.
Hún dregur sig í hlé vegna veikinda.
Dagur B Eggertsson ætlar ekki í dag að gefa út yfirlýsingu vegna formanskjörs en hann mun gera það á næstu dögum.
Þó er rétt að geta þess að lítill fugl hvíslaði að mér í kvöld að Stefán Jón Hafstein sé að undir búa heimkomu og skellir sér sennilega beint í formansslaginn rétt fyrir landsfundinn.
Vegna breytra aðstæðna í Samfylkingunni.
Það þarf ekki að hafa áhyggjur af gamalmenninu Jóni Baldvini Hannibalssyni hann á enga möguleika og á náttúrulega að draga sig í hlé komi fram ný framboð og hann á eftir að gera það.
Þá er ekki gott að segja hvernig fer ef fleiri vilja bjóða sig fram.
Þetta er bara að verða spennandi.
Þetta finnst mér.
![]() |
Rökrétt að Jóhanna taki við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.3.2009 | 16:35
Hann taldi sig ekki þurfa að segja Geir eitt eða neitt !!!!
Fyrrum efnagahagsráðgjafi ríkistjórnarinnar, fyrrverandi hefur upplýst að honum hafi verið kunnugt um boð Breska fjármálaeftirlitsins vegna Icesave reikningana 5 oktober 2008.
En tilboðið hljóðaði upp á að færa reikningana undir Bresk yfirvöld.
Tryggvi Þór sagði Geir Hilmari ekki frá þessu fyrr en tíminn var útrunnin að koma reiknuingum undir Breta.
Og þá höfum við það líka að Geir Hilmar sem marg oft hefur lýst því yfir að hann hafi ekkert vitað um þessi mál. Hefur vitað allt um þetta Icesave mál.
Þetta kom fram á visir.is í dag.
Nú er þessi sami Tryggvi Þór að bjóða sig fram í prófkjöri ætli hann hafi sagt Geir Hilmari frá því ?
Þetta finnst mér.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2009 | 21:57
Þetta er bara ógeðslegt !!!!
Samfylkingarfólk hefur nú sýnt það og sannað að það vill endilega halda skrípaleiknum áfram.
Það standa yfir prófkjör um allt land.
Og samfylkingin vill ekki breyta neinu sem skiptir máli. Flokksræðið er fyrir öllu.
Sömu skemmdu eplin í boði og áður.
Það er ótrúlegt og bara óhuggulegt að Björgvin Sigurðsson skuli yfir höfuð hafa boðið sig fram miðað við þær ásakanir og klúður sem hann gerði vegna Bankahrunsins.
Afsögn hans var bara þetta ógeðlega kosningabragð sem fólk hefur auðsýnilega fallið fyrir .. ja hérna
Og hann á sennilega eftir að sæta rannsókn sérstaks Sakssóknara vegna Bankahrunsins, hann þarf sennilega næst að segja af sér þingmennsku.
Hverskonar bull er þetta eiginlega og með hina ráðherrana og þigmennina sem eru að bjóða sig fram .
Kunnið þið ekki að skammast ykkar, þið sem búin eru að sitja á þingi undanfarin ár og áratugi og í ríkistjórnum.
Það er ykkur að kenna meðal annars hvernig komið er. Þið bara viljið ekki skilja þetta.
Ég segi bara burt með ykkur allavega þar til búið er að rannsaka ykkar hlut í hruni og gjaldþroti Íslands
Ætlar þjóðin að sætta sig við þetta að þessir klúðrarar efnahagsmála komist aftur til valda.
Ég mótmælti þessu á Austurvelli í dag.
Það hefðu kannski fleiri mátt koma við vorum þó rúmlega 400 manns sem þarna mótmæltum í dag.
Þetta finnst mér.
![]() |
Afsögnin skipti miklu máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.3.2009 | 23:39
Það þarf að mótmæla, mætum öll í dag sukkið heldur áfram !!!
Það þarf að veita stjórnvöldum aðhald og knýja á að eftirlitsstofnanir vinni verkin sín.
Flest allir gömlu stjórnendur bankana eru í störfum ennþá.
Skilanefndir bankana voru skipaðar af fyrrverandi SUS vinum í Sjálfstæðisflokknum og starfa í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins og eru að draga lappirnar í málefnnum bankahrunsins.
Þið munið að stefnan klikkaði ekki bara fólkið.
Þar eru afskrifaðir miljarðar skulda fyrirtækja sem verið er að selja til vildarvina og engin fær að vita hvað ríkisbankarnir tapa miklu.
Enginn fær að vita hvað sægreifunum hefur verið afhentir margir miljarðar í afskriftum.
Sérstakur rannsóknardómari var settur á af Birni Bjarnarssyni. Til að taka á og rannsaka bankaskandalan.
Það kemur síðan í ljós að hann hafði engin völd stofnanir gátu og geta neitað honum um gögn og þannig tafið málin. Vonandi verið að breyta því ?
Stjórnmálaleiðtogar og stjórnir stjórnmálaflokka raða gæðingum sínum á lista þvert á að krafa um prófkjör eða forval meðal flokksmanna hafi verið það sem fólk var að biðja um.
Þetta er bara helvítis fokkin fokk ennþá.
Látum sjá okkur æi dag á Austurvelli kl 15:00,
Veitum stjórnvöldum aðhald.
Þetta finnst mér.
Dægurmál | Breytt 7.3.2009 kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2009 | 00:05
Sjálfstæðisflokkur enn í minnihluta !!!!
Það er bara ánægjulegt að sjá þessa skoðanakönnun RUV.
Sjálfstæðisflokkurinn fær 20 menn, Farmsókn fær 8 menn en Samfylking fær 18 menn Vistri Grænir 17.
Frjálslyndir þurkast úr og önnur framboð koma ekki að manni.
Ef þetta yrði niðurstaða kosninga væru Framsókn og Sjálfstæðisflokkur í minnihluta.
Stjórnarflokkarnir héldu velli og mundu ekki þurfa að reiða sig á svikulan Framsóknarflokk.
Mér finnst þessi könnun RUV bara blása ansi miklum vindi í segl umbótaflokkana sem nú eru í minnihlutastjórn.
Það sem hefur verið gert af þessari ríkistjórn er það sem var óskað var eftir að yrði gert og meira er að koma til afgreiðsu í þinginu á næstu dögum og vikum.
Þetta finnst mér.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.3.2009 | 15:06
29 þingmenn láta sig bara hverfa úr vinnunni !!!
Mjög umdeild eftirlaunalög voru afnumin á Alþingi í dag 34 greiddu atkvæði með niður fellingu og enginn greiddi athvæði á móti. En stór hluti þingmanna var ekki viðstaddur, skoðum hvernig þetta var:
já: leyfi: fjarst.: Gert 5.3.2009 14:52 Það voru bara 3 þingmenn í leyfi frá störfum hinir voru í skrepp eða felum. Mikið er þetta gott að þetta er frá. Þetta er allt að koma. Þessir 29 skammast sín sennilega svo rosalega en þeir samþykktu þennan óskapnað á sínum tíma. Steingrímur verður ekki dregin fjarvist frá þessum þingmönnum sem ekki voru í vinnunni í dag ? Þetta finnst mér. |
![]() |
Eftirlaunafrumvarp samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Siv Friðleifsdóttir fer hamförum í þinginu og gengur erinda Sjálfstæðisflokksins við að eyðileggja störf og stefnu ríkistjórnarinnar í umhverfismálum.
Skömminn og skítalyktin af þessu samstarfi Framsóknar og annara flokka er með eindæmum.
Bara stundað málþóf til að eyðileggja tíman.
Það er von að Siv Friðleifsdóttir fari hamförum hún er að hverfa af þingi, ég hef heyrt að kjósendur í Kraganum séu bara búnir að fá sig fullsadda af henni og muni stroka yfir hana í prófkjörinu.
Hún mun ekki leiða flokkinn fyrir kosningarnar.
Framsóknarflokkurinn lofaði og gekk fram fyrir skjöldu með að styðja og verja minnihlutastjórnina og hjálpa til við að koma málefnum ríkistjórnarinnar í gegnnum þingið í anda stefnulýsingar og stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar, Vinstri Grænna og Framsóknarflokksins sem hafði mikil áhrif á gerð stjórnarsáttmálans.
Nú er alveg sama hvaða mál ríkistjórnin eða einstaka ráðherrar koma fram með þá er þingflokksformaðurinn í Framsókn komin í stellingar með Sjálfstæðisflokknum.
Þetta er bara ömurlegt að dragbítar Framsóknarflokksins þæfa og tefja mál í nefndum en lofuðu að hjálpa til við að leysa málin .
Það er orðið þannig að ekki er hægt að treysta á Framsóknarflokkinn í einu einasta máli sem ríkistjórnin ætlar fram með.
Trúðar Framsóknarflokksins á Alþingi hafa svo sannarlega sannað sig.
Þetta finnst mér.
![]() |
Fundað um stjórnarsamstarfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2009 | 19:18
Þið skuluð í þrot helvítin ykkar !!!!
Þannig finnst mér tónninn sem Baugi eru sendir í dag frá Glitni og Íslandsbanka .
En Glitnismenn og Íslandsbankamenn andmæltu beiðninni um greiðslustöðvun en fyrir tækið hefur verið í greiðslustöðvun í þrjár vikur.
Farið var fram á greiðslustöðvun í þrjá mánuði. En það vildu Glitnis-og Íslandsbankamenn ekki.
Málinu var frestað í Héraðsdómi Reykjavíkur fram yfir helgi.
Þetta risafyrirtæki og flaggskip Íslensnska fyrirtækja hérlendis og erlendis fær að finna einu sinni enn fyrir hrægömmunum og nöðrueitrinu hjá þeim sem grætt hafa á tá og fingri á Baugi í gegnum tíðina.
Og fela sig núna bak við Glitni og Íslandsbanka.
Það skyldi þó ekki vera að SUS félagrnir í skilanefndunum standi í vegi fyrir því að Baugur hafi tækifæri á að endurskipuleggja fyrirtækið miðað við ástandið í Þjóðfélaginu.
Þetta fyrirtæki er með þúsundir manna í vinnu.
Þetta finnst mér.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eilífðar uppákomur Framsóknarmanna gagnvart ríkstjórninni eru bara talandi dæmi um erfiðleikana og valdabaráttuna innan Framsóknarflokksins.
Gagnrýni Framsóknarflokksins á ríkistjórnina í tíma og ótíma er vatn á millu Sjálfstæðisflokksins.
En Sjálfstæðisflokkurinn mun sennilega hafa alla burði til að geta myndað ríkissstjórn að loknum kosningum þá með Framsókn.
Það er bara svo skrítið hvað fólk er fljótt að gleyma.
Það breytir ekki neinu þó að settur sé nýr göngustafur í forustusveit Framsóknar eða Sjálfstæðisflokk gamla flokksvélin ræður.
Það breytist ekki nema fólk fái að raða saman fólki á lista í kjörklefanum ,sem það teystir.
Þá fyrst er hægt að hreinsa til í þessu framboðsliði sem sumir hverjir eiga ekkert erindi á þing.
Þetta finnst mér.
![]() |
Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
-
annaeinars
-
arikuld
-
arndishauks
-
utvarpsaga
-
reykur
-
kaster
-
birgitta
-
gattin
-
brylli
-
dansige
-
danth
-
egvania
-
finni
-
gelin
-
gudbjorng
-
straumar
-
hallkri
-
heidistrand
-
hlf
-
heimssyn
-
snjolfur
-
don
-
fridust
-
jakobjonsson
-
jenje
-
jon-o-vilhjalmsson
-
prakkarinn
-
juliusbearsson
-
larahanna
-
veffari
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
svarthamar
-
skari60
-
fullvalda
-
nimbus
-
sigurjonth
-
tara
-
vga
-
thj41
-
heilsa
-
kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar