Færsluflokkur: Umræðan
22.6.2009 | 21:38
WANTED DEAD OR ALIVE !!
Lýst er eftir hinum sönnu útrásarvíkingum sem hafa nú falið sig og falið sjóði sína einhvern staðar.
Sést hefur til nokkra þeirra í London, New York,París, Rússlandi,Norgegi,Karabískahafinu, Spáni og víðar.
Tveir hafa auglýst fasteignir sínar t.d.í London og er söluverð hvorar fasteignar 10 miljarðar einn hefur auglýst fasteign sína í New York og er söluverð 3- 4 miljarðar.
Þarna eru 24 miljarðar akkúrat það sem vantar til að stoppa í frægt fjármálagat hjá Íslenska ríkinu.
Takið þessar fasteignir eignarnámi strax.
Setjið strax neyðarlög um eignaupptökur útrásarvíkingana ef ekki eru til lög um þetta í dag.
Látið gefa út ákærur á þessa menn strax í dag og loka þá inni í einangrun þar til búið er að rannsaka þeirra mál.
Eða setjið þetta fólk í farbann.
Það eru líka til sölu úr dótakössum þeirra Bílar,bátar, snekkjur og hverskonar afþreyingartól og tæki.
Það eru líka til sölu fjölmörg fyrirtæki sem þeir og þær eiga.
Það er bara komið nóg Íslendingar eiga ekki að borga ICESAVE.
Klúðrið var fullkonað með undirskrift samninga í desember 2008 og bundu alla þá sem á eftir koma í stjórnum landsins.
Þetta er eitt af því sem Sjálfstæðisflokkurinn flokkur Útrásarvíkingana þáði tugi miljóna fyrir.
Að koma öllu útrásarliðinu í skjól. Já það tókst.
Nú þarf að finna þá og sækja fjármunina sem hurfu til baka.
Þetta finnst mér,
Eignir duga ekki fyrir Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.6.2009 | 18:00
Nýtt bákn að fæðast "Bankamálastofnun" !
Ný stofnun mun fæðast á næstu dögum Bankasýsla rikisins heitir hún víst, sem mun hafa það hlutverk að halda utan um eignarhlut ríkisins í fjármálastofnunum.
Stofnunin sem kemur til að sjá bönkum og sparisjóðum fyrir fjármagni og byggir upp fjármálakerfið aftur.
Ef Alþingi samþykkir frumvarp Fjármálaráðherra, sem er nú harla líklegt.
Það vekur athygli að skipað verður í stöðurnar til fimm ára eftir að stöðurnar hafa verið auglýstar eða líftíma stofnunarinnar.
Einig er það nýmæli að bankaráðin eru ekki pólitíkstvalin heldur á að auglýsa eftir fólki með ákveðna menntun og reynslu af banka-og fjármálafyrirtækjum. Meira segja fólkið á götunni hefur möguleika á að sækja um stöðu í bankaráðunum. Hafi fólið það þann grunn sem þarf.
Viðskipta-og Hagfræði eru líka í mælikvarði á þá sem geta sótt um að sitja í bankaráðum ríkisbankana.
Það verða því fjórar stofnanir sem sjá um bankamál á Íslandi, Fjármálaráðuneyti, Seðlabanki,Fjármálaeftiltið og nú á næstunni Bankasýsla ríkisins.
Vonandi verða þessir þrír bankastjórnendur sem ráðnir verða í stjórnunarstöður Bankasýslunar ráðnir með sátt og vilja þjóðarinnar.
Þá er nú búið að bjarga bönkunum og vonandi verða það þá heimilin næst.
Það hlýtur að verða sett á lagginar Velferðarstofnun Heimilana .
Þetta finnst mér.
Stofna Bankasýslu ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðan | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2009 | 16:29
Froðusnakkið í almenningi !
Það var boðað til mótmælafundar á Austurvelli kl. 15:00 í dag út af ICESAVE og svikum ríkistjórnarinnar við skjaldborgina um heimilin og lausnir fyrirtækjana.
Og þar sem fólk hefur á undanförnu verið að tjá sig með óánægju sína á hinum umdeildu ICESAVE samningum.
Hélt ég að það væri einhver meining á bak við þetta.
Og tugþúsundir manna hafa skrifað undir mótmæli á Face book vegna ICESAVE.
En aðeins mill 300-500 mans mættu á fundinn samkvæmt talningu opinbera aðila ef nokkuð er að marka þá..
Og nú er að koma í ljós að það er ekkert að marka þessi mótmæli fólk á netinu í ræðu og riti ,það er sennilega bara að þykjast, það er í raun mjög ánægt með það sem ríkistjórnin er að gera.
Því ekki vill það mótmæla þessari skuldsetningu á okkur Íslendingum um nokkra mansaldra á samstöðufundi.
Þetta var lélegt fannst mér hjá þjóðinni að mæta ekki fleiri á fundinn.
En það verður annar mótmælafundur á næsta laugardag.
Þetta finnst mér.
Stemmningin var góð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðan | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
19.6.2009 | 08:30
Það stefnir í blóðbað, upplausn og mótmæli Íslendingar láta ekki nauðga sér meira !
Það voru gefin skýr skilaboð til síðustu ríkistjórnar, sem hrökklaðist frá að hún hefði klúðrað málunum.
Loforð þessarar ríkistjórnar voru meðal annars að hafa allt upp á yfirborðinu og gegnumsæi.
Afhverju er það ekki gert. Afhverju er leynd yfir öllu ?
Því var lofað að slá skjaldborg um heimilin, það gleymdist að segja að first verða það bankarnir sem verða varðir.
Og síðan þetta með einkavina fyrirtækin þar verða afskrifaðir skuldir fyrir miljarðar króna. Svo hægt sé að veita ný lán á nýjar kennitölur.
En almenningur það verður ekkert afskrifað hjá honum.
Nei þar verður bara lengt í lánnum og vextir hækkaðir. Hækkaðir vextir. Matarverð hækkað og flest gjöld sem fjölskyldur þurfa að nota í þjónustu hækkaðar.
Líf elli og oryrkja verður lagt endanlega í rúst. Lyfjaverð hækkað.
ICESAVE skal og verður að hafa forgang annars verður gengið milli bols og höuðs á Íslenskri þjóð.
Og þar sem þú nærð ekki aldri til að greiða ICESAVE lánið getur þú huggað þér við að lang-ömmu eða lang- Afa barnið þitt nær ekki heldur að greiða lánið þetta verða fimm eða sex kynslóða nauðgun.
Mestu mistök þessarar ríkistjótnar voru að setja ekki fagmenn eingögnu í samninganefndina fyrir ICESAVE.
Láta fólk eins og uppgjafa pólitíkus sem ekki hefur starfað á Íslandi áratugum saman leiða nefnd fólks sem hefur mjög litla menntun á sviði peningamarkaða, evrópurétti, viðskiptaígilda,Bankamála og alþjóðalaga til samninga við færustu lögfræðinga í Evrópu.
Það er eins og að míga upp í vindinn og fá allan óþverran á sig. En segja samt þetta er allt í lagi.
Þó kannski hafi verið möguleiki á að komast hjá mesta óþverranum.
Nei ég held að vina og kunningja hugtakið hafi verið notað í því leiðarljósi við ráningar í ICESAVE nefndina,Peningaráð Seðlabankans,Skilanefndir bankana,Hæstarétt,Fjármálaeftirlitið, Ráðuneytisstjóraana,Saksóknaraembættin.
Þetta heldur bara áfram. Það átti að hreinsa til en það er ekki gert. Þetta kemur nefnilega við svo marga háttsetta stjórnendur.
Það gætu svo margir orðið vanhæfir ef hreift er við stjórnendum í stjórnsýslunni sem er bara rotið fyrirbæri..
Spillingin nær bara að halda áfram.
Skrítið það treystir engin þessu fólki nú orðið.
Auðvitað ekki það hvílir svo rosaleg leynd yfir öllum hlutum. Og ekki staðið við eitt eða neitt.
Ekkert er gert í því að ná einhverju til baka peningum og eignum af þessu fólki sem tók allt af Íslensku Þjóðinni.
Það eru fjöldi fasteigna til sölu núna skrásett á þetta fólk sem heldur bara áfram að braska.
Það eru minsta kosti tvær fasteigir í London til sölu sem skráðar eru á útrásarvíkingana á 10 miljarða hvor og í New York er ein fasteign til sölu á 3- 4 miljarða náum í þessa peninga.
Vantar ekki að stoppa upp í 20 miljarða gat hjá ríkinu þarna eru 24 miljarðar eignasafn hjá þremur útrásarvíkingum.
Dótakassarnir þeirrra sem eru faldir eru út um heiminn og taldir vera með tæki og tól, bíla, snekkjur, eyjar fyrirtæki,fasteignir að verðmætum allt að 600 - 800 miljörðum króna
ÞAÐ ÞARF AÐ SETJA Í FORGANG AÐ NÁ ÞESUM EIGNUM OG PENINGUM TIL BAKA.
Svo skulum við semja um ICESAVE.
Þetta finnst mér.
Icesave: Útgönguákvæði ekki afdráttarlaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2009 | 17:23
Verður Ásdís Halla Bragadóttir næsti Bæjarstjóri í Kópavogi ?
Mikið ósætti er innan Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi um eftirmann Gunnars Birgissonar úr röðum bæjarfulltrúana allir vilja verða Bæjarstjórar.
Tilmæli hafa borist frá flokksforustuinni um að halda samkomulaginu við Framsóknarflokkinn og ráða sem fyrstí stöðu Bæjarstjóra einhvern fyrir utan Bæjarstjórnina.
Ásdís Halla Bragadóttir er ein af þeim fáu sem gæti sætt þessar valdaklíkur sem eru í Kópavogi.
Þessu hvíslaði lítill sjáfstæður fugl í morgun er hann flaug hjá....
Nú er bara að bíða og sjá.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2009 | 21:03
Vestmannaeyingum fækkar !
Vestmannaeyingum kemur til með að fækka á næstunni en skurðdeild Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja var lokað tímabundið 1. júní í sparnaðarskyni.
Barnshafandi konur í Vestmannaeyjum eru ósáttar við að skurðdeildinni á sjúkrahúsi bæjarins hafi verið lokað í sumar. Þeim er ráðlagt að fara upp á land til að fæða.
Og ef svo verður fæðst ekki Vestmannaeyingar í bráð út í eyjum. Þannig að bara bætist við aðflutta eyjamenn
Þetta er ekki gott fyrir bæjarfélagið og raskar allri tölfræði ekki satt.
Mér finnst að það þurfi að framleiða fædda Vestmannaeyinga.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2009 | 22:12
Trúðarnir á Alþingi !!!!
Skrílslæti, óvirðing, vanvirðing og Trúðstilburðir var það sem þjóðin fékk að sjá í öllum fréttatímum kvöldsins af alþingi í dag. Bara óborganleg ósvífni í Framsóknarmönnum.
Trúðaleikhús Framsóknarmanna með formanninn Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Eygló Harðardóttur í aðalhlutverkium sýndi frumsamið verk um hvernig ekki á að koma fram við forseta þingsins og þingheim.
Ég hlustaði á Útvarp Sögu í morgun sem aðra morgna þar fékk Sigmundur Davíð að leika lausum hala sem "Trúður Dagsins "að mér fannst.
Það var ekkert annað en svartnættið, voleysið og vonleysið framundan.
Og hann var spurður um ráð. Engin svör. Bara einhverjar klisjur sem ekki virka legngur
Hann hefur engin ráð og ekki Framsóknarflokkurinn heldur.
Mér finnst Sigmundur Davíð vera orðinn einn af fjósamönnunum sem ég lýsti í pistli hér um daginn.
Fjósamönnum sem vinna í Framsóknarfjósinu smá tíma og hverfa mjög snökkt líka. Og skilja ekkert eftir sig annað en minningu um einhver trúðslæti.
Þetta finnst mér.
Óásættanleg framkoma forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.6.2009 | 21:59
ICESAVE eru pólitísk hrossakaup hjá Samfylkinguni fyrir ESB !
Icesave-reikningarnir eru orðnir skiptimynt Samfylkingariinnar í pólitískum hrossakaupum til ESB aðeildar.
Því nú er búið að semja við Breta og Hollendinga um Icesave og þá koma hinar þjóðirnar hver af annari og þjóðir hafa hótað okkur eins og Þjóðverjar vena aðeildar að ESB.
Bretar settu á okkur hryðjuverkalög og Hollendingar og Bretar saman knúðu á við Alþjóðagjaldeyrissjóðin til að setja ákveðin skilyrði fyrir lánunum. sem Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn samþykktu og komu í gegnum þingið á sínum tíma.
Ráðherrar Samfylkingarinnar keppast um að reyna að fá ríki til að styðja aðeild Íslendinga að ESB verði sótt um aðeild. Fyrst fór Össur í frægan túr á eigin vegum vegna ESB, því engin í ríkistjórninni kannaðist við að hann væri í erindum ríkistjórnarinnar. Túrinn var greiddur af ríkinu.
Svo var það Jóhanna sem eyddi helginni með Forsætisráðherrum hinna Norðurlandana og var að leita eftir stuðningi.
Ekki er einu sinni vitað hvort meirihluti er á Alþingi fyrir samningum um ICESAVE reikningana eða ESB dæminu.
Hundruð manna farin að mótmæla þessum samningum á Austurvelli og fólk er handtekið .Rúmlega 25000 manns búni að skrá sig á mótmæli á Andlitsbókinni gegn Icesave.
Erum við bara ekki aftur á byrjunarreit ?
þetta finnst mér.
Nokkrir handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.6.2009 | 21:39
Kom hin vanhæfi saksóknari syni sínum undan ábyrgðum vegna mistaka ?
Þetta er ekki hægt, mestu glæpamenn sögunar í EVROPU frá stríðlokum eins og lýst hefur verið í erlendum fjölmiðlum undan farið. Eru lausir við ábyrgð gerða sinna.
Um þetta er fjallað á vísir.is
Já Komast upp með að verða ábyrgðarlausir á lánum ,sem þeir hafa fengið fyrir hrun Íslenska Bankakerfisins.
Saksóknarinn vanhæfi tengist málinu á tvenna vegu annars vegar hefur hann tafið framgang málsins vegna einhverja mistaka hjá embættinu eins og það er orðað.
Eða að föðurumhyggjan fyrir syninum sínum sem stjórnaði fyrirtækinu EXISTA sem átti stærstan hluta í Kaupþingi hafi vegið meira enn að upplýsa málið strax.
Og sonurinn samþykkti að fella niður persónulegar ábyrgðir þessara manna sem stóðu fyrir þessu hruni og óráðsíu.
Eru þetta þau skilaboð sem fólk fær núna að "svíðingarnir" komast upp með að vera ekki ábyrgir fyrir gjörðum sínum.
Þetta er bara orðið meira en helvítis "FOKKING FOKK"
Nú er að bregðst við Jóhanna og Steingrímur, það þarf að setja neyðarlög strax sem afturkallar þessar fyrri heimildir þessara manna.
Það þarf að setja ríkissaksóknaran af strax...strax...strax.
Ég bara trúi þessu ekki...hvað eru þessar skilanefndir og bankastjórar eiginlega að gera dags daglega bara leggja kappla, eða rifja upp stundirnar í SUS þar sem þeir hafa flestir verið.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Já mér finnst rosalegt að hægt sé að stofna einhverja sjóði sem ekki heyra undir nein skattaákvæði ,
Þetta gerist hérna á Íslandi. Korter í bankahrun á kveður Sigurjón Árnasson fyrrverandi bankastjóri Landsbankans að lána sjálfum sér 40 miljónir úr fjávörslurreikningi 3, sem er i raun lífeyrissjóður Sigurjóns.
En hvers vegna þetta form á reikning. Jú mjög einfallt. Þarna er bara mjög klár maður á ferðinni
Greiðslur í viðbótarlífeyfirssparnað er til að mynda ekki skattskyldar.
Þá eru lífeyrissjóðsreikningar af þessu tagi ekki aðfarahæfir og peningar sem þar geymdir því ósnertanlegir.
Þetta er tær snilld og von að ekki náist í Sigurjón til að upplýsa meira um þetta.
Ætli Steingrímur viti af þessu stór gati í kerfinu. Hvað eiga margir svona reikninga af þessu þotuliði.
Þetta finnst mér.
Umræðan | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Guðmundur Óli Scheving
Tenglar
Mínir tenglar
- http://radtak.blogcentral.is/ Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
- http://tidarandinn.blogcentral.is/ Bara hin hliðin á mér
Bloggvinir
- annaeinars
- arikuld
- arndishauks
- utvarpsaga
- reykur
- kaster
- birgitta
- gattin
- brylli
- dansige
- danth
- egvania
- finni
- gelin
- gudbjorng
- straumar
- hallkri
- heidistrand
- hlf
- heimssyn
- snjolfur
- don
- fridust
- jakobjonsson
- jenje
- jon-o-vilhjalmsson
- prakkarinn
- juliusbearsson
- larahanna
- veffari
- olinathorv
- omarragnarsson
- svarthamar
- skari60
- fullvalda
- nimbus
- sigurjonth
- tara
- vga
- thj41
- heilsa
- kilopapa47
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar