Er einn ríkasti maður heims ósvífinn betlari eða skúrkur ?

Að hugsa sér, koma ekki frægir Björgólfsfeðgar fram og gera tilboð í skuldir sínar.

Og eins og málin koma fyrir sjónir almennings eru þetta ekki neinar smáskuldir.

Skrítið að maður, sem er ofarlega á lista yfir ríkustu menn í heimi, kemur skríðandi og betlandi til þjóðar sem þeir feðgar eiga stóra sök á að hafa gert gjaldþrota.

Menn sem komu sögum í gang á sínum tíma að þeirra peningar hefðu allir komið frá Rússlandi .

Já Rússapeningarnir til að kaupa m.a. Landsbankan, voru síðan ekki Rússapeningar,heldur lán frá frá Kaupþing og Glitni. Og ekki er búið að greiða neitt af því láni.

Nú er svo komið að þjóðfélagið stendur við reiðinar dyr og það munu brjótast út mikil læti í þjóðfélaginu ef skuldir þeirra Björgólfa eða bara nokkra af þessum útrásarvíkinga verða afskrifaðar um einn eyri.

“Hægt væri að leiðrétta skuldir eittþúsund heimila um tuttugu prósent í stað þess að fella niður skuldir Björgólfsfeðga segir varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann segir að verði af þessari niðurfellingu þá séu allir sáttmálar við fjölskyldurnar í landinu brostnir. “

Það er ekki algengt að vera prins og betlari en það er að verða mun algengara að vera betlari og skúrkur.

Hvar hafa þessar eftirlitsstofnanir eiginlega haldið sig. ?

Þetta finnst mér.


Glymur hátt í tómri.....

Birgir Ármansson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og "yfir gjammari" og sá sem einn harðast gekk fram í að tefja fyrir stjórnlagafrumvarpinu og þingstörfum þegar minnihlutastjórnin barðist um að koma böndum á ýmsa hluti fyrir síðustu kosningar. Aðal höfundur málþófs og frammíkalla sjálfstæðisflokksins.

Er alveg steinhissa á að þinglok gætu orðið í næstu viku.

Jafnvel þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi engar lausnir vegna ástandsins þar sem Sjálfstæðisflokkurinn ber alfarið ábyrgð á ástandinu.

Og það var Sjálfstæðisflokkurinn sem skrifaði undir yfirlýsingar um skuldaskil  Íslendinga í ICESAVE málinu.

Mér finnst þeirra þætti vera lokið í bili. Næsti þáttur er bara ákæra eða yfirheyrslur.

Og það sem sjæalfstæðisflokkurinn hefur lagt fram er bara  alstaðar hafnað, eins og t.d. tillögum þeirra um meira brask með lífeyrirsjóðina.

Þeir ætla ekki að axla neina ábyrgð.

Ekki heldur þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eru að dragast inn í rannsóknir Sérstaks Saksóknara vegna tengsla sinna og þáttöku í töku kúlulána og síðan niður fellingu ábyrgða og skulda eftir að hafa grætt tugi og jafnvel hundruð miljóna á braskinu.

Já þingmenn Sjálfstæðisflokksins kalla að vísu allt ömmu sína og eru verulega hissa á ,að þeir eiga  svo enga  ömmu lengur. Því hið raunverulega orðatiltak "að kalla ekki allt ömmu sína" passar ekki við Sjálfstæðismenn.

Gróa á leiti hefur leyst það orðatiltæki af hólmi .

Þetta finnst mér.


Forsetinn svíkur ekki þjóðina.

Það er alveg ljóst núna að vilji alþingismanna og þjóðarinnar fer ekki saman mikil gjá er þar á milli um ICESAVE lögin.

Svipuð gjá og varð til fyrir fimm árum þegar hann neitaði að skrifa undir mjög umdeild fjölmiðlalög.

Verði Forsetinn samkvæmur sjálfum sér  mun hann vísa ICESAVE-lögunum til þjóðarinnar,samþykki Alþingismenn lögin.

Annars er hætta á að  það verði blóðug átök í landinu og þá er ekki gott að segja hvar þessir ráðherrar og þingmenn og forsetinn geta látið sjá sig opinberlega.

Vonandi verður Forsetinn bara samkvæmur sjálfum sér og hafnar þessum ICESAVE lögum.

Skora á alla að skrifa undir áskorun til Forsetans á www.kjosa.is

Þetta finnst mér.


Davíð Oddsson er þetta "Fokking Fokk" sem menn tala um !!!

Kæri Geir, svona byrjar hann bréf til Forsætisráðherrans fyrrverandi Geirs Hilmars Haarde,, " er það virkilega svo að Íslensk stjórvöld ætli án lagaheimildar að taka á sig stórkostlegar erlendar skuldbindingar."

Geir Hilmar var þá marg oft búinn að segja að þetta væri allt í ferli og ekkert væri að óttast nægar innistæður væru til fyrir þessum ICESAVE reikningum, jafnvel eftir að nýlenduþjóðin Bretland hafði sett á okkur hryðjuverkalög. Stoppað allt og og fryst alla fjármuni bankana.

Já hann endaði ræðu sína með að segja" Guð blessi Ísland"

Davíð Oddsson krafðist neyðarlaga og voru þau sett einn tveir og þrír, þá sátu þeri félagar Davíð,Árni og Geir saman, í jeppa  Davíðs Seðlabankastjóra og settu bankana endanlega á hausinn og yfirtóku þá alla smátt og smátt á nokkrum dögum.

Það kom síðar fram að það var ekkert í ferli, Geir Hilmar viðurkenndi í erlendum sjónvarpsþætti eins og fífl og sagði að hann hefði ekkert  samband haft við Gordon Brown, en hann hefði kannski átt að gera það.

Davíð Oddsson dreif síðan í því að skrifa undir samningana við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn ásamt Fjármálaráðherranum Árna M Mathiesen.

Ekki var haft samband við formann Samfylkingar  um samninginn nema í mýflugumynd og þá ekki Viðskiptaráðherran en hann og Davíð höfðu ekki talað saman í meira en ár.

Það voru því þessir valdamenn Íslenskt þjóðarinnar Davíð Oddsson, Geir Hilmar Haarde og Árni M Mathiesen sem fóru úr límimngunum og sömdu um ICESAVE með undirritun samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Það er ekki eitt einasta orð að marka Davíð Oddsson, hann segir eitt núna en allta annað fyrir níu mánuðum.

Þetta viðtal við hann  í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins er bara til skammar.

Enda heyrist ekki eitt einasta orð frá Sjálfstæðismönnum.

Þetta finnst mér.


Örlagavaldurinn í Íslensku þjóðlífi kann ekki að skammast sín !!

Það er alveg ljóst í viðtali Agnesar Bragadóttur við Davíð Oddsson, að þar kemur í ljós hin brenglaði sjálfumglaði, illviljaði hroki, að kenna öllum öðrum um ákvarðanir, hans eigin undanfarna áratugi .

Hið skítlegaeðli sýnir sig svo sannarlega.

Maðurinn sem sökkti Íslandi á kaf með einkavinagjöfum og einnkavinavæðingunni, Bankavæðingunni, sölu ríkisfyrirtækjana, eins og Símans,VÍS og fl. kennir öllum öðrum en sér og fylgisvinum sínum í gegnum tíðina um hvernig komið er.

Neitaði að axla ábyrgð,neitaði að víkja þegar stjórnvöld óskuð eftir því.

Setja varð sérstök lög  til að koma þessum sjálfumglaða einræðisherra frá.

Nú er þetta Samfylkingunni og Vinstri Grænum að kenna hvernig komið er,kann þessi maður ekki að skammast sín.

Þarf ekki bara að láta þennan man í greiningu hann gengur augsýnilega ekki heill til skógar ?

 Þvílkur uppspuni og lýgi sem þarna er á ferðinni, búið er að aflétta leynd á fjölda skjala sem sýna allt annað en Davíð Oddsson segir.

Það er bara krafa mín að sérstakur saksóknari láti handtaka Davíð Oddsson,Halldór Ásgrímsson, Árna M Mathiesen, Geir H Haarde,Valgerði Sverrisdóttur,Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur,Björgvin Sigurðsson,Finn Ingólfsson,Björgólf Guðmundsson, Hannes Smárasson, Jón Ásgeir Jóhanesson,Styrmir Gunnarsson,Bjarna Ármannson,Sigurð Einarsson  og setja þetta fólk á bakvið lás og slá meðan verið er að rannsaka þeirra þátt í því  gjaldþroti sem Ísland er í dag.

Ég mun svo sannarlega skrifa meira um þetta mál á næstu dögum.

Þetta finnst mér.

 

 


Ríkisstjórnin hangir á bláþræði !!!

Það gæti munað einu atkvæði að ICESAVE samningarnir verði samþykktir á Alþingi Íslendinga á næstunni.

Tæplega 1800 manns hafa skráð sig á vefinn www.kjosa.is  til að biðja Forsetan að samþykkja ekki lögin um ICESAVE ef þau verða samþykkt á Alþingi.

Tæplega 45.000 manns hefur sráð sig á andlitsbókina til að mótmæla ICESAVE samningunum þetta fólk ætti að skrá sig á www.kjosa.is    .

Það eru komnir fram þingmenn í Stjórnarflokkunum em ætla ekki að greiða þessu ICESAVE frumvarpi brautargengi.

Það eru líka margir þingmenn VG búnir að bíta sig í tunguna vegna flokspóltísks þrýstings frá forustunni.

Sama er upp á hjá Samfylkingunni þar er róið öllum árum að koma þessu frumvarpi í gegnum þingið.

Svo kemur kúlulánadrottningin Þorgerður Katrín ,sem búinn er að sitja alstaðar við borðið þegar  hún var í ríkistjórn og núna segir hún að það sé hægt að ná betri samningum.

Hvað er að svona fólki ?

Hún ætti nú bara að segja af sér og láta sig hverfa úr þessu umhverfi mér finnst eins og hún hafi misnotað aðstöðu sína.

Ég held að allt fari í bál og brand ef þetta ICESAVE frumvarp verður samþykkt.

Þetta finnst mér.


Gullfiskaminnið er í lagi hjá landanum !

Þetta er uggvænlegt að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, örlagavaldarnir í Íslandssögunni, flokkarnir, sem stuðluðu að mesta arðráni sem Íslendingar hafa upplifað.

Eru byrjaðir að feta sig upp á við aftur í skoðanakönnunum.

"Vinsældir beggja ríkisstjórnarflokkanna dvína samkvæmt könnuninni sem Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið. Samfylkingin sem hefur síðustu mánuði notið stuðnings um 30% landsmanna, fengi 25% atkvæða ef kosið yrði nú. Vinstri græn mælast með 18 %, fengu 22% í kosningunum.

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 4% frá kosningum og mælist með 28%. Flokkurinn mælist því á ný stærsti flokkur landsins. 17% segjast mundu kjósa Framsóknarflokkinn nú. Flokkurinn hefur ekki mælst svo hár í Gallupkönnun síðan í ágúst 2003. Eins og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir bætir Borgarahreyfingin við sig, fengi nú 9% en fékk 7% í kosningunum. "

Rosalega erum við fljót að gleyma, rosalegar fréttir eru bara daglega af sukkinu og svínaríinu sem þessir stjórnmálaflokkar létu viðgangast.

Og því miður gera þessir stjórnarflokkar það sama láta bara ósóman halda áfram, hafa ekki lengur yfirsýn yfir herlegheitin og allt stefnir í sama skerjagarðinn og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur stýrðu þjóðarskútunni á sínum tíma.

Þetta er bara framlenging á úræðaleysinu sem áður var, bara annað orðalag yfir sömu hluti.

Þetta finnst mér.


mbl.is Fylgi stjórnarflokkanna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Froðusnakkið í Framsókn ætti að fá Grammy verðlaun !!!!

Sigmundur Davíð Gunnlagsson er nú loksins búinn að sanna sig, sanna hverskonar eiginhagsmuna seggur hann er í raun og veru. Hann virðir ekki  einfalda kurteisi og hefðir um að grípa ekki framí fyrir fólki sem hefur orðið og stendur í pontu Alþingis.

 Þessi sami Sigmundur Davíð varði minnihluta stjórn vinstrimanna og samþykkti stefnu hennar enda tók hann þátt í stefnumótun minnihlutastjórnarinnar.

Nú vill þessi sami Sigmundur Davíð komast í einhverja lykilstöðu aftur með að verja þessa ríkistjórn ef ICESAVE frumvarpið verður fellt á Alþingi.

Óskup er þetta aumkunarvert hjá framsókn, sagan er svona ef þetta verður fellt þá verður sett þjóðstjórn og þesir froðusnakkar á Alþingi verða sendir heim.

Þá verða sett neyðarlög sem taka öll önnur lög úr gildi.

Og tekið á þessum málum sem ekkert af þessum gegnum spiltu Alþingismönnum hefur þorað að taka á.

Já leikhúsið við Austurvöll ætti líka að fá Grammy-verðlaun fyrir aumingjaskapinn.

Þetta finnst mér.


VG er alveg sama um næstu kynslóðir !!!!

Álfheiður Ingadóttir lýgur upp opið geðið á landsmönnum þegar hún heldur því fram að þjóðin hafi kosið um ICESAVE í síðustu kosningum. Um þetta er fjallað á visir.is

Og greinileg hræðsla við að þjóðin sé ekki sammála Álfheiði Ingadóttur og félögum hennar kemur svona fram í þessum eindæma þingmannshroka.

Það var ekki minnst á ICESAVE í einum einasta bækling frá þeim fyrir kosningar  og þau færðust undan að tala um þessi mál þar, sem engar haldbærar upplýsingar lágu fyrir um skuldir Íslendinga erlendis og þær liggja ekki enn fyrir.

Ef henni finnst allt í lagi að hneppa börnin sín og barnabörnin og barnabarnabörnin í ánauð fyrir Breta og Hollendinga ætti hún að ganga strax í Sjálfstæðisflokkinne, en þar eru þá hennar líkar.

Þjóðin á heimtingu á að fá að kjósa um ICESAVE lögin.

Og ég skora á fólk að skrá sig í undirskriftasöfnun þar sem er skorað á Forseta Íslands að skrifa ekki undir þessi lög ef þau verði samþykkt á Alþingi slóðin er www.kjosa.is

Þetta finnst mér.


Ríkisstjórnin er eins og nærbuxur með bremsuförum í !

Í Iðnó var fullt út úr dyrum í kvöld og töluvert mikill hiti í fólki á borgarafundi um ICESAVE.

"Einar Már Guðmundsson rithöfundur steig í pontu og sagði meðal annars að nokkrir „óknyttapiltar" hefðu komið íslensku þjóðinni í þá stöðu sem hún er í í dag. Hann sagði ríkisstjórnina ganga niður Bankastræti og hverfa ofan í Bankastræti 0, almenningssalernið, og kallaði á þjóðina til að þrífa."

Það var einmitt þá sem ég sá að ríkisstjórnin  var eins og nærbuxur með bremsuförum í, sem þjóðin á að þrífa, já ríkisstjórnin hefur farið í nærbuxur fyrri ríksstjórna og nú eiga allir að lykta af þessum naríum.

Nei takk þessi ríkistjórn er ekki skapa traust það eru endalaus leyndarmál, engar upplýsingar og ekkert flæði  milli ríkisstjórnar og almennings. Það er bara eins og alltaf þeir gleyma umbjóðendum sýnum.

Vonandi verður ICESAVE frumvarpið fellt, og bara sett þjóðstjórn.

Þessi fjórflokkar hafa ekkert lært það eru bara endalaus hrossakaup og pólitískar ráðningar í æðstu embætti.

Ríkisstjórnin verður að skipta um naríur og ná í þessa "óknyttapilta" til að þrífa eftir sig .

þetta finnst mér.


mbl.is Vilja að forseti synji staðfestingu á ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Óli Scheving

Höfundur

Guðmundur Óli Scheving
Guðmundur Óli Scheving

Mikill áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélgagsmál. 

Meindýraeyðir

Sími: 857 7200    Þú hringir ef þig vantar aðstoð !

 

 Netfang : gudmunduroli@simnet.is

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband